„Gjörsamlega óboðlegt og eitthvað sem ég sætti mig bara alls ekki við“ Siggeir Ævarsson skrifar 22. júní 2024 20:03 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var jafnvel enn daufari í dálkinn eftir leik í dag en þegar þessi mynd var tekin Visir/ Hulda Margrét Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var sótillur þegar hann mætti til viðtals eftir að lið hans var kjöldregið 1-5 af Val í dag. Hann var sérstaklega ósáttur með frammistöðu markvarðar síns, William Eskelinen, sem færði gestunum þrjú mörk á silfurfati að hans mati. „Mér fannst bara enginn munur á liðunum í fyrri hálfleik svo er náttúrulega bara einstaklingsgæði sem kosta okkur þennan leik. Menn sem voru fengnir hingað í stórt hlutverk til að hjálpa okkur að sækja stig en það hefur heldur annað gerst með það.“ Davíð var þarna að vísa í frammistöðu William Eskelinen og var spurður hvort hann myndi mögulega gera breytingar á liðinu fyrir næsta leik og jafnvel setja hann á bekkinn. „Það gefur augaleið. Mig langaði nú bara að gera breytingar í miðjum leik. Þetta er algjörlega óboðlegt og fyrir mann, komandi af þessu „level-i“ sem hann kemur frá. Hann verður bara að eiga það við sjálfan sig og bara sorglegt fyrir strákana sem lögðu sig alla í þennan leik. Bara gríðarlega svekkjandi fyrir þá því spilamennska liðsins var mjög góð.“ „Eðilega, undir lok leiks, eru menn farnir að missa trú þegar það er búið að gefa þrjú mörk á silfurfati. Þetta er bara gjörsamlega óboðlegt og eitthvað sem ég sætti mig bara alls ekki við.“ Þetta var annar tapleikur Vestra í röð og situr liðið í 10. sæti Bestu deildarinnar. Liðið á þrjá heimaleiki framundan og Davíð Smári vonast til að liðið nái vopnum sínum. „Mér fannst liðið spila hrikalega vel í dag og það eru einstaklings mistök sem kosta okkur þennan leik í dag. Ég held að það sé erfitt að rökræða það eitthvað. Enn og aftur, í stöðunni 2-1, þegar það er búið að gefa þeim eitt mark þá fannst mér við alveg eiga séns því við fengum fullt af sénsum hér í dag.“ „Við erum bara með vel spilandi lið og erum með góða liðsheild. Það er mjög eðlilegt þegar staðan er orðin 4-1 og þrjú af þessum mörkum eru gjafir að liðið missi dampinn. Sem betur fer höfum við smá tíma fram að næsta leik til að jafna okkur á þessu og gíra okkur aftur í gang og við ætlum okkur að vera erfiðir heim að sækja.“ Allir fimm miðverðir Vestra eru meiddir um þessar mundir en Davíð gat lítið gefið upp um hvenær þeir eru væntanlegir aftur á grasið. „Við vorum með engan, ef það mætti kalla það, hreinræktaðan „hafsent“ í liðinu í dag og þetta hefur verið mikið vandamál hjá okkur. Við erum með fimm „hafsenta“ og þeir eru allir meiddir. Hvenær þeir koma til baka, eins og með Jeppe, það er bara ekki alveg ljóst. Fótbolti Besta deild karla Vestri Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Bayern - Leverkusen | Þýska einvígið hefst Í beinni: Benfica - Barcelona | Tekst að stöðva Yamal? Í beinni: PSG - Liverpool | Fyrri hluti risaeinvígis Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Sjá meira
„Mér fannst bara enginn munur á liðunum í fyrri hálfleik svo er náttúrulega bara einstaklingsgæði sem kosta okkur þennan leik. Menn sem voru fengnir hingað í stórt hlutverk til að hjálpa okkur að sækja stig en það hefur heldur annað gerst með það.“ Davíð var þarna að vísa í frammistöðu William Eskelinen og var spurður hvort hann myndi mögulega gera breytingar á liðinu fyrir næsta leik og jafnvel setja hann á bekkinn. „Það gefur augaleið. Mig langaði nú bara að gera breytingar í miðjum leik. Þetta er algjörlega óboðlegt og fyrir mann, komandi af þessu „level-i“ sem hann kemur frá. Hann verður bara að eiga það við sjálfan sig og bara sorglegt fyrir strákana sem lögðu sig alla í þennan leik. Bara gríðarlega svekkjandi fyrir þá því spilamennska liðsins var mjög góð.“ „Eðilega, undir lok leiks, eru menn farnir að missa trú þegar það er búið að gefa þrjú mörk á silfurfati. Þetta er bara gjörsamlega óboðlegt og eitthvað sem ég sætti mig bara alls ekki við.“ Þetta var annar tapleikur Vestra í röð og situr liðið í 10. sæti Bestu deildarinnar. Liðið á þrjá heimaleiki framundan og Davíð Smári vonast til að liðið nái vopnum sínum. „Mér fannst liðið spila hrikalega vel í dag og það eru einstaklings mistök sem kosta okkur þennan leik í dag. Ég held að það sé erfitt að rökræða það eitthvað. Enn og aftur, í stöðunni 2-1, þegar það er búið að gefa þeim eitt mark þá fannst mér við alveg eiga séns því við fengum fullt af sénsum hér í dag.“ „Við erum bara með vel spilandi lið og erum með góða liðsheild. Það er mjög eðlilegt þegar staðan er orðin 4-1 og þrjú af þessum mörkum eru gjafir að liðið missi dampinn. Sem betur fer höfum við smá tíma fram að næsta leik til að jafna okkur á þessu og gíra okkur aftur í gang og við ætlum okkur að vera erfiðir heim að sækja.“ Allir fimm miðverðir Vestra eru meiddir um þessar mundir en Davíð gat lítið gefið upp um hvenær þeir eru væntanlegir aftur á grasið. „Við vorum með engan, ef það mætti kalla það, hreinræktaðan „hafsent“ í liðinu í dag og þetta hefur verið mikið vandamál hjá okkur. Við erum með fimm „hafsenta“ og þeir eru allir meiddir. Hvenær þeir koma til baka, eins og með Jeppe, það er bara ekki alveg ljóst.
Fótbolti Besta deild karla Vestri Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Bayern - Leverkusen | Þýska einvígið hefst Í beinni: Benfica - Barcelona | Tekst að stöðva Yamal? Í beinni: PSG - Liverpool | Fyrri hluti risaeinvígis Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Sjá meira