Rektor HR segir mikilvægt að verja valfrelsi nemenda Lovísa Arnardóttir skrifar 23. júní 2024 13:11 Rektor heldur ræðu. Mynd/Mummi Lú Alls útskrifuðust 692 nemendur frá Háskólanum í Reykjavík í gær með alls 701 prófgráðu. Í ræðu sinni ræddi Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, meðal annars þá ákvörðun HR fyrr á árinu að afnema ekki skólagjöld, í kjölfar tilboðs frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu um fulla fjármögnun ríkisins gegn afnámi skólagjalda. Frá og með næstu haustönn verður HR eini háskólinn á Íslandi sem er að hluta til fjármagnaður með skólagjöldum. „Sú staða kallar á að við hugsum afar skýrt hvernig skóli við viljum vera og af hverju við leyfum okkur að innheimta skólagjöld. Hver er framtíðarsýnin, hver er sérstaðan og hvernig stöndum við okkur? Framtíðarsýnin er einföld: Við ætlum að undirbúa samfélagið fyrir framtíðina með því að bjóða frábært nám, praktískt og akademískt, og skapa þekkingu sem breytir heiminum, standandi öðrum fætinum í alþjóðlegu vísindasamstarfi og hinum í íslensku samfélagi og atvinnulífi. Sú blanda skiptir máli og það skiptir máli að standa vörð um valfrelsi nemenda og að íslenskt háskóla- og vísindastarf sé margradda,“ sagði Ragnhildur í ræðu sinni. Nemendur taka við skírteini.Mynd/Mummi Lú Hvað sérstöðuna varðaði þá nefndi nemendur fjölbreyttar ástæður fyrir því að velja HR. „Nemendur nefna margir gæði námsins, aðrir hlýjuna, sumir alþjóðatengslin og enn aðrir smæðina. Skurðpunkturinn er þó alltaf sú áhersla HR að vera nemendamiðaður skóli þar sem nemendur fá tækifæri til að vaxa – en athugið að þótt við leggjum mikið upp úr því að mæta hverjum og einum þar sem hann er, þá sláum við auðvitað ekkert af kröfunum. Þá værum við að fórna framtíðarsýninni og það gerum við ekki.“ Brautskráningu skipt í tvennt Fyrir hádegi í gær var brautskráning af tæknisviði og eftir hádegi var brautskráning af samfélagssviði. Báðar athafnir fóru fram í Eldborg í Hörpu. Nemendur fagna að útskrift lokinni.Mynd/Mummi Lú 340 nemendur útskrifuðust af tæknisviði, 226 karlmenn og 114 konur. 264 útskrifuðust úr grunnnámi, 73 úr meistaranámi og fjórir úr doktorsnámi. 55 nemendur útskrifuðust úr grunnnámi við iðn- og tæknifræðideild. Frá tölvunarfræðideild útskrifuðust 111 úr grunnnámi, 15 úr meistaranámi og tveir úr doktorsnámi. 98 nemendur útskrifuðust úr grunnnámi frá verkfræðideild, 58 úr meistaranámi og tveir úr doktorsnámi. 352 nemendur útskrifuðust af samfélagssviði, 127 karlmenn og 225 konur. 220 útskrifuðust úr grunnnámi og 132 úr meistaranámi. 36 nemendur útskrifuðust úr grunnnámi við íþróttafræðideild og 15 úr meistaranámi. Frá lagadeild útskrifuðust 41 úr grunnnámi og 37 úr meistaranámi. 63 útskrifuðust úr grunnnámi við sálfræðideild og 34 úr meistaranámi. Frá viðskipta- og hagfræðideild útskrifuðust 80 úr grunnnámi og 46 úr meistaranámi. Samfylgdin ómetanleg Þeir Jakob Daníelsson, sem útskrifaðist með BSc-próf í hátækniverkfræði, og Aron Heimisson, sem útskrifaðist með BSc-próf í sálfræði, héldu hátíðarræður fyrir hönd útskriftarnema. Báðir ræddu þeir mikilvægi þess að njóta félagsskapar og stuðnings samnemenda. Nemendur fagna að útskrift lokinni.Mynd/Mummi Lú „Það er eflaust hægt að komast í gegnum námið einn og óstuddur. En það sem hefur gert háskólagönguna ómetanlega er samfylgdin með skólafélögum, að fá að kynnast nýjum vinum í gegnum námið og að fá að vinna með þeim á hverjum degi,“ sagði Jakob og Aron var á svipuðum nótum: „Hér kynntist ég fólki sem mun fylgja mér út ævina og það, fyrir mér, trompar allt annað. Fólkinu kynntist ég ýmist innan sálfræðinnar eða utan hennar, t.a.m. í þverfaglegum áföngum sem skólinn býður upp á og á hinum ýmsu viðburðum sem haldnir eru af nemendafélaginu; vísindaferðum, árshátíðum, skíðaferðum og svo mætti lengi telja.“ Skóla- og menntamál Háskólar Reykjavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Fleiri karlar en konur sóttu um nám í HR Aldrei hafa fleiri umsóknir borist um nám í Háskólanum í Reykjavík en fyrir haustönn þessa árs. Heildarfjöldi umsókna, að meðtöldum óyfirförnum umsóknum erlendis frá, er tæplega 4400 en var um 4200 síðasta vor. Um 53 prósent umsækenda voru karlar. 6. júní 2024 15:56 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Frá og með næstu haustönn verður HR eini háskólinn á Íslandi sem er að hluta til fjármagnaður með skólagjöldum. „Sú staða kallar á að við hugsum afar skýrt hvernig skóli við viljum vera og af hverju við leyfum okkur að innheimta skólagjöld. Hver er framtíðarsýnin, hver er sérstaðan og hvernig stöndum við okkur? Framtíðarsýnin er einföld: Við ætlum að undirbúa samfélagið fyrir framtíðina með því að bjóða frábært nám, praktískt og akademískt, og skapa þekkingu sem breytir heiminum, standandi öðrum fætinum í alþjóðlegu vísindasamstarfi og hinum í íslensku samfélagi og atvinnulífi. Sú blanda skiptir máli og það skiptir máli að standa vörð um valfrelsi nemenda og að íslenskt háskóla- og vísindastarf sé margradda,“ sagði Ragnhildur í ræðu sinni. Nemendur taka við skírteini.Mynd/Mummi Lú Hvað sérstöðuna varðaði þá nefndi nemendur fjölbreyttar ástæður fyrir því að velja HR. „Nemendur nefna margir gæði námsins, aðrir hlýjuna, sumir alþjóðatengslin og enn aðrir smæðina. Skurðpunkturinn er þó alltaf sú áhersla HR að vera nemendamiðaður skóli þar sem nemendur fá tækifæri til að vaxa – en athugið að þótt við leggjum mikið upp úr því að mæta hverjum og einum þar sem hann er, þá sláum við auðvitað ekkert af kröfunum. Þá værum við að fórna framtíðarsýninni og það gerum við ekki.“ Brautskráningu skipt í tvennt Fyrir hádegi í gær var brautskráning af tæknisviði og eftir hádegi var brautskráning af samfélagssviði. Báðar athafnir fóru fram í Eldborg í Hörpu. Nemendur fagna að útskrift lokinni.Mynd/Mummi Lú 340 nemendur útskrifuðust af tæknisviði, 226 karlmenn og 114 konur. 264 útskrifuðust úr grunnnámi, 73 úr meistaranámi og fjórir úr doktorsnámi. 55 nemendur útskrifuðust úr grunnnámi við iðn- og tæknifræðideild. Frá tölvunarfræðideild útskrifuðust 111 úr grunnnámi, 15 úr meistaranámi og tveir úr doktorsnámi. 98 nemendur útskrifuðust úr grunnnámi frá verkfræðideild, 58 úr meistaranámi og tveir úr doktorsnámi. 352 nemendur útskrifuðust af samfélagssviði, 127 karlmenn og 225 konur. 220 útskrifuðust úr grunnnámi og 132 úr meistaranámi. 36 nemendur útskrifuðust úr grunnnámi við íþróttafræðideild og 15 úr meistaranámi. Frá lagadeild útskrifuðust 41 úr grunnnámi og 37 úr meistaranámi. 63 útskrifuðust úr grunnnámi við sálfræðideild og 34 úr meistaranámi. Frá viðskipta- og hagfræðideild útskrifuðust 80 úr grunnnámi og 46 úr meistaranámi. Samfylgdin ómetanleg Þeir Jakob Daníelsson, sem útskrifaðist með BSc-próf í hátækniverkfræði, og Aron Heimisson, sem útskrifaðist með BSc-próf í sálfræði, héldu hátíðarræður fyrir hönd útskriftarnema. Báðir ræddu þeir mikilvægi þess að njóta félagsskapar og stuðnings samnemenda. Nemendur fagna að útskrift lokinni.Mynd/Mummi Lú „Það er eflaust hægt að komast í gegnum námið einn og óstuddur. En það sem hefur gert háskólagönguna ómetanlega er samfylgdin með skólafélögum, að fá að kynnast nýjum vinum í gegnum námið og að fá að vinna með þeim á hverjum degi,“ sagði Jakob og Aron var á svipuðum nótum: „Hér kynntist ég fólki sem mun fylgja mér út ævina og það, fyrir mér, trompar allt annað. Fólkinu kynntist ég ýmist innan sálfræðinnar eða utan hennar, t.a.m. í þverfaglegum áföngum sem skólinn býður upp á og á hinum ýmsu viðburðum sem haldnir eru af nemendafélaginu; vísindaferðum, árshátíðum, skíðaferðum og svo mætti lengi telja.“
Skóla- og menntamál Háskólar Reykjavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Fleiri karlar en konur sóttu um nám í HR Aldrei hafa fleiri umsóknir borist um nám í Háskólanum í Reykjavík en fyrir haustönn þessa árs. Heildarfjöldi umsókna, að meðtöldum óyfirförnum umsóknum erlendis frá, er tæplega 4400 en var um 4200 síðasta vor. Um 53 prósent umsækenda voru karlar. 6. júní 2024 15:56 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Fleiri karlar en konur sóttu um nám í HR Aldrei hafa fleiri umsóknir borist um nám í Háskólanum í Reykjavík en fyrir haustönn þessa árs. Heildarfjöldi umsókna, að meðtöldum óyfirförnum umsóknum erlendis frá, er tæplega 4400 en var um 4200 síðasta vor. Um 53 prósent umsækenda voru karlar. 6. júní 2024 15:56
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda