Mygla og spilliefni hafi flækt framkvæmdirnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. júní 2024 22:30 Kjartan Smári Höskuldsson framkvæmdastjóri Íslandssjóða áætlar að niðurrifinu við Íslandsbanka ljúki eftir nokkrar vikur. Vísir/Bjarni Fokdýrum framkvæmdum við niðurrif gamla frystihússins á Kirkjusandi fer senn að ljúka og stefnt á að hefja uppbyggingu yfir tvöhundruð íbúða á svæðinu í haust. Árum saman hefur húsið staðið tómt síðan rakaskemmdir komu í ljós. Það er ekki mikið eftir af byggingunni hér á Kirkjusandi. Niðurrifsverkefnið er flókið, einkum í ljósi þess að í húsinu var mygla og önnur spilliefni, svo allt þurfti að flokka og efninu að farga eftir kúnstarinnar reglum. „Hér er verið að rífa gamla frystihúsið á Kirkjusandi, og Íslandsbankahúsið eins og flestir þekkja það. Þetta er ofsalega gleðilegt að þessum kafla í sögu svæðisins er loksins að ljúka,“ segir Kjartan Smári Höskuldsson framkvæmdastjóri Íslandssjóða. Húsið hefur staðið tómt síðan 2017 þegar í ljós komu rakaskemmdir, en niðurrifið sjálft hófst ekki fyrr en fyrir um þremur mánuðum. „Þetta var flókið verkefni. Útaf þessum skemmdum þá þurfti að tæma húsið að innan, skræla allt lífrænt efni, hreinsa það, flokka það og koma því á réttu staðina. Þannig að núna er kannski einfaldi hlutinn eftir en jafnframt sá dramatískasti sem er auðvitað að rífa sjálfa bygginguna,“ segir Kjartan. Áætlað er að verkinu verði lokið eftir nokkrar vikur. „Það er mikið af stáli í þessu, steypustirktarjárni þannig að hér eru öflugar græjur að verki og þetta mun taka nokkrar vikur í viðbót en meiningin er að svæðið verði tilbúið til uppbyggingar næsta haust.“ Til stendur að reisa 220 fjölbreyttar íbúðir á svæðinu. „Þetta er rándýrt. En þetta mun borga sig á endanum. Markmiðið var alltaf hér að byggja upp flott, gott borgarhverfi og það er alveg morgunljóst í mínum huga að það er að takast,“ segir Kjartan. Íslandsbanki Reykjavík Mygla Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Það er ekki mikið eftir af byggingunni hér á Kirkjusandi. Niðurrifsverkefnið er flókið, einkum í ljósi þess að í húsinu var mygla og önnur spilliefni, svo allt þurfti að flokka og efninu að farga eftir kúnstarinnar reglum. „Hér er verið að rífa gamla frystihúsið á Kirkjusandi, og Íslandsbankahúsið eins og flestir þekkja það. Þetta er ofsalega gleðilegt að þessum kafla í sögu svæðisins er loksins að ljúka,“ segir Kjartan Smári Höskuldsson framkvæmdastjóri Íslandssjóða. Húsið hefur staðið tómt síðan 2017 þegar í ljós komu rakaskemmdir, en niðurrifið sjálft hófst ekki fyrr en fyrir um þremur mánuðum. „Þetta var flókið verkefni. Útaf þessum skemmdum þá þurfti að tæma húsið að innan, skræla allt lífrænt efni, hreinsa það, flokka það og koma því á réttu staðina. Þannig að núna er kannski einfaldi hlutinn eftir en jafnframt sá dramatískasti sem er auðvitað að rífa sjálfa bygginguna,“ segir Kjartan. Áætlað er að verkinu verði lokið eftir nokkrar vikur. „Það er mikið af stáli í þessu, steypustirktarjárni þannig að hér eru öflugar græjur að verki og þetta mun taka nokkrar vikur í viðbót en meiningin er að svæðið verði tilbúið til uppbyggingar næsta haust.“ Til stendur að reisa 220 fjölbreyttar íbúðir á svæðinu. „Þetta er rándýrt. En þetta mun borga sig á endanum. Markmiðið var alltaf hér að byggja upp flott, gott borgarhverfi og það er alveg morgunljóst í mínum huga að það er að takast,“ segir Kjartan.
Íslandsbanki Reykjavík Mygla Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira