„Hluti af heild sem við skiljum ekki“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. júní 2024 10:18 Unnar Ari Baldvinsson er að opna listasýningu á Mýrargötu 18 næsta föstudag. Sunna Ben „Í gegnum þessa rannsókn vonast ég til þess að draga fram ró og jafnvægi,“ segir myndlistarmaðurinn Unnar Ari Baldvinsson. Hann opnar sýningu í versluninni La Boutique Design að Mýrargötu næstkomandi föstudag. Blaðamaður ræddi við Unnar Ara en verk hans, sem einkennast gjarnan af einföldum formum og sterkri litanotkun, hafa vakið athygli á síðastliðnum árum. Form og óform Verkin á sýningunni snúast um sterk og einföld form, skýra liti og tómið þar á milli. „Hvað er form ef ekkert er í kringum það? Í verkum mínum kanna ég jafnvægi neikvæðs rýmis og formanna sem það fyllir. Þetta er tilraun til að skapa einfalt en áhrifamikið samspil á milli þess sem er og það sem er ekki. Form og óform. Málverkin eru í sambandi við sjálft sig og stjórna rýminu sem þau hanga í. Það hvetur áhorfandann til þess að taka eftir tómu og föstu formunum, rýminu og plássinu sem verkið tekur. Þetta óræða form dregur mann inn, leiðir augað og býður áhorfandanum upp á nánari skoðun á verki eða rýminu sem það hangir í. Ramminn eða striginn gegnir svipuðu hlutverki og gluggi sem sýnir aðeins hluta af samsetningu alls,“ segir Unnar Ari um sýninguna. Meðal verka Unnars Ara.Unnar Ari Deilum tímanum með öllu sem er að gerast núna Hið óræða er honum hugleikið og sömuleiðis tilvistarlegar spurningar. „Það er margt í gangi í alheiminum sem við erum hvorki meðvituð um né skynjum. Á hafsbotninum, í geimnum, inni í líkama okkar og í rauninni alls staðar. Orka, tíðni, efni og tómarúm. Okkar söguþráður og okkar daglega líf er auðvitað ekki allt sem er að gerast í heiminum heldur sjáum við, finnum og heyrum bara agnarsmátt brot af því. Samt er þetta allt til og við deilum tímanum með öllu sem er að gerast núna. Verkin eru hluti af heild sem við skiljum ekki en við getum velt fyrir okkur því sem við ákveðum að horfa á. Í gegnum þessa rannsókn vonast ég til þess að draga fram ró og jafnvægi, tengingu á milli tómleika og því áþreifanlega. Hvert verk býður áhorfandanum að staldra við, íhuga og skilgreina bæði formin og óformin og ég vil leyfa rýminu að tengja saman verkið og þann sem er að horfa.“ View this post on Instagram A post shared by Unnar Ari Baldvinsson (@unnar.ari.baldvinsson) Regla í óreglu Unnar Ari hefur verið að skoða rýmið inni í rammanum í svolítinn tíma. „Ég hef líka verið að gera tilraunir með það að rugla í jafnvæginu á rammanum. Núna er ég að prófa að brjóta upp rammann og búa til fleti sem rugla í rýminu sjálfu. Þannig að það mætti segja að þessi óform séu tilraun til þess að rugla í jafnvæginu á veggnum sem ber verkið. Hringurinn hefur verið andstæða rammans en á sama tíma hefur hringurinn haldið honum uppi. Málverkið eða tilvera hringsins býr til tilfinningu um tíma inni í föstu formi. Regla í óreglu, form í óformi, eitt eða annað, bæði í einu,“ segir Unnar Ari brosandi að lokum. Sýningin opnar sem áður segir næstkomandi föstudag klukkan 17:00 og eru öll verk til sölu. Myndlist Menning Sýningar á Íslandi Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Form og óform Verkin á sýningunni snúast um sterk og einföld form, skýra liti og tómið þar á milli. „Hvað er form ef ekkert er í kringum það? Í verkum mínum kanna ég jafnvægi neikvæðs rýmis og formanna sem það fyllir. Þetta er tilraun til að skapa einfalt en áhrifamikið samspil á milli þess sem er og það sem er ekki. Form og óform. Málverkin eru í sambandi við sjálft sig og stjórna rýminu sem þau hanga í. Það hvetur áhorfandann til þess að taka eftir tómu og föstu formunum, rýminu og plássinu sem verkið tekur. Þetta óræða form dregur mann inn, leiðir augað og býður áhorfandanum upp á nánari skoðun á verki eða rýminu sem það hangir í. Ramminn eða striginn gegnir svipuðu hlutverki og gluggi sem sýnir aðeins hluta af samsetningu alls,“ segir Unnar Ari um sýninguna. Meðal verka Unnars Ara.Unnar Ari Deilum tímanum með öllu sem er að gerast núna Hið óræða er honum hugleikið og sömuleiðis tilvistarlegar spurningar. „Það er margt í gangi í alheiminum sem við erum hvorki meðvituð um né skynjum. Á hafsbotninum, í geimnum, inni í líkama okkar og í rauninni alls staðar. Orka, tíðni, efni og tómarúm. Okkar söguþráður og okkar daglega líf er auðvitað ekki allt sem er að gerast í heiminum heldur sjáum við, finnum og heyrum bara agnarsmátt brot af því. Samt er þetta allt til og við deilum tímanum með öllu sem er að gerast núna. Verkin eru hluti af heild sem við skiljum ekki en við getum velt fyrir okkur því sem við ákveðum að horfa á. Í gegnum þessa rannsókn vonast ég til þess að draga fram ró og jafnvægi, tengingu á milli tómleika og því áþreifanlega. Hvert verk býður áhorfandanum að staldra við, íhuga og skilgreina bæði formin og óformin og ég vil leyfa rýminu að tengja saman verkið og þann sem er að horfa.“ View this post on Instagram A post shared by Unnar Ari Baldvinsson (@unnar.ari.baldvinsson) Regla í óreglu Unnar Ari hefur verið að skoða rýmið inni í rammanum í svolítinn tíma. „Ég hef líka verið að gera tilraunir með það að rugla í jafnvæginu á rammanum. Núna er ég að prófa að brjóta upp rammann og búa til fleti sem rugla í rýminu sjálfu. Þannig að það mætti segja að þessi óform séu tilraun til þess að rugla í jafnvæginu á veggnum sem ber verkið. Hringurinn hefur verið andstæða rammans en á sama tíma hefur hringurinn haldið honum uppi. Málverkið eða tilvera hringsins býr til tilfinningu um tíma inni í föstu formi. Regla í óreglu, form í óformi, eitt eða annað, bæði í einu,“ segir Unnar Ari brosandi að lokum. Sýningin opnar sem áður segir næstkomandi föstudag klukkan 17:00 og eru öll verk til sölu.
Myndlist Menning Sýningar á Íslandi Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira