Þetta staðfestir Heimir Ríkarðsson, lögreglufulltrúi lögreglunnar í Kópavogi, í samtali við Vísi. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni í gær vegna málsins en sérsveitin var kölluð á vettvang um hálf ellefu leytið í gær. Málið er nú til rannsóknar.
Mennirnir tveir sem særðust í gærkvöldi voru fluttir beint á spítala þar sem var hlúið að þeim en þeir eru í stöðugu ástandi að sögn Heimis. Árásarmaðurinn var handtekin skammt frá vettvangi en Heimir gat ekki veitt frekari upplýsingar um aðdraganda líkamsárásarinnar.