„Skilur enginn af hverju íþróttirnar eru bara að fá brot af þessum upphæðum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. júní 2024 09:30 Andri er framkvæmdastjóri ÍSÍ. vísir/einar Framkvæmdastjóri ÍSÍ segir að styrkir til afreksíþrótta þurfi að þrefaldast til að hægt sé að halda úti mannsæmandi afreksstarfi. Framlag ríkisins í afrekssjóð fyrir öll sérsambönd ÍSÍ er um 390 milljónir og hefur sú tala haldist óbreytt frá árinu 2020. Andri Stefánsson segir að ríkið komið of lítið að afreksstarfi á Íslandi. „Þetta þarf að vera þjóðarátak. Það þurfa allir að koma að þessu og þarf í rauninni að margfalda þá upphæð sem er að fara inn í afrekssjóð. Í dag erum við að horfa á það fyrir næsta ár að það verða að koma inn aukapeningar. Við erum að stilla því upp að lágmarkstala í því þyrfti að vera í kringum átta hundruð milljónir aukalega,“ segir Andri framkvæmdarstjóri ÍSÍ í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Börn og ungmenni hafa þurft að safna sér allt upp í sex hundruð þúsund króna til þess eins að koma sér í landsliðsferðir. Hefur ekki fylgt verðlagshækkunum „Við fengum góða hækkun á afrekssjóðnum árið 2016 sem var til fjögurra ára og þá fór hann upp í fjögur hundruð milljónir. Hann er minni en það í dag, eða 392 milljónir og því er búið að skerða það líka. Bara verðlagshækkanir myndir þýða að þessi sjóður ætti að vera allavega 150 milljónum hærri bara til að halda því verðlagi sem var í kringum 2016.“ Alþingi samþykkti á laugardaginn breytingu á lögum um listamannalaun sem fela í sér fjölgun árlegra úthlutunarmánaða. Andri segist skilja vel að fólk innan íþróttahreyfingarinnar telji sig hlunnfarið þegar kemur að fjárstuðningi ríkisins. „Við erum oft borin saman við menninguna eða listir eða aðrir sem eru að fá hækkanir eða verulega styrki frá ríkinu. Það skilur enginn af hverju íþróttirnar eru bara að fá brot af þessum upphæðum. Við erum að tala um 34 sérsambönd sem eru undir einum hatti og við erum að reyna ná utan um það heildstætt sem ein íþróttahreyfing. Þetta er líka langstærsta hreyfingin á landinu sem kemur að börnum og unglingum.“ Hann segist vilja sjá ríkið þrefalda fjármunina í afrekssjóðinn. „Við myndum vilja sjá átta hundruð milljónir til viðbótar við þessar fjögur hundruð tæpar sem eru að koma inn í afrekssjóðinn,“ segir Andri en hér að neðan má sjá viðtalið frá því í Sportpakkanum í gærkvöldi. Klippa: Afrekssjóður þarf að fara úr 400 í 1200 milljónir ÍSÍ Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Sjá meira
Framlag ríkisins í afrekssjóð fyrir öll sérsambönd ÍSÍ er um 390 milljónir og hefur sú tala haldist óbreytt frá árinu 2020. Andri Stefánsson segir að ríkið komið of lítið að afreksstarfi á Íslandi. „Þetta þarf að vera þjóðarátak. Það þurfa allir að koma að þessu og þarf í rauninni að margfalda þá upphæð sem er að fara inn í afrekssjóð. Í dag erum við að horfa á það fyrir næsta ár að það verða að koma inn aukapeningar. Við erum að stilla því upp að lágmarkstala í því þyrfti að vera í kringum átta hundruð milljónir aukalega,“ segir Andri framkvæmdarstjóri ÍSÍ í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Börn og ungmenni hafa þurft að safna sér allt upp í sex hundruð þúsund króna til þess eins að koma sér í landsliðsferðir. Hefur ekki fylgt verðlagshækkunum „Við fengum góða hækkun á afrekssjóðnum árið 2016 sem var til fjögurra ára og þá fór hann upp í fjögur hundruð milljónir. Hann er minni en það í dag, eða 392 milljónir og því er búið að skerða það líka. Bara verðlagshækkanir myndir þýða að þessi sjóður ætti að vera allavega 150 milljónum hærri bara til að halda því verðlagi sem var í kringum 2016.“ Alþingi samþykkti á laugardaginn breytingu á lögum um listamannalaun sem fela í sér fjölgun árlegra úthlutunarmánaða. Andri segist skilja vel að fólk innan íþróttahreyfingarinnar telji sig hlunnfarið þegar kemur að fjárstuðningi ríkisins. „Við erum oft borin saman við menninguna eða listir eða aðrir sem eru að fá hækkanir eða verulega styrki frá ríkinu. Það skilur enginn af hverju íþróttirnar eru bara að fá brot af þessum upphæðum. Við erum að tala um 34 sérsambönd sem eru undir einum hatti og við erum að reyna ná utan um það heildstætt sem ein íþróttahreyfing. Þetta er líka langstærsta hreyfingin á landinu sem kemur að börnum og unglingum.“ Hann segist vilja sjá ríkið þrefalda fjármunina í afrekssjóðinn. „Við myndum vilja sjá átta hundruð milljónir til viðbótar við þessar fjögur hundruð tæpar sem eru að koma inn í afrekssjóðinn,“ segir Andri en hér að neðan má sjá viðtalið frá því í Sportpakkanum í gærkvöldi. Klippa: Afrekssjóður þarf að fara úr 400 í 1200 milljónir
ÍSÍ Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Sjá meira