Hjörvar fær gula spjaldið frá RÚV Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2024 10:46 Hjöbbi var mættur eins og fínn maður í EM-settið vandlega merktur sinni vörulínu sem er Dr. Football. Skarphéðinn segir þetta ekki vel séð og hafi því verið komið á framfæri. Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV segir ekki vel séð að menn reyni að koma á framfæri óbeinum auglýsingum, eins og ætla má að Hjörvar Hafliðason hafi verið að gera í EM-settinu. „Þetta er ekki vel séð og því hefur verið komið á framfæri,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Hjörvar, sem rekur meðal annars þekktan podkastþátt sem sérhæfir sig í tali um fótbolta, eins og nafnið gefur til kynna – Dr. Football – er meðal sérfræðinga sem RÚV hefur kallað til vegna EM í fótbolta sem nú stendur yfir í Þýskalandi. Yfirlýsing BBC vegna klæðaburðar Linikers Glöggur áhorfandi rak augu í það í vikunni að Hjörvar, eða Hjöbbi Ká eins og hann er jafnan kallaður, var mættur í jakka sem var kyrfilega merktur vörulínu sinni: Dr. Football. En þar fór Hjöbbi á kostum eins og jafnan en fáir eru eins fjölfróðir um fótbolta og einmitt hann. BBC hefur nýverið þurft að gefa út yfirlýsingu en það var eftir að Gary Lineker virtist hafa brotið reglur um dulin viðskiptaboð í EM setti þeirra Breta. Þar voru ítrekaðar reglur miðilsins um vöruinnsetningar og duldar auglýsingar. Skarphéðinn kankast á við stórleikarann Björn Hlyn í tilefni af Verbúðinni, lokasýningu.vísir/hulda margrét Skarphéðinn segir engar formlegar reglur til um þetta atriði hjá RÚV. „Aðrar en þær sem snúa að skýru banni við duldum viðskiptaboðum og vöruinnsetningum.“ Skarphéðinn sagði að þau á RÚV hafi ekki lent í sambærilegum tilvikum og lýst er á BBC. „Það er að sjónvarpsfólk okkar sé staðið að eða sakað um meint plögg á eigin fatalínu en myndum líkast til meta það með tilliti til fyrrnefndra reglna um viðskiptaboð. Rétt eins og við gerum varðandi áberandi og óþarflega mikinn sýnileika vörumerkja á klæðnaði.“ Málið ekki komið til kasta Fjölmiðlanefndar Í svari við fyrirspurn til Fjölmiðlanefndar kemur fram að þar á bæ er ekki lagt efnislegt mat á ætluð dulin viðskiptaboð sem fram koma í almennum fyrirspurnum. „Leggja þarf mál fyrir Fjölmiðlanefnd á nefndarfundi á grundvelli kvartana eða ábendinga og ákveði nefndin að taka mál til efnislegrar meðferðar þarf að fara fram heildstætt mat á atvikum hverju sinni.“ Elfa Ýr Gylfadóttir er framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar.vísir/vilhelm Þá er vísað í reglur um viðskiptaboð eins og segir í lögum um fjölmiðla: „Viðskiptaboð skulu vera auðþekkjanleg sem slík og vera skýrt afmörkuð frá öðru efni með þeim hætti sem best hentar því formi miðlunar sem notað er hverju sinni. Sama gildir um fjarkaup. Dulin viðskiptaboð eru óheimil. Í hljóð- og myndsendingum í viðskiptaskyni skal ekki beita tækni til að hafa áhrif á fólk neðan marka meðvitaðrar skynjunar.“ EM 2024 í Þýskalandi Fjölmiðlar Fótbolti Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Þetta er ekki vel séð og því hefur verið komið á framfæri,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Hjörvar, sem rekur meðal annars þekktan podkastþátt sem sérhæfir sig í tali um fótbolta, eins og nafnið gefur til kynna – Dr. Football – er meðal sérfræðinga sem RÚV hefur kallað til vegna EM í fótbolta sem nú stendur yfir í Þýskalandi. Yfirlýsing BBC vegna klæðaburðar Linikers Glöggur áhorfandi rak augu í það í vikunni að Hjörvar, eða Hjöbbi Ká eins og hann er jafnan kallaður, var mættur í jakka sem var kyrfilega merktur vörulínu sinni: Dr. Football. En þar fór Hjöbbi á kostum eins og jafnan en fáir eru eins fjölfróðir um fótbolta og einmitt hann. BBC hefur nýverið þurft að gefa út yfirlýsingu en það var eftir að Gary Lineker virtist hafa brotið reglur um dulin viðskiptaboð í EM setti þeirra Breta. Þar voru ítrekaðar reglur miðilsins um vöruinnsetningar og duldar auglýsingar. Skarphéðinn kankast á við stórleikarann Björn Hlyn í tilefni af Verbúðinni, lokasýningu.vísir/hulda margrét Skarphéðinn segir engar formlegar reglur til um þetta atriði hjá RÚV. „Aðrar en þær sem snúa að skýru banni við duldum viðskiptaboðum og vöruinnsetningum.“ Skarphéðinn sagði að þau á RÚV hafi ekki lent í sambærilegum tilvikum og lýst er á BBC. „Það er að sjónvarpsfólk okkar sé staðið að eða sakað um meint plögg á eigin fatalínu en myndum líkast til meta það með tilliti til fyrrnefndra reglna um viðskiptaboð. Rétt eins og við gerum varðandi áberandi og óþarflega mikinn sýnileika vörumerkja á klæðnaði.“ Málið ekki komið til kasta Fjölmiðlanefndar Í svari við fyrirspurn til Fjölmiðlanefndar kemur fram að þar á bæ er ekki lagt efnislegt mat á ætluð dulin viðskiptaboð sem fram koma í almennum fyrirspurnum. „Leggja þarf mál fyrir Fjölmiðlanefnd á nefndarfundi á grundvelli kvartana eða ábendinga og ákveði nefndin að taka mál til efnislegrar meðferðar þarf að fara fram heildstætt mat á atvikum hverju sinni.“ Elfa Ýr Gylfadóttir er framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar.vísir/vilhelm Þá er vísað í reglur um viðskiptaboð eins og segir í lögum um fjölmiðla: „Viðskiptaboð skulu vera auðþekkjanleg sem slík og vera skýrt afmörkuð frá öðru efni með þeim hætti sem best hentar því formi miðlunar sem notað er hverju sinni. Sama gildir um fjarkaup. Dulin viðskiptaboð eru óheimil. Í hljóð- og myndsendingum í viðskiptaskyni skal ekki beita tækni til að hafa áhrif á fólk neðan marka meðvitaðrar skynjunar.“
EM 2024 í Þýskalandi Fjölmiðlar Fótbolti Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira