Færeysku og grænlensku bætt við Google Translate Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. júní 2024 14:09 Stefnt er á að bjóða upp á sjálfvirkar þýðingar á og af þúsund mest töluðu málum heims. Getty/Jakub Porzycki Bráðum verður hægt að nota þýðingarvél Google til að þýða á og úr málum nágrannaþjóða okkar. Færeysku og grænlensku verður bætt við þýðingarvélina á næstunni ásamt 108 öðrum málum um allan heim, allt frá fámennum málsvæðum eins og Færeyjum og til fjölmennari mála eins og kantónsku. Uppfærslan er sú stærsta í sögu þessarar mest notuðu þýðingarvélar heims en íslensku var bætt við vélina árið 2009. Henni hefur þó farið mikið fram frá því herrans ári eins og sjá má á frétt Vísis um uppfærsluna. „Internet risastór Google tilkynnt mánudagur það var að bæta við níu fleiri tungumálum til Google Translate, sjálfvirk þýðing program," var það sem þýðingarvélin spýtti út þegar hún var beðin um að þýða fyrstu setningu fréttatilkynningarinnar yfir á íslensku en í dag yrði textinn talsvert skiljanlegri. Þessi stærsta uppfærsla í sögu þýðingarvélar Google var möguleg þökk sé gervigreindar. PaLM 2-mállíkanið gerði Google þetta kleift. Uppfærslan kemur einnig líka til með að styðja við mál í útrýmingarhættu sem annars er takmarkað aðgengi að upplýsingum um. Meðal mála sem bætt verður við þýðingarvélina eru manska, keltneskt mál sem var vakið upp frá dauðu á þessari öld og er nú töluð af nokkrum þúsundum manna á eyjunni Mön í Írlandshafi. Í fréttatilkynningu frá Google kemur fram að við gerð uppfærslunnar hafi verið lögð áhersla á að nota gögn frá algengustu mállýskum hvers máls fyrir sig til að hámarka notagildi. Google Gervigreind Grænland Færeyjar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Uppfærslan er sú stærsta í sögu þessarar mest notuðu þýðingarvélar heims en íslensku var bætt við vélina árið 2009. Henni hefur þó farið mikið fram frá því herrans ári eins og sjá má á frétt Vísis um uppfærsluna. „Internet risastór Google tilkynnt mánudagur það var að bæta við níu fleiri tungumálum til Google Translate, sjálfvirk þýðing program," var það sem þýðingarvélin spýtti út þegar hún var beðin um að þýða fyrstu setningu fréttatilkynningarinnar yfir á íslensku en í dag yrði textinn talsvert skiljanlegri. Þessi stærsta uppfærsla í sögu þýðingarvélar Google var möguleg þökk sé gervigreindar. PaLM 2-mállíkanið gerði Google þetta kleift. Uppfærslan kemur einnig líka til með að styðja við mál í útrýmingarhættu sem annars er takmarkað aðgengi að upplýsingum um. Meðal mála sem bætt verður við þýðingarvélina eru manska, keltneskt mál sem var vakið upp frá dauðu á þessari öld og er nú töluð af nokkrum þúsundum manna á eyjunni Mön í Írlandshafi. Í fréttatilkynningu frá Google kemur fram að við gerð uppfærslunnar hafi verið lögð áhersla á að nota gögn frá algengustu mállýskum hvers máls fyrir sig til að hámarka notagildi.
Google Gervigreind Grænland Færeyjar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent