Ferðamenn lentu í vandræðum á bíl keyrðum 250 þúsund kílómetra Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. júní 2024 14:21 Ástandið á dekkjunum er í lakara lagi eins og sjá má á myndinni. Vísir/Samsett Kanadísk hjón á ferð um landið lentu í hættu við akstur í rigningu á Vestfjörðum þegar bílaleigubíll sem þau höfðu leigt flaut upp og lét ekki að stjórn. Eyþór Eðvarðsson var staddur á sama hóteli og þau og heyrði þau útundan sér ræða bílavandræði sín. Í ljós kom að dekkin á bílnum voru handónýt og auk þess hafði bíllinn verið ekinn tæplega 250 þúsund kílómetra. Eyþór Eðvarðsson segir í samtali við fréttastofu að bílaleigan hefði snarlega sent þau á næsta bílaverkstæði þegar málið kom á þeirra borð og ný sett voru sett undir bílinn. „Þannig í raun og veru hlaut málið farsælan endi,“ segir Eyþór. Bíllinn óhjólastilltur En farir hjónanna kanadísku eru þó svo sannarlega ekki sléttar. Þegar dekk eru jafnskemmd og mynd af einu dekki bílsins ber vitni um er hætt á því að bíllinn fljóti upp í bleytu eða krapa, eins og það er kallað. Það gerist þegar vatnslag byggist upp á milli dekkja og vegyfirborðs sem dregur verulega á veggripi og gerir bílinn torstýrðari. Það getur verið stórhættulegt í mikilli úrkomu. Eyþór fór með hjónunum kanadísku á verkstæðið og þar tók á móti þeim vélavirki sem Eyþór lýsir sem „töfralækni.“ „Hann var ansi góður þarna á versktæðinu. Við hringdum í einn sem var bent á þarna í hverfinu. Þá kom hann, maður vel kominn á aldur. Hann sagði ekki neitt, fór svona niður á hnén og þuklaði á dekkinu öðrum megin. Stingur svona hendinni inn og segir lágum rómi: Hann er svo gjörsamlega óhjólastilltur þessi bíll,“ segir Eyþór. Lítill japanskur bíll á 250. þúsundasta kílómetranum Eyþór segir að bílaleigan sem um ræðir hafi brugðist vel við með því að senda þau á verkstæðið og að þau ættu hrós skilið. En að hann eigi erfitt með að skilja hvers vegna bílaleigur skuli leigja út bíla sem hafa verið keyrðir jafnmikið og þeirra hjóna. „Það sem mér fannst verst í þessu voru eiginlega ekki dekkin heldur að leigja út bíl keyrðan 250 þúsund kílómetra sem er bara lítill japanskur. Ég átta mig ekki á því,“ segir Eyþór. Ferðamennska á Íslandi Bílar Bílaleigur Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Eyþór Eðvarðsson segir í samtali við fréttastofu að bílaleigan hefði snarlega sent þau á næsta bílaverkstæði þegar málið kom á þeirra borð og ný sett voru sett undir bílinn. „Þannig í raun og veru hlaut málið farsælan endi,“ segir Eyþór. Bíllinn óhjólastilltur En farir hjónanna kanadísku eru þó svo sannarlega ekki sléttar. Þegar dekk eru jafnskemmd og mynd af einu dekki bílsins ber vitni um er hætt á því að bíllinn fljóti upp í bleytu eða krapa, eins og það er kallað. Það gerist þegar vatnslag byggist upp á milli dekkja og vegyfirborðs sem dregur verulega á veggripi og gerir bílinn torstýrðari. Það getur verið stórhættulegt í mikilli úrkomu. Eyþór fór með hjónunum kanadísku á verkstæðið og þar tók á móti þeim vélavirki sem Eyþór lýsir sem „töfralækni.“ „Hann var ansi góður þarna á versktæðinu. Við hringdum í einn sem var bent á þarna í hverfinu. Þá kom hann, maður vel kominn á aldur. Hann sagði ekki neitt, fór svona niður á hnén og þuklaði á dekkinu öðrum megin. Stingur svona hendinni inn og segir lágum rómi: Hann er svo gjörsamlega óhjólastilltur þessi bíll,“ segir Eyþór. Lítill japanskur bíll á 250. þúsundasta kílómetranum Eyþór segir að bílaleigan sem um ræðir hafi brugðist vel við með því að senda þau á verkstæðið og að þau ættu hrós skilið. En að hann eigi erfitt með að skilja hvers vegna bílaleigur skuli leigja út bíla sem hafa verið keyrðir jafnmikið og þeirra hjóna. „Það sem mér fannst verst í þessu voru eiginlega ekki dekkin heldur að leigja út bíl keyrðan 250 þúsund kílómetra sem er bara lítill japanskur. Ég átta mig ekki á því,“ segir Eyþór.
Ferðamennska á Íslandi Bílar Bílaleigur Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira