Sport

Dag­skráin í dag: Fyrsti leikur Vestra á Ísa­firði og Pálma Rafns með KR

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Vestri spilar á Ísafirði í dag.
Vestri spilar á Ísafirði í dag. Vestri

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Vestri leikur sinn fyrsta alvöru heimaleik í Bestu deild karla, Pálmi Rafn stýrir sínum fyrsta leik sem aðalþjálfari KR og margt fleira.

Stöð 2 Sport

Íslands- og bikarmeistarar Víkings taka á móti KR í Bestu deild karla klukkan 19.00. Um er að ræða fyrsta leik KR undir stjórn Pálma Rafns Pálmasonar en Gregg Ryder var rekinn á fimmtudag.

Klukkan 21.20 er komið að Ísey Tilþrifunum þar sem farið verður yfir það helsta úr leikjum kvöldsins í Bestu deild karla.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 17.00 er KPMG Women´s PGA Championship-mótið í golfi á dagskrá.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 16.50 hefst útsending úr Kórnum þar sem HK tekur á móti Stjörnunni í Bestu deild karla í fótbolta.

Vodafone Sport

Klukkan 10.25 er Æfing 3 í Formúlu 1 á dagskrá. Klukkan 12.20 er Sprettkeppni Formúlu 2 á dagskrá og klukkan 13.45 er tímataka Formúlu 1 á dagskrá.

Klukkan 17.00 er Opna evrópska í pílu á dagskrá.

Klukkan 23.00 er leikur New York Yankees og Atlanta Braves í MLB-deildinni í hafnabolta á dagskrá.

Besta deildin

Klukkan 13.50 hefst útsending frá Ísafirði þar sem Vestri mætir Val í fyrsta heimaleik sínum í Bestu deild karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×