Umfangsmiklar breytingar á örorkulífeyriskerfinu samþykktar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. júní 2024 09:54 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Vilhelm Alþingi samþykkti í gærkvöldi frumvarp félags- og vinnumarkaðsráðherra um umfangsmiklar breytingar á örorkulífeyriskerfinu. Alls munu 95 prósent örorkulífeyrisþega fá hærri greiðslur í nýja kerfinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins en þar kemur fram að kerfið muni verða einfaldara og réttlátara. Nýja kerfið tekur gildi þann fyrsta september á næsta ári. „Breytingarnar fela í sér bætta þjónustu, mikilvæga hvata til atvinnuþátttöku og bætt kjör með betra og einfaldara greiðslukerfi. Þá er stuðningur aukinn við fólk meðan á endurhæfingu þess stendur, samvinnu þjónustuaðila komið á og áhersla lögð á að hindra að fólk falli á milli kerfa,“ segir í tilkynningunni. Öll með Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kynnti breytingarnar á kerfinu í apríl undir yfirskriftinni „Öll með“. „Með breytingunum tökum við betur utan um fólk en áður og búum til hvata til að gera því kleift að blómstra. Grunnhugsunin er sú að við séum öll með og skiptum öll máli. Áherslan í nýja kerfinu er á að draga úr hindrunum og aðstoða fólk sem vill og getur stundað atvinnu að gera það – en ekki síður að halda utan um þau sem ekki taka þátt á vinnumarkaði,“ er haft eftir Guðmundi í tilkynningunni. Helstu breytingar Hér fyrir neðan má lesa helstu nýmæli sem fylgja breytingunum í kerfinu: Samvinna þjónustuaðila og samhæfingarteymi: Samhæfingarteymi hafa yfirsýn yfir mál einstaklinga með flóknar þjónustuþarfir. Einstaklingurinn er leiddur á milli þjónustuaðila og skýrt er hvar ábyrgðin liggur. Sjúkra- og endurhæfingargreiðslur: Nýr greiðsluflokkur, sjúkra- og endurhæfingargreiðslur, stoppar í göt sem eru í kerfinu í dag. Með þeim er komið á samfelldu greiðslutímabili fyrir fólk sem þarf á endurhæfingu að halda vegna langvarandi eða alvarlegs heilsubrests. Örorkulífeyrir í nýju kerfi: Tveir greiðsluflokkar almannatrygginga og einn greiðsluflokkur félagslegrar aðstoðar sameinast í einn flokk: Örorkulífeyri. Breytingarnar auka ekki einungis réttindi örorkulífeyrisþega heldur mun langstærstur hluti þeirra sem fá greiddan örorkulífeyri samkvæmt gildandi lögum fá hærri greiðslur í nýja kerfinu. Hlutaörorkulífeyrir: Hlutaörorkulífeyrir er nýmæli sem ætlað er að tryggja betur afkomu þeirra sem geta unnið hlutastörf. Hann hefur í för með sér verulega aukinn stuðning við þau sem ekki hafa fulla getu til virkni á vinnumarkaði en sem þó eru talin geta tekið þátt á vinnumarkaði að einhverju leyti. Dregið úr hindrunum: Fólk sem fær greiddan örorkulífeyri getur í nýju kerfi haft 100.000 kr. í tekjur á mánuði án þess að greiðslur til þess lækki. Fólk sem fær greiddan hlutaörorkulífeyri og er í hlutastarfi getur haft 350.000 kr. í tekjur á mánuði án þess að greiðslur til þess lækki. Virknistyrkur: Virknistyrkur grípur fólk sem á rétt á hlutaörorkulífeyri meðan það leitar að vinnu með aðstoð Vinnumálastofnunar í allt að 24 mánuði. Félagsmál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Bein útsending: Fara yfir breytingar á örorkulífeyriskerfinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kynnir umfangsmiklar breytingar á örorkulífeyriskerfi íslands í dag. Breytingin ber yfirskriftina „Öll með“ og er markmið þeirra að einfalda kerfið, draga úr tekjutengingum og gera það réttlátara. 22. apríl 2024 10:01 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins en þar kemur fram að kerfið muni verða einfaldara og réttlátara. Nýja kerfið tekur gildi þann fyrsta september á næsta ári. „Breytingarnar fela í sér bætta þjónustu, mikilvæga hvata til atvinnuþátttöku og bætt kjör með betra og einfaldara greiðslukerfi. Þá er stuðningur aukinn við fólk meðan á endurhæfingu þess stendur, samvinnu þjónustuaðila komið á og áhersla lögð á að hindra að fólk falli á milli kerfa,“ segir í tilkynningunni. Öll með Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kynnti breytingarnar á kerfinu í apríl undir yfirskriftinni „Öll með“. „Með breytingunum tökum við betur utan um fólk en áður og búum til hvata til að gera því kleift að blómstra. Grunnhugsunin er sú að við séum öll með og skiptum öll máli. Áherslan í nýja kerfinu er á að draga úr hindrunum og aðstoða fólk sem vill og getur stundað atvinnu að gera það – en ekki síður að halda utan um þau sem ekki taka þátt á vinnumarkaði,“ er haft eftir Guðmundi í tilkynningunni. Helstu breytingar Hér fyrir neðan má lesa helstu nýmæli sem fylgja breytingunum í kerfinu: Samvinna þjónustuaðila og samhæfingarteymi: Samhæfingarteymi hafa yfirsýn yfir mál einstaklinga með flóknar þjónustuþarfir. Einstaklingurinn er leiddur á milli þjónustuaðila og skýrt er hvar ábyrgðin liggur. Sjúkra- og endurhæfingargreiðslur: Nýr greiðsluflokkur, sjúkra- og endurhæfingargreiðslur, stoppar í göt sem eru í kerfinu í dag. Með þeim er komið á samfelldu greiðslutímabili fyrir fólk sem þarf á endurhæfingu að halda vegna langvarandi eða alvarlegs heilsubrests. Örorkulífeyrir í nýju kerfi: Tveir greiðsluflokkar almannatrygginga og einn greiðsluflokkur félagslegrar aðstoðar sameinast í einn flokk: Örorkulífeyri. Breytingarnar auka ekki einungis réttindi örorkulífeyrisþega heldur mun langstærstur hluti þeirra sem fá greiddan örorkulífeyri samkvæmt gildandi lögum fá hærri greiðslur í nýja kerfinu. Hlutaörorkulífeyrir: Hlutaörorkulífeyrir er nýmæli sem ætlað er að tryggja betur afkomu þeirra sem geta unnið hlutastörf. Hann hefur í för með sér verulega aukinn stuðning við þau sem ekki hafa fulla getu til virkni á vinnumarkaði en sem þó eru talin geta tekið þátt á vinnumarkaði að einhverju leyti. Dregið úr hindrunum: Fólk sem fær greiddan örorkulífeyri getur í nýju kerfi haft 100.000 kr. í tekjur á mánuði án þess að greiðslur til þess lækki. Fólk sem fær greiddan hlutaörorkulífeyri og er í hlutastarfi getur haft 350.000 kr. í tekjur á mánuði án þess að greiðslur til þess lækki. Virknistyrkur: Virknistyrkur grípur fólk sem á rétt á hlutaörorkulífeyri meðan það leitar að vinnu með aðstoð Vinnumálastofnunar í allt að 24 mánuði.
Félagsmál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Bein útsending: Fara yfir breytingar á örorkulífeyriskerfinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kynnir umfangsmiklar breytingar á örorkulífeyriskerfi íslands í dag. Breytingin ber yfirskriftina „Öll með“ og er markmið þeirra að einfalda kerfið, draga úr tekjutengingum og gera það réttlátara. 22. apríl 2024 10:01 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Bein útsending: Fara yfir breytingar á örorkulífeyriskerfinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kynnir umfangsmiklar breytingar á örorkulífeyriskerfi íslands í dag. Breytingin ber yfirskriftina „Öll með“ og er markmið þeirra að einfalda kerfið, draga úr tekjutengingum og gera það réttlátara. 22. apríl 2024 10:01