Bílastæði við Keflavíkurflugvöll að fyllast Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. júní 2024 16:05 Forsvarsmenn ISAVIA hvetja fólk til að huga að samgönguleiðum á flugvöllinn í sumar, og bóki stæði tímanlega ef við á. ISAVIA Bókanir fyrir bílastæðin við Keflavíkurflugvöll hafa ekki verið fleiri síðan sumarið 2016, þegar íslenska karlalandsliðið var að keppa á EM í knattspyrnu í Frakklandi. Líkur eru á því að bílastæðin gætu orðið uppbókuð í sumar, en ISAVIA hvetur fólk til að huga að samgönguleiðinni á flugvöllinn, þegar flugmiðinn er bókaður. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ISAVIA. Þau sem hyggjast leggja leið sína í gegnum flugvöllinn í júní, júlí og ágúst, eru hvött til að bóka bílastæði við flugstöðina fyrir fram til að tryggja bílnum stæði. Þá er sagt að til að tryggja bílnum stæði og fá hagstæðasta verðið sé best að bóka stæðið sem fyrst. Betri kjör fáist því fyrr sem bókað er. Nýtt bókunarkerfi Í tilkynningu segir að nýtt bílastæðakerfi hafi verið tekið í notkun síðasta sumar, en bókunarferlið sé það sama og áður á vefsíðu KEF. „Nýja bílastæðakerfið virkar þannig að ekið er inn og út af bílastæðunum, hliðin opnast sjálfkrafa og myndavél tekur mynd af bílnúmerinu. Ekki er lengur þörf á að taka miða, skanna QR-kóða eða nota greiðslukort til að opna hliðin á bílastæðunum. Aðrar greiðsluleiðir í boði fyrir gesti eru með bílastæðaforritum, Autopay og Parka, auk þess sem sjálfsafgreiðslukassar eru áfram til staðar inni í flugstöð. Ef engin þessara greiðsluleiða er notuð kemur reikningur samkvæmt gjaldskrá í heimabanka bílaeigenda, að viðbættu 1.490 króna þjónustugjaldi. Hægt er að forðast þjónustugjaldið með því að greiða fyrir stæðið með bílastæðaappi allt að 48 klukkustundum eftir að bílastæðið er yfirgefið,“ segir í tilkynningunni. Fólk hugi að samgönguleiðum Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir að verið sé að senda tilkynninguna út vegna þess að sú staða gæti komið upp í sumar að bílastæðin gætu fyllst. Hann hvetur fólk til að að huga að samgönguleiðinni á flugvöllinn um leið og farmiði er bókaður, hvort sem það er að bóka bílastæði eða nota aðrar samgönguleiðir á flugvöllinn. Fyrir tveimur árum fjallaði Vísir um mikla óánægju margra með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli. Viðmælendur sögðu dýra og lélega rútuferð nánast eina möguleikann fyrir fólk sem er ekki á einkabíl. Strætóaðstaðan sé óboðleg. Ástralskur ferðalangur vakti svo heimsathygli á Tiktok, þegar hún gekk í tvo tíma frá Reykjanesbæ að Keflavíkurflugvelli í stað þess að borga rándýran leigubíl. Guðjón segir að úrbætur hafi verið gerðar hvað upplýsingagjöf um samgönguleiðir frá flugvellinum varðar. „Við erum með upplýsingar á skiltum í flugstöðinni, við höfum bætt í hvað það varðar. Þannig að þegar þú sækir töskuna og ert á leið út úr töskusalnum, er stórt skilti sem veitir upplýsingar um allar samgönguleiðir sem hægt er að nýta sér úr flugvellinum,“ segir Guðjón. Strætóskýlið sé svo um 200 metrum frá dyrunum þar sem maður gengur út. „Við höfum verið undanfarin ár að bæta gönguleiðina að skýlinu, og hún er yfirbyggð að hluta,“ segir Guðjón. Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Bílastæði Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ISAVIA. Þau sem hyggjast leggja leið sína í gegnum flugvöllinn í júní, júlí og ágúst, eru hvött til að bóka bílastæði við flugstöðina fyrir fram til að tryggja bílnum stæði. Þá er sagt að til að tryggja bílnum stæði og fá hagstæðasta verðið sé best að bóka stæðið sem fyrst. Betri kjör fáist því fyrr sem bókað er. Nýtt bókunarkerfi Í tilkynningu segir að nýtt bílastæðakerfi hafi verið tekið í notkun síðasta sumar, en bókunarferlið sé það sama og áður á vefsíðu KEF. „Nýja bílastæðakerfið virkar þannig að ekið er inn og út af bílastæðunum, hliðin opnast sjálfkrafa og myndavél tekur mynd af bílnúmerinu. Ekki er lengur þörf á að taka miða, skanna QR-kóða eða nota greiðslukort til að opna hliðin á bílastæðunum. Aðrar greiðsluleiðir í boði fyrir gesti eru með bílastæðaforritum, Autopay og Parka, auk þess sem sjálfsafgreiðslukassar eru áfram til staðar inni í flugstöð. Ef engin þessara greiðsluleiða er notuð kemur reikningur samkvæmt gjaldskrá í heimabanka bílaeigenda, að viðbættu 1.490 króna þjónustugjaldi. Hægt er að forðast þjónustugjaldið með því að greiða fyrir stæðið með bílastæðaappi allt að 48 klukkustundum eftir að bílastæðið er yfirgefið,“ segir í tilkynningunni. Fólk hugi að samgönguleiðum Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir að verið sé að senda tilkynninguna út vegna þess að sú staða gæti komið upp í sumar að bílastæðin gætu fyllst. Hann hvetur fólk til að að huga að samgönguleiðinni á flugvöllinn um leið og farmiði er bókaður, hvort sem það er að bóka bílastæði eða nota aðrar samgönguleiðir á flugvöllinn. Fyrir tveimur árum fjallaði Vísir um mikla óánægju margra með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli. Viðmælendur sögðu dýra og lélega rútuferð nánast eina möguleikann fyrir fólk sem er ekki á einkabíl. Strætóaðstaðan sé óboðleg. Ástralskur ferðalangur vakti svo heimsathygli á Tiktok, þegar hún gekk í tvo tíma frá Reykjanesbæ að Keflavíkurflugvelli í stað þess að borga rándýran leigubíl. Guðjón segir að úrbætur hafi verið gerðar hvað upplýsingagjöf um samgönguleiðir frá flugvellinum varðar. „Við erum með upplýsingar á skiltum í flugstöðinni, við höfum bætt í hvað það varðar. Þannig að þegar þú sækir töskuna og ert á leið út úr töskusalnum, er stórt skilti sem veitir upplýsingar um allar samgönguleiðir sem hægt er að nýta sér úr flugvellinum,“ segir Guðjón. Strætóskýlið sé svo um 200 metrum frá dyrunum þar sem maður gengur út. „Við höfum verið undanfarin ár að bæta gönguleiðina að skýlinu, og hún er yfirbyggð að hluta,“ segir Guðjón.
Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Bílastæði Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira