Braut gegn tveimur konum og þremur unglingsstúlkum Jón Þór Stefánsson skrifar 24. júní 2024 18:08 Af þeim fimm brotum sem maðurinn hefur verið dæmdur fyrir á þessu ári áttu þrjú þeirra sér stað í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í þessum mánuði vegna tveggja kynferðisbrota. Sami maður hlaut átta mánaða fangelsisdóm í apríl vegna kynferðisbrota í garð þriggja unglingsstúlkna. Brotin sem maðurinn var sakfelldur fyrir í þessum mánuði áttu sér stað í mars og október á síðasta ári. Annars vegar var hann ákærður fyrir að ganga að glugga, bera kynfæri sín og handleika þau. Kona varð vitni af atvikinu. Hins vegar var honum gefið að sök að spyrja aðra konu hvað klukkan væri og í beinu framhaldi bera kynfæri sín. Samkvæmt heimildum fréttastofu framdi hann fyrra brotið á Háskólatorgi í Háskóla Íslands, en seinna brotið við verslunina Corner Market á Laugavegi. Maðurinn þótti með athæfi sínu hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi sem væri til þess fallið að særa blygðunarsemi þeirra sem urðu vitni af framgöngu mannsins. Á sér engar málsbætur Maðurinn neitaði sök, en dómnum þótti framburður hans ótruverðugur og óskýr. Hins vegar þótti framburður kvennanna tveggja trúverðugur. Í dómnum segir að maðurinn hafi brotið gróflega geng réttindum kvennanna tveggja sem voru einar á ferð og áttu sér einskis ills von. Brotavilji mannsins hafi verið sterkur og einbeittur og hann eigi sér engar málsbætur. Líkt og áður segir hlýtur maðurinn fjögurra mánaða fangelsisdóm, og er gert að greiða konunum tveimur 400 þúsund krónur hvorri um sig. Braut gegn þremur unglingsstúlkum Þessi sami maður hlaut dóm í apríl síðastliðnum í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna þriggja kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. Eitt þeirra brota var framið í janúar 2021, en þar var manninum gefið að sök að áreita þrettán ára stúlku kynferðislega í anddyri kirkju í Reykjavík. Hann var ákærður fyrir að segja við stúlkuna að hún væri falleg, taka í hönd hennar og kyssa höndina. Þá kyssti hann stúlkuna á munninn, snerti og nuddaði kynfærasvæði hennar utankæða. Síðan spurði hann hana hvort þau ætluðu að gera „þetta“ á eftir. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í báðum málinum.Vísir/Vilhelm Hin tvö brotin áttu sér stað á sama degi í júní 2022, bæði fyrir utan verslun við Austurstræti í Reykjavík. Annars vegar var maðurinn ákærður fyrir að grípa um rass fjórtán ára stúlku og kreista. Og hins vegar fyrir að grípa um kynfærasvæði annarrar fjórtán ára stúlku utanklæða. Maðurinn neitaði jafnframt sök í þessu máli, en dómnum þótti framburður hans óskýr og ótrúverðugur. Maðurinn hlaut átta mánaða fangelsisdóm í því máli, og var gert að greiða stúlkunni í fyrstnefnda málinu sjöhundruð þúsund krónur. Ekki voru lagðar fram miskabótakröfur fyrir hönd hinna tveggja. Lét sér ekki segjast Þess má geta að maðurinn, sem er af erlendu bergi brotinn, hefur áður hlotið dóm á Íslandi fyrir kynferðisbrot. Árið 2022 hlaut hann þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm í Landsrétti fyrir að teygja sig inn um glugga bíls, strjúka konu sem var inni í bílnum um hendur, læri, baki, læri og mjaðmir, og kyssa hendur hennar. Í dómnum frá því í apríl er minnst á þennan dóm Landsréttar. Hann hafi skömmu fyrir brotin í júní 2022 verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi, lét sér ekki segjast. Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Brotin sem maðurinn var sakfelldur fyrir í þessum mánuði áttu sér stað í mars og október á síðasta ári. Annars vegar var hann ákærður fyrir að ganga að glugga, bera kynfæri sín og handleika þau. Kona varð vitni af atvikinu. Hins vegar var honum gefið að sök að spyrja aðra konu hvað klukkan væri og í beinu framhaldi bera kynfæri sín. Samkvæmt heimildum fréttastofu framdi hann fyrra brotið á Háskólatorgi í Háskóla Íslands, en seinna brotið við verslunina Corner Market á Laugavegi. Maðurinn þótti með athæfi sínu hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi sem væri til þess fallið að særa blygðunarsemi þeirra sem urðu vitni af framgöngu mannsins. Á sér engar málsbætur Maðurinn neitaði sök, en dómnum þótti framburður hans ótruverðugur og óskýr. Hins vegar þótti framburður kvennanna tveggja trúverðugur. Í dómnum segir að maðurinn hafi brotið gróflega geng réttindum kvennanna tveggja sem voru einar á ferð og áttu sér einskis ills von. Brotavilji mannsins hafi verið sterkur og einbeittur og hann eigi sér engar málsbætur. Líkt og áður segir hlýtur maðurinn fjögurra mánaða fangelsisdóm, og er gert að greiða konunum tveimur 400 þúsund krónur hvorri um sig. Braut gegn þremur unglingsstúlkum Þessi sami maður hlaut dóm í apríl síðastliðnum í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna þriggja kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. Eitt þeirra brota var framið í janúar 2021, en þar var manninum gefið að sök að áreita þrettán ára stúlku kynferðislega í anddyri kirkju í Reykjavík. Hann var ákærður fyrir að segja við stúlkuna að hún væri falleg, taka í hönd hennar og kyssa höndina. Þá kyssti hann stúlkuna á munninn, snerti og nuddaði kynfærasvæði hennar utankæða. Síðan spurði hann hana hvort þau ætluðu að gera „þetta“ á eftir. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í báðum málinum.Vísir/Vilhelm Hin tvö brotin áttu sér stað á sama degi í júní 2022, bæði fyrir utan verslun við Austurstræti í Reykjavík. Annars vegar var maðurinn ákærður fyrir að grípa um rass fjórtán ára stúlku og kreista. Og hins vegar fyrir að grípa um kynfærasvæði annarrar fjórtán ára stúlku utanklæða. Maðurinn neitaði jafnframt sök í þessu máli, en dómnum þótti framburður hans óskýr og ótrúverðugur. Maðurinn hlaut átta mánaða fangelsisdóm í því máli, og var gert að greiða stúlkunni í fyrstnefnda málinu sjöhundruð þúsund krónur. Ekki voru lagðar fram miskabótakröfur fyrir hönd hinna tveggja. Lét sér ekki segjast Þess má geta að maðurinn, sem er af erlendu bergi brotinn, hefur áður hlotið dóm á Íslandi fyrir kynferðisbrot. Árið 2022 hlaut hann þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm í Landsrétti fyrir að teygja sig inn um glugga bíls, strjúka konu sem var inni í bílnum um hendur, læri, baki, læri og mjaðmir, og kyssa hendur hennar. Í dómnum frá því í apríl er minnst á þennan dóm Landsréttar. Hann hafi skömmu fyrir brotin í júní 2022 verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi, lét sér ekki segjast.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira