Gerum það mögulegt fyrir íslenskar barnafjölskyldur að flytja heim! Dóra Sóldís Ásmundardóttir skrifar 20. júní 2024 21:45 Ég fagna umræðunni um stöðu ungra barnafjölskyldna á Íslandi í dag, enda löngu orðið ljóst að staðan er grafalvarleg. Ég og maðurinn minn eigum tvö börn, strák sem 2,5 árs og 3 mánaða stelpu. Þrátt fyrir þessa staðreynd þá byrjaði strákurinn minn í leikskóla 12 mánaða og stelpan mín fær pláss á leikskóla 15 mánaða (í seinasta lagi). Við erum einnig svo lánsöm að þurfa ekki að taka á okkur tekjumissi á meðan við erum í fæðingarorlofi. Einnig er vert að minnast á það að fæðingarorlofið mitt byrjarði á 37 viku meðgöngu og ég var því bara nokkuð tilbúin að takast á við það stóra verkefni að fæða barn og hugsa um ungbarn. Hvernig í ósköpunum má það vera? Jú, ég bý nefnilega í Noregi. Áður en ég eignaðist barn sjálf fékk ég oft að heyra að lífssýn manns breytist við það að eignast barn. Það gerðist svo sannarlega hjá mér þegar strákurinn okkar kom í heiminn í Noregi, haustið 2021. Skyndilega kom löngunin til þess að flytja aftur til Íslands og vera nær ömmum, öfum og vinum. Það væri voðaloga notalegt að geta skroppið í mat til mömmu og pappa á sunnudegi og fengið pössun eftir vinnu á þriðjudegi. Við fórum að velta fyrir okkur möguleikanum að flytja aftur heim. Atvinna? Spennandi tækifæri Húsnæði? Sársaukafullt, en myndi líklega reddast Leikskólamál? Þar stoppar reikningsdæmið einfaldlega Án dagvistunar getum við ekki bæði unnið. Við áttum ekki efni á taka langt launalaust orlof. Við áttum í rauninni ekki efni á að flytja heim til Íslands. Matur hjá mömmu og pabba á sunnudögum og ömmudekur eftir leikskóla á þriðjudögum bíður því betri tíma. Í dag, tæpum þremur árum seinna eru bæði ég og maðurinn minn búin að fá spennandi tækifæri í Noregi og göngum að því vísu að fá leikskólapláss fyrir börnin okkar. Hvort og hvenær við komum heim er enn óráðið. Því miður horfum við til Íslands og erum fegin að þurfa ekki að standa í því púsluspili sem það er að eiga ungt barn á Íslandi í dag. Við erum bara ein af þeim mörg þúsund íslensku barnafjölskyldum sem búa erlendis. Nokkrar staðreyndir - Fæðingarorlof byrjar á 37. viku meðgöngu í Noregi og konur komast því hjá því að höggva á veikindaleyfi. - Tekjuþak í fæðingarorlofi er u.þ.b 820 þúsund krónur íslenskar á mánuði í Noregi. Hinsvegar er það orðið algent að vinnuveitandi borgi mismun milli launa einstaklings fyrir fæðingarorlof og fæðingarorlofsgreiðslna. - Ef barnið er 12 mánaða og ekki á leikskóla veitir norska ríkið 7500 NOK styrk á mánuði (u.þ.b. 100 þúsund kr) til 2 ára aldurs - Skv vinnuverndarlögum í Noregi er atvinnurekandi skuldbundinn til þess að veita mæðrum með barn á brjósti leyfi í a.m.k. 1 klukkustund á dag til gefa barninu brjóst þar til barnið nær 2 ára aldri (Hjá hinu opinbera eru þetta 2 klst á dag) - Réttur til leikskólapláss í Noregi - Börn fædd í janúar til ágúst fá (a.m.k.)leikskólapláss í ágúst sama ár og þau verða 12 mánaða. - Börn fædd í september-nóvember fá (a.m.k) leikskólaplássi þann mánuð sem þau verða 12 mánaða. - Börn fædd í desember fá (a.m.k) leikskólaplássi í ágúst árið eftir að þau verða 12 mánaða (Það er vissulega mjög óheppilegt að eignast desemberbarn í Noregi) Ég skora á íslensk stjórnvöld til þess að gera Ísland að aðlaðandi kosti fyrir ungar barnafjölskyldur! Höfundur er foreldri í Noregi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslendingar erlendis Leikskólar Noregur Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ég fagna umræðunni um stöðu ungra barnafjölskyldna á Íslandi í dag, enda löngu orðið ljóst að staðan er grafalvarleg. Ég og maðurinn minn eigum tvö börn, strák sem 2,5 árs og 3 mánaða stelpu. Þrátt fyrir þessa staðreynd þá byrjaði strákurinn minn í leikskóla 12 mánaða og stelpan mín fær pláss á leikskóla 15 mánaða (í seinasta lagi). Við erum einnig svo lánsöm að þurfa ekki að taka á okkur tekjumissi á meðan við erum í fæðingarorlofi. Einnig er vert að minnast á það að fæðingarorlofið mitt byrjarði á 37 viku meðgöngu og ég var því bara nokkuð tilbúin að takast á við það stóra verkefni að fæða barn og hugsa um ungbarn. Hvernig í ósköpunum má það vera? Jú, ég bý nefnilega í Noregi. Áður en ég eignaðist barn sjálf fékk ég oft að heyra að lífssýn manns breytist við það að eignast barn. Það gerðist svo sannarlega hjá mér þegar strákurinn okkar kom í heiminn í Noregi, haustið 2021. Skyndilega kom löngunin til þess að flytja aftur til Íslands og vera nær ömmum, öfum og vinum. Það væri voðaloga notalegt að geta skroppið í mat til mömmu og pappa á sunnudegi og fengið pössun eftir vinnu á þriðjudegi. Við fórum að velta fyrir okkur möguleikanum að flytja aftur heim. Atvinna? Spennandi tækifæri Húsnæði? Sársaukafullt, en myndi líklega reddast Leikskólamál? Þar stoppar reikningsdæmið einfaldlega Án dagvistunar getum við ekki bæði unnið. Við áttum ekki efni á taka langt launalaust orlof. Við áttum í rauninni ekki efni á að flytja heim til Íslands. Matur hjá mömmu og pabba á sunnudögum og ömmudekur eftir leikskóla á þriðjudögum bíður því betri tíma. Í dag, tæpum þremur árum seinna eru bæði ég og maðurinn minn búin að fá spennandi tækifæri í Noregi og göngum að því vísu að fá leikskólapláss fyrir börnin okkar. Hvort og hvenær við komum heim er enn óráðið. Því miður horfum við til Íslands og erum fegin að þurfa ekki að standa í því púsluspili sem það er að eiga ungt barn á Íslandi í dag. Við erum bara ein af þeim mörg þúsund íslensku barnafjölskyldum sem búa erlendis. Nokkrar staðreyndir - Fæðingarorlof byrjar á 37. viku meðgöngu í Noregi og konur komast því hjá því að höggva á veikindaleyfi. - Tekjuþak í fæðingarorlofi er u.þ.b 820 þúsund krónur íslenskar á mánuði í Noregi. Hinsvegar er það orðið algent að vinnuveitandi borgi mismun milli launa einstaklings fyrir fæðingarorlof og fæðingarorlofsgreiðslna. - Ef barnið er 12 mánaða og ekki á leikskóla veitir norska ríkið 7500 NOK styrk á mánuði (u.þ.b. 100 þúsund kr) til 2 ára aldurs - Skv vinnuverndarlögum í Noregi er atvinnurekandi skuldbundinn til þess að veita mæðrum með barn á brjósti leyfi í a.m.k. 1 klukkustund á dag til gefa barninu brjóst þar til barnið nær 2 ára aldri (Hjá hinu opinbera eru þetta 2 klst á dag) - Réttur til leikskólapláss í Noregi - Börn fædd í janúar til ágúst fá (a.m.k.)leikskólapláss í ágúst sama ár og þau verða 12 mánaða. - Börn fædd í september-nóvember fá (a.m.k) leikskólaplássi þann mánuð sem þau verða 12 mánaða. - Börn fædd í desember fá (a.m.k) leikskólaplássi í ágúst árið eftir að þau verða 12 mánaða (Það er vissulega mjög óheppilegt að eignast desemberbarn í Noregi) Ég skora á íslensk stjórnvöld til þess að gera Ísland að aðlaðandi kosti fyrir ungar barnafjölskyldur! Höfundur er foreldri í Noregi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun