Frábær og söguleg byrjun Íslands á HM í pílukasti Aron Guðmundsson skrifar 28. júní 2024 11:28 Tvöfaldur tuttugu frá Pétri Rúðrik tryggði Íslandi sigur í fyrsta leik liðsins á HM í pílukasti Vísir/Skjáskot Fulltrúar Íslands á HM í pílukasti, sem fram fer í þýsku borginni Frankfurt þessa dagana, fara vel af stað á mótinu. Íslenska liðið vann 4-0 sigur á Barein í fyrsta leik sínum sem stillir upp hreinum úrslitaleik um sæti í næstu umferð við landslið Tékkalands. Sögulegur sigur, sá fyrsti hjá Íslandi á HM. Það eru þeir Pétur Rúðrik Guðmundsson og Arngrímur Anton Ólafsson sem mynda lið Íslands á mótinu og óhætt er að segja að þeir hafi fundið sig vel á stóra sviðinu í Frankfurt í morgun þegar að þeir léku sinn fyrsta leik í H-riðli gegn Barein. Vinna þurfti fjóra leggi til þess að tryggja sér sigur í viðureigninni og þeir Pétur Rúðrik og Arngrímur Anton voru ekkert að tvínóna við hlutina, heldur unnu fyrstu fjóra leggi viðureignarinnar og sópuðu þar með Barein af sviðinu. Hér má sjá stundina þegar að Pétur Rúðrik tryggði Íslandi sigur gegn Barein í morgun en sjá má í klippunni hversu mikla ofurtrú liðsfélagi Péturs, Arngrímur Anton, hafði á sínum manni. Arngrímur var byrjaður að fagna áður en Pétur tryggði sigurinn: View this post on Instagram A post shared by Professional Darts Corporation (@officialpdc) Seinna í dag mætir íslenska liðið svo landsliði Tékklands. Tékkar fóru ekki eins auðveldlega í gegnum Barein er liðin mættust í opnunarleik riðilsins í gær og verður athyglisvert að sjá hvernig okkar menn taka á Tékkunum. Bein útsending frá seinni hluta keppnisdagsins á HM í pílukasti, þar sem sjá má viðureign Íslands og Tékklands, hefst klukkan fimm á Vodafone Sport. Pílukast Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Sjá meira
Það eru þeir Pétur Rúðrik Guðmundsson og Arngrímur Anton Ólafsson sem mynda lið Íslands á mótinu og óhætt er að segja að þeir hafi fundið sig vel á stóra sviðinu í Frankfurt í morgun þegar að þeir léku sinn fyrsta leik í H-riðli gegn Barein. Vinna þurfti fjóra leggi til þess að tryggja sér sigur í viðureigninni og þeir Pétur Rúðrik og Arngrímur Anton voru ekkert að tvínóna við hlutina, heldur unnu fyrstu fjóra leggi viðureignarinnar og sópuðu þar með Barein af sviðinu. Hér má sjá stundina þegar að Pétur Rúðrik tryggði Íslandi sigur gegn Barein í morgun en sjá má í klippunni hversu mikla ofurtrú liðsfélagi Péturs, Arngrímur Anton, hafði á sínum manni. Arngrímur var byrjaður að fagna áður en Pétur tryggði sigurinn: View this post on Instagram A post shared by Professional Darts Corporation (@officialpdc) Seinna í dag mætir íslenska liðið svo landsliði Tékklands. Tékkar fóru ekki eins auðveldlega í gegnum Barein er liðin mættust í opnunarleik riðilsins í gær og verður athyglisvert að sjá hvernig okkar menn taka á Tékkunum. Bein útsending frá seinni hluta keppnisdagsins á HM í pílukasti, þar sem sjá má viðureign Íslands og Tékklands, hefst klukkan fimm á Vodafone Sport.
Pílukast Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Sjá meira