„Gjörsamlega óboðlegt og eitthvað sem ég sætti mig bara alls ekki við“ Siggeir Ævarsson skrifar 22. júní 2024 20:03 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var jafnvel enn daufari í dálkinn eftir leik í dag en þegar þessi mynd var tekin Visir/ Hulda Margrét Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var sótillur þegar hann mætti til viðtals eftir að lið hans var kjöldregið 1-5 af Val í dag. Hann var sérstaklega ósáttur með frammistöðu markvarðar síns, William Eskelinen, sem færði gestunum þrjú mörk á silfurfati að hans mati. „Mér fannst bara enginn munur á liðunum í fyrri hálfleik svo er náttúrulega bara einstaklingsgæði sem kosta okkur þennan leik. Menn sem voru fengnir hingað í stórt hlutverk til að hjálpa okkur að sækja stig en það hefur heldur annað gerst með það.“ Davíð var þarna að vísa í frammistöðu William Eskelinen og var spurður hvort hann myndi mögulega gera breytingar á liðinu fyrir næsta leik og jafnvel setja hann á bekkinn. „Það gefur augaleið. Mig langaði nú bara að gera breytingar í miðjum leik. Þetta er algjörlega óboðlegt og fyrir mann, komandi af þessu „level-i“ sem hann kemur frá. Hann verður bara að eiga það við sjálfan sig og bara sorglegt fyrir strákana sem lögðu sig alla í þennan leik. Bara gríðarlega svekkjandi fyrir þá því spilamennska liðsins var mjög góð.“ „Eðilega, undir lok leiks, eru menn farnir að missa trú þegar það er búið að gefa þrjú mörk á silfurfati. Þetta er bara gjörsamlega óboðlegt og eitthvað sem ég sætti mig bara alls ekki við.“ Þetta var annar tapleikur Vestra í röð og situr liðið í 10. sæti Bestu deildarinnar. Liðið á þrjá heimaleiki framundan og Davíð Smári vonast til að liðið nái vopnum sínum. „Mér fannst liðið spila hrikalega vel í dag og það eru einstaklings mistök sem kosta okkur þennan leik í dag. Ég held að það sé erfitt að rökræða það eitthvað. Enn og aftur, í stöðunni 2-1, þegar það er búið að gefa þeim eitt mark þá fannst mér við alveg eiga séns því við fengum fullt af sénsum hér í dag.“ „Við erum bara með vel spilandi lið og erum með góða liðsheild. Það er mjög eðlilegt þegar staðan er orðin 4-1 og þrjú af þessum mörkum eru gjafir að liðið missi dampinn. Sem betur fer höfum við smá tíma fram að næsta leik til að jafna okkur á þessu og gíra okkur aftur í gang og við ætlum okkur að vera erfiðir heim að sækja.“ Allir fimm miðverðir Vestra eru meiddir um þessar mundir en Davíð gat lítið gefið upp um hvenær þeir eru væntanlegir aftur á grasið. „Við vorum með engan, ef það mætti kalla það, hreinræktaðan „hafsent“ í liðinu í dag og þetta hefur verið mikið vandamál hjá okkur. Við erum með fimm „hafsenta“ og þeir eru allir meiddir. Hvenær þeir koma til baka, eins og með Jeppe, það er bara ekki alveg ljóst. Fótbolti Besta deild karla Vestri Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Sjá meira
„Mér fannst bara enginn munur á liðunum í fyrri hálfleik svo er náttúrulega bara einstaklingsgæði sem kosta okkur þennan leik. Menn sem voru fengnir hingað í stórt hlutverk til að hjálpa okkur að sækja stig en það hefur heldur annað gerst með það.“ Davíð var þarna að vísa í frammistöðu William Eskelinen og var spurður hvort hann myndi mögulega gera breytingar á liðinu fyrir næsta leik og jafnvel setja hann á bekkinn. „Það gefur augaleið. Mig langaði nú bara að gera breytingar í miðjum leik. Þetta er algjörlega óboðlegt og fyrir mann, komandi af þessu „level-i“ sem hann kemur frá. Hann verður bara að eiga það við sjálfan sig og bara sorglegt fyrir strákana sem lögðu sig alla í þennan leik. Bara gríðarlega svekkjandi fyrir þá því spilamennska liðsins var mjög góð.“ „Eðilega, undir lok leiks, eru menn farnir að missa trú þegar það er búið að gefa þrjú mörk á silfurfati. Þetta er bara gjörsamlega óboðlegt og eitthvað sem ég sætti mig bara alls ekki við.“ Þetta var annar tapleikur Vestra í röð og situr liðið í 10. sæti Bestu deildarinnar. Liðið á þrjá heimaleiki framundan og Davíð Smári vonast til að liðið nái vopnum sínum. „Mér fannst liðið spila hrikalega vel í dag og það eru einstaklings mistök sem kosta okkur þennan leik í dag. Ég held að það sé erfitt að rökræða það eitthvað. Enn og aftur, í stöðunni 2-1, þegar það er búið að gefa þeim eitt mark þá fannst mér við alveg eiga séns því við fengum fullt af sénsum hér í dag.“ „Við erum bara með vel spilandi lið og erum með góða liðsheild. Það er mjög eðlilegt þegar staðan er orðin 4-1 og þrjú af þessum mörkum eru gjafir að liðið missi dampinn. Sem betur fer höfum við smá tíma fram að næsta leik til að jafna okkur á þessu og gíra okkur aftur í gang og við ætlum okkur að vera erfiðir heim að sækja.“ Allir fimm miðverðir Vestra eru meiddir um þessar mundir en Davíð gat lítið gefið upp um hvenær þeir eru væntanlegir aftur á grasið. „Við vorum með engan, ef það mætti kalla það, hreinræktaðan „hafsent“ í liðinu í dag og þetta hefur verið mikið vandamál hjá okkur. Við erum með fimm „hafsenta“ og þeir eru allir meiddir. Hvenær þeir koma til baka, eins og með Jeppe, það er bara ekki alveg ljóst.
Fótbolti Besta deild karla Vestri Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Sjá meira