Ný heitavatnshola gjörbreytir stöðunni á Suðurnesjunum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. júní 2024 15:50 Ný borhola á Miðnesheiði við Rockville kemur í veg fyrir að heitavatnslaust geti orðið á Suðurnesjunum, ef röskun verður á starfsemi Svartsengis. Vísir/Vilhelm Ný tilraunaborhola á Miðnesheiði við Rockville á Suðurnesjunum, sem gefur um 30 sekúndulítra af yfir 70 gráðu heitu vatni, gjörbreytir stöðunni í heitavatnsmálum á Suðurnesjum til betri vegar. Í tilkynningu segir að holan muni nýtast til að halda húsum á Suðurnesjum frostfríum, komið upp svipuð staða og í vetur þegar Njarðvíkuræðin brast undan hraunstraumi. Risastór tíðindi í orkuöryggi á Suðurnesjum Auður Agla Óladóttir hjá Ísor, segir að fyrir það fyrsta sé um að ræða algjöra byltingu í hitaveituöryggi Suðurnesjanna. Tilgangur verkefnisins hafi einmitt verið sá að athuga hvort hægt væri að koma á einhverri neyðarhitaveitu, ef upp kæmi svipuð staða og í vetur. Það gæti gerst ef heitavatnsframleiðsla í Svartsengi legðist niður, eða hraunstreymi færi yfir Njarðvíkuræð eins og í vetur. Agla segir að í framhaldinu verði skoðað hvort möguleikar séu á frekari jarðhitaleit og nýtingu á vatninu, en til að byrja með verði holan nýtt sem varahitaveita. Unnið að viðgerð á vatnslögnum frá Svarstengi í vetur.Ívar Fannar Neyðarverkefni vegna eldsumbrotanna Ráðist var í þetta neyðarverkefni á vegum Umhverfis-orku- og loftslagsráðuneytisins í vetur, þar sem lagt var upp með að bora þrjár djúpar tilraunaholur í leit að lághita og koma upp varahitaveitu ef röskum verður á starfsemi hitaveitunnar í Svartsengi vegna eldsumbrota. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra, segir að skrapað hafi verið út úr öllum hirslum ráðuneytisins, til þess að fjármagna verkefnið. Sem betur fer hafi það gengið upp. Fyrsta holan var tilraunaborhola á Njarðvíkurheiði, nálægt Stapafellsvegi. Hún er að gefa um 30 sekúndulítra af um 40 gráðu heitu vatni. Holan við Rockville er að gefa um 30 sekúndulítra af yfir 70 gráðu heitu vatni. Agla segia að borun sé hafin í þriðju holunni, sem er við Vogshól. Það komi í ljós á næstu vikum hvað komi út úr henni. Að þessu verkefni standa HS Orka, Ísor og Umhverfis-orku og loftslagsráðuneytið. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða sá um að bora eftir vatninu. Jarðhiti Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Tengdar fréttir Hjáveitulögn í sundur og ekkert heitt vatn næstu daga Hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur undir miðju hrauni um klukkan 22:30 í kvöld. Vegna þessa berst ekki lengur heitt vatn til Reykjanesbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 10. febrúar 2024 00:48 Hafi unnið þrekvirki í nótt Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 9. febrúar 2024 09:08 Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í tilkynningu segir að holan muni nýtast til að halda húsum á Suðurnesjum frostfríum, komið upp svipuð staða og í vetur þegar Njarðvíkuræðin brast undan hraunstraumi. Risastór tíðindi í orkuöryggi á Suðurnesjum Auður Agla Óladóttir hjá Ísor, segir að fyrir það fyrsta sé um að ræða algjöra byltingu í hitaveituöryggi Suðurnesjanna. Tilgangur verkefnisins hafi einmitt verið sá að athuga hvort hægt væri að koma á einhverri neyðarhitaveitu, ef upp kæmi svipuð staða og í vetur. Það gæti gerst ef heitavatnsframleiðsla í Svartsengi legðist niður, eða hraunstreymi færi yfir Njarðvíkuræð eins og í vetur. Agla segir að í framhaldinu verði skoðað hvort möguleikar séu á frekari jarðhitaleit og nýtingu á vatninu, en til að byrja með verði holan nýtt sem varahitaveita. Unnið að viðgerð á vatnslögnum frá Svarstengi í vetur.Ívar Fannar Neyðarverkefni vegna eldsumbrotanna Ráðist var í þetta neyðarverkefni á vegum Umhverfis-orku- og loftslagsráðuneytisins í vetur, þar sem lagt var upp með að bora þrjár djúpar tilraunaholur í leit að lághita og koma upp varahitaveitu ef röskum verður á starfsemi hitaveitunnar í Svartsengi vegna eldsumbrota. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra, segir að skrapað hafi verið út úr öllum hirslum ráðuneytisins, til þess að fjármagna verkefnið. Sem betur fer hafi það gengið upp. Fyrsta holan var tilraunaborhola á Njarðvíkurheiði, nálægt Stapafellsvegi. Hún er að gefa um 30 sekúndulítra af um 40 gráðu heitu vatni. Holan við Rockville er að gefa um 30 sekúndulítra af yfir 70 gráðu heitu vatni. Agla segia að borun sé hafin í þriðju holunni, sem er við Vogshól. Það komi í ljós á næstu vikum hvað komi út úr henni. Að þessu verkefni standa HS Orka, Ísor og Umhverfis-orku og loftslagsráðuneytið. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða sá um að bora eftir vatninu.
Jarðhiti Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Tengdar fréttir Hjáveitulögn í sundur og ekkert heitt vatn næstu daga Hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur undir miðju hrauni um klukkan 22:30 í kvöld. Vegna þessa berst ekki lengur heitt vatn til Reykjanesbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 10. febrúar 2024 00:48 Hafi unnið þrekvirki í nótt Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 9. febrúar 2024 09:08 Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hjáveitulögn í sundur og ekkert heitt vatn næstu daga Hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur undir miðju hrauni um klukkan 22:30 í kvöld. Vegna þessa berst ekki lengur heitt vatn til Reykjanesbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 10. febrúar 2024 00:48
Hafi unnið þrekvirki í nótt Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 9. febrúar 2024 09:08
Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14