Uppgjör og viðtöl: ÍA - Valur 3-2 | Steinar tryggði Skagamönnum sigur á síðustu stundu Sverrir Mar Smárason skrifar 28. júní 2024 21:16 Viktor Jónsson og félagar í Skagaliðinu eru að gera frábæra hluti. Vísir/Diego Skagamenn unnu dramatískan 3-2 sigur á Valsmönnum í kvöld og Valsliðinu tókst því ekki að minnka forskot Víkinga á toppi Bestu deildarinnar. Nýliðar Skagamanna halda áfram að sýna sig og sanna í deildinni. Allar aðstæður fyrir knattspyrnuleik voru upp á tíu fyrir leikinn á Skaganum í dag. Tónlistarmaðurinn Háski mætti að gíra aðdáendur upp og sólin skein. Valsmenn hófu leikinn töluvert betur og náðu að skapa sér nokkrar mjög góðar stöður í upphafi. Á 6. mínútu héldu þeir að þeir væru að komast yfir eftir að Jónatan Ingi átti skot sem breytti um stefnu af hælnum á Patrick Pedersen og í netið. Valsmenn fögnuðu en eftir stuttan fund ákvað dómaratríóið að dæma markið af. Patrick var ekki fyrir innan en það var Guðmundur Andri sem hafði lítil áhrif á leikinn. Valsmenn hins vegar skoruðu gott og gilt mark á 14. mínútu. Jakob Franz með flotta sendingu í gegn á Jónatan Inga sem lék á markvörð ÍA áður en hann setti boltann í netið. Við þetta elfdust heimamenn og fóru að sækja í sig veðrið. Á 26. mínútu jöfnuðu Skagamenn með marki frá Jóni Gísla Eyland eftir að Marko Vardic hafði gert vel. Það var þá sem heimamenn tóku yfir leikinn allsstaðar á vellinum. Unnu návígi og gáfu gestunum engin færi. Skagamenn bættu við á 36. mínútu en þá vann Viktor Jónsson boltann af Jakobi Franz og fór alla leið inn í teig Vals. Viktor ætlaði að gefa boltann fyrir markið á Hinrik Harðarson en boltinn af Bjarna Mark Antonssyni og í netið. Staðan í hálfleik 2-1, heimamönnum í vil. Síðari hálfleikur hófst með látum því Valsmenn jöfnuðu á 50. mínútu með marki frá varamanninum Elfari Frey Helgasyni eftir sendingu frá varamanninum Adam Ægi Pálssyni. Staðan jöfn. Við þetta lokaðist leikurinn töluvert og bæði lið gáfu fá færi á sig. Það var ekki fyrr en á lokamínútu venjulegs leiktíma sem Skagamenn gerðu sigurmarkið. Viktor Jónsson lagði boltann út á Steinar Þorsteinsson sem afgreiddi skotið snyrtilega með vinstri fæti. Mikill fögnuður í stúkunni á Akranesvelli. Valsmenn gerðu hvað sem þeir gátu í uppbótartíma sem varð á endanum rúmar 8 mínútur en allt kom fyrir ekki og ÍA vann frábæran sigur sem skilar þeim í 20 stig í 4.sæti deildarinnar. Atvik leiksins Það er sigurmarkið á lokamínútu venjulegs leiktíma. Frábært mark hjá Steinari og gríðarleg fagnaðarlæti hjá Skagamönnum. Það þarf samt líka að benda á markið sem Valur skorar á 6. mínútu en var dæmt af. Ég skil ekki hvers vegna. Stjörnur og skúrkar Bestir í leiknum í kvöld fannst mér vera Viktor Jónsson og Hinrik Harðarson, fremstu tveir hjá ÍA. Þeir létu heldur betur hafa fyrir sér. Viktor lagði upp tvö mörk og Hinrik bæði vann bolta og hélt vel í boltann allan leikinn. Jakob Franz og Bjarni Mark fá þann heiður að vera skúrkar dagsins. Þeir voru báðir í brasi báðum mörkum ÍA í fyrri hálfleiknum. Dómarinn Í fyrsta lagi þá held ég að Helgi Mikael hafi klikkað svakalega á 6. mínútu. Ég þarf betri útskýringar á því atviki því Patrick var alls ekki rangstæður. Svo í fyrri hálfleik var skrýtin lína á gulu spjöldum, það var ekki alveg sama hver var. Heilt yfir frekar shaky frammistaða í síðari hálfleik líka. Óskýr lína að mínu mati og svona frekar óöruggur. Það var mikil keppni í leiknum og erfitt að halda stjórn á honum, Helga til varnar. Stemning og umgjörð Frábær stemning í sólinni á Akranesi í dag. Háski með gigg fyrir leik, vel mætt og stuðningsmenn létu vel í sér heyra. Ég verð að gefa mikið hrós á ÍA fyrir það að leggja sitt að mörkum í að skapa upplifun fyrir áhorfendur í kringum leiki. Tjaldið flott og trekkir að. Viðtöl Arnar: Dómararnir báðust afsökunar á þessu í hálfleiknum Arnar Grétarsson, þjálfari ValsVísir/Pawel Cieslikiewicz „Mér líður ekki vel, það gefur auga leið. Mér fannst við byrja leikinn vel, fáum mikið af færum og komumst yfir. Við hefðum átt að bæta marki við en svo fáum við mark á okkur sem var í ódýrari kanntinum. Við það fannst mér við læsast og verða smá hræddir. Þeir fá 1-2 sénsa sem þeir hefðu getað skorað úr og svo skora þeir 2-1 markið eftir okkar klaufaskap. Mér fannst við koma flottir út í seinni hálfleikinn, jöfnum og fáum færi. Þetta var einn af þessum dögum þar sem þetta gekk ekki upp. Stórkostlegt marg hjá Steinari en kjaftshögg fyrir okkur,“ sagði þjálfari Vals. Valsmenn voru ósáttir með dóminn á 6. mínútu þegar Helgi Mikael, dómari leiksins, dæmdi rangstöðu á Patrick Pedersen. Patrick hafði þá fengið skot frá Jónatan Inga í sig og boltinn í netið. Patrick var ekki rangstæður og markið hefði átt að standa miðað við það. „Ég sé þetta ekki en það er búið að skoða þetta og að mér skilst þá er hann tvo metra frá því að vera rangstæður. Dómararnir báðust afsökunar á þessu í hálfleiknum. Svekkjandi að þeir sjái þetta ekki því þetta var svo augljóst en það breytir engu núna,“ sagði Arnar um dóminn. Besta deild karla ÍA Valur Íslenski boltinn
Skagamenn unnu dramatískan 3-2 sigur á Valsmönnum í kvöld og Valsliðinu tókst því ekki að minnka forskot Víkinga á toppi Bestu deildarinnar. Nýliðar Skagamanna halda áfram að sýna sig og sanna í deildinni. Allar aðstæður fyrir knattspyrnuleik voru upp á tíu fyrir leikinn á Skaganum í dag. Tónlistarmaðurinn Háski mætti að gíra aðdáendur upp og sólin skein. Valsmenn hófu leikinn töluvert betur og náðu að skapa sér nokkrar mjög góðar stöður í upphafi. Á 6. mínútu héldu þeir að þeir væru að komast yfir eftir að Jónatan Ingi átti skot sem breytti um stefnu af hælnum á Patrick Pedersen og í netið. Valsmenn fögnuðu en eftir stuttan fund ákvað dómaratríóið að dæma markið af. Patrick var ekki fyrir innan en það var Guðmundur Andri sem hafði lítil áhrif á leikinn. Valsmenn hins vegar skoruðu gott og gilt mark á 14. mínútu. Jakob Franz með flotta sendingu í gegn á Jónatan Inga sem lék á markvörð ÍA áður en hann setti boltann í netið. Við þetta elfdust heimamenn og fóru að sækja í sig veðrið. Á 26. mínútu jöfnuðu Skagamenn með marki frá Jóni Gísla Eyland eftir að Marko Vardic hafði gert vel. Það var þá sem heimamenn tóku yfir leikinn allsstaðar á vellinum. Unnu návígi og gáfu gestunum engin færi. Skagamenn bættu við á 36. mínútu en þá vann Viktor Jónsson boltann af Jakobi Franz og fór alla leið inn í teig Vals. Viktor ætlaði að gefa boltann fyrir markið á Hinrik Harðarson en boltinn af Bjarna Mark Antonssyni og í netið. Staðan í hálfleik 2-1, heimamönnum í vil. Síðari hálfleikur hófst með látum því Valsmenn jöfnuðu á 50. mínútu með marki frá varamanninum Elfari Frey Helgasyni eftir sendingu frá varamanninum Adam Ægi Pálssyni. Staðan jöfn. Við þetta lokaðist leikurinn töluvert og bæði lið gáfu fá færi á sig. Það var ekki fyrr en á lokamínútu venjulegs leiktíma sem Skagamenn gerðu sigurmarkið. Viktor Jónsson lagði boltann út á Steinar Þorsteinsson sem afgreiddi skotið snyrtilega með vinstri fæti. Mikill fögnuður í stúkunni á Akranesvelli. Valsmenn gerðu hvað sem þeir gátu í uppbótartíma sem varð á endanum rúmar 8 mínútur en allt kom fyrir ekki og ÍA vann frábæran sigur sem skilar þeim í 20 stig í 4.sæti deildarinnar. Atvik leiksins Það er sigurmarkið á lokamínútu venjulegs leiktíma. Frábært mark hjá Steinari og gríðarleg fagnaðarlæti hjá Skagamönnum. Það þarf samt líka að benda á markið sem Valur skorar á 6. mínútu en var dæmt af. Ég skil ekki hvers vegna. Stjörnur og skúrkar Bestir í leiknum í kvöld fannst mér vera Viktor Jónsson og Hinrik Harðarson, fremstu tveir hjá ÍA. Þeir létu heldur betur hafa fyrir sér. Viktor lagði upp tvö mörk og Hinrik bæði vann bolta og hélt vel í boltann allan leikinn. Jakob Franz og Bjarni Mark fá þann heiður að vera skúrkar dagsins. Þeir voru báðir í brasi báðum mörkum ÍA í fyrri hálfleiknum. Dómarinn Í fyrsta lagi þá held ég að Helgi Mikael hafi klikkað svakalega á 6. mínútu. Ég þarf betri útskýringar á því atviki því Patrick var alls ekki rangstæður. Svo í fyrri hálfleik var skrýtin lína á gulu spjöldum, það var ekki alveg sama hver var. Heilt yfir frekar shaky frammistaða í síðari hálfleik líka. Óskýr lína að mínu mati og svona frekar óöruggur. Það var mikil keppni í leiknum og erfitt að halda stjórn á honum, Helga til varnar. Stemning og umgjörð Frábær stemning í sólinni á Akranesi í dag. Háski með gigg fyrir leik, vel mætt og stuðningsmenn létu vel í sér heyra. Ég verð að gefa mikið hrós á ÍA fyrir það að leggja sitt að mörkum í að skapa upplifun fyrir áhorfendur í kringum leiki. Tjaldið flott og trekkir að. Viðtöl Arnar: Dómararnir báðust afsökunar á þessu í hálfleiknum Arnar Grétarsson, þjálfari ValsVísir/Pawel Cieslikiewicz „Mér líður ekki vel, það gefur auga leið. Mér fannst við byrja leikinn vel, fáum mikið af færum og komumst yfir. Við hefðum átt að bæta marki við en svo fáum við mark á okkur sem var í ódýrari kanntinum. Við það fannst mér við læsast og verða smá hræddir. Þeir fá 1-2 sénsa sem þeir hefðu getað skorað úr og svo skora þeir 2-1 markið eftir okkar klaufaskap. Mér fannst við koma flottir út í seinni hálfleikinn, jöfnum og fáum færi. Þetta var einn af þessum dögum þar sem þetta gekk ekki upp. Stórkostlegt marg hjá Steinari en kjaftshögg fyrir okkur,“ sagði þjálfari Vals. Valsmenn voru ósáttir með dóminn á 6. mínútu þegar Helgi Mikael, dómari leiksins, dæmdi rangstöðu á Patrick Pedersen. Patrick hafði þá fengið skot frá Jónatan Inga í sig og boltinn í netið. Patrick var ekki rangstæður og markið hefði átt að standa miðað við það. „Ég sé þetta ekki en það er búið að skoða þetta og að mér skilst þá er hann tvo metra frá því að vera rangstæður. Dómararnir báðust afsökunar á þessu í hálfleiknum. Svekkjandi að þeir sjái þetta ekki því þetta var svo augljóst en það breytir engu núna,“ sagði Arnar um dóminn.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti