Sanna stefnir á þing Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. júní 2024 12:28 Sanna Magdalena Mörtudóttir hyggst bjóða sig fram til Alþingis í næstu kosningum hljóti hún stuðnings félaga sinna í Sósíalistaflokknum. Vísir/Vilhelm Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hyggst bjóða sig fram til þings fyrir hönd flokksins hljóti hún stuðning félaga sinna. Hún hefur setið í borgarstjórn síðan árið 2018 og var þá yngsti borgarfulltrúinn í sögu Reykjavíkur. Hún situr í velferðarráði og borgarráði. Hún hefur notið almennrar ánægju sem borgarfulltrúi og var samkvæmt könnun Maskínu snemma árs í fyrra sá borgarfulltrúi sem Reykvíkingum fannst hafa staðið sig best á þá yfirstandandi kjörtímabili. Vongóð fyrir næstu kosningar „Ég hef fengið hvatningu frá félögum í að bjóða mig fram í þetta. Og ég hlusta á félaga,“ segir Sanna í samtali við fréttastofu. „Það er svo mikið óréttlæti í samfélaginu og misskiptingin er svo mikil að ég vil endilega gera allt sem ég get gert í minni hreyfingu til að byggja upp réttlátara samfélag,“ segir Sanna. Sósíalistaflokkurinn er ekki með mann inni á þingi eins og er en flokkurinn fékk aðeins 4,1% atkvæða í síðustu kosningum. Miðað við niðurstöður nýjustu skoðanakannanna fengi flokkurinn þó mann inn á þing ef gengið væri til kosninga í dag og eru Sósíalistar vongóðir. Sanna tekur meðal annars fram að vinsældir Sósíalista séu vaxandi á yngsta kosningabæra aldursbilinu. Þörf á félagshyggju Sanna hefur notið almennrar ánægju borgarbúa sem borgarfulltrúi og var samkvæmt könnun Maskínu snemma árs í fyrra sá borgarfulltrúi sem Reykvíkingum fannst hafa staðið sig best á þá yfirstandandi kjörtímabili. „Það er svo margt sem mann langar að ná í gegn. Það hefur verið mjög ánægjulegt að vinna í nærumhverfi með borgarbúum. Það er mjög skemmtilegt að heyra beint frá fólki hvað þarf að laga í samfélaginu og mun halda því áfram sama á hvaða starfsvettvangi það verður nákvæmlega,“ segir Sanna um setu sína í borgarstjórn. Sanna segir þörf á meiri félagshyggju í samfélaginu og hyggst nýta sér vettvang sinn á Alþingi, hljóti hún kjör, í þágu þess. „Ég vil hlusta á fólk og leggja áherslu á það hvað það er sem við þurfum að breyta svo við getum byggt upp gott og réttlátt samfélag,“ segir Sanna. Alþingi Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Hún hefur setið í borgarstjórn síðan árið 2018 og var þá yngsti borgarfulltrúinn í sögu Reykjavíkur. Hún situr í velferðarráði og borgarráði. Hún hefur notið almennrar ánægju sem borgarfulltrúi og var samkvæmt könnun Maskínu snemma árs í fyrra sá borgarfulltrúi sem Reykvíkingum fannst hafa staðið sig best á þá yfirstandandi kjörtímabili. Vongóð fyrir næstu kosningar „Ég hef fengið hvatningu frá félögum í að bjóða mig fram í þetta. Og ég hlusta á félaga,“ segir Sanna í samtali við fréttastofu. „Það er svo mikið óréttlæti í samfélaginu og misskiptingin er svo mikil að ég vil endilega gera allt sem ég get gert í minni hreyfingu til að byggja upp réttlátara samfélag,“ segir Sanna. Sósíalistaflokkurinn er ekki með mann inni á þingi eins og er en flokkurinn fékk aðeins 4,1% atkvæða í síðustu kosningum. Miðað við niðurstöður nýjustu skoðanakannanna fengi flokkurinn þó mann inn á þing ef gengið væri til kosninga í dag og eru Sósíalistar vongóðir. Sanna tekur meðal annars fram að vinsældir Sósíalista séu vaxandi á yngsta kosningabæra aldursbilinu. Þörf á félagshyggju Sanna hefur notið almennrar ánægju borgarbúa sem borgarfulltrúi og var samkvæmt könnun Maskínu snemma árs í fyrra sá borgarfulltrúi sem Reykvíkingum fannst hafa staðið sig best á þá yfirstandandi kjörtímabili. „Það er svo margt sem mann langar að ná í gegn. Það hefur verið mjög ánægjulegt að vinna í nærumhverfi með borgarbúum. Það er mjög skemmtilegt að heyra beint frá fólki hvað þarf að laga í samfélaginu og mun halda því áfram sama á hvaða starfsvettvangi það verður nákvæmlega,“ segir Sanna um setu sína í borgarstjórn. Sanna segir þörf á meiri félagshyggju í samfélaginu og hyggst nýta sér vettvang sinn á Alþingi, hljóti hún kjör, í þágu þess. „Ég vil hlusta á fólk og leggja áherslu á það hvað það er sem við þurfum að breyta svo við getum byggt upp gott og réttlátt samfélag,“ segir Sanna.
Alþingi Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“