Hélt fyrst að innbrotsþjófurinn væri sölumaður Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. júní 2024 18:47 Andrea var fyrir utan íbúð sína í dag þegar innbrotsþjófur læddist inn bakdyrameginn. Andrea Betur fór en á horfðist þegar brotist var inn á heimili Andreu Sigurðardóttur í Laugardalnum síðdegis í dag. Hún var fyrir utan heimili sitt að framanverðu þegar maður braust inn í íbúðina bakdyramegin rétt fyrir 14 í dag, og hafði úr íbúðinni ýmis verðmæti. Fyrst hélt hún að maðurinn væri sölumaður, en þegar hún fattaði hvað væri á seiði tók hún á rás eftir manninum. Andrea segir að tveir inngangar séu í íbuð hennar, að framanverðu og aftanverðu. Hún hafi verið að tala í símann fyrir utan innganginn að framan, þegar ókunnugur maður labbaði allt í einu upp stigan þaðan sem íbúðin hennar er. „Ég hugsaði strax að þetta væri bara sölumaður, en samt sá ég engan koma að íbúðinni þannig mér fannst þetta eitthvað skrítið,“ segir Andrea. Hún hafi ætlað að spyrja hann hvort hann ætti eitthvað erindi til hennar, en þegar hann hafi nálgast hana hafi hún fengið einhverja ónotatilfinningu þannig hún sleppti því. Hljóp fótbrotin á eftir þjófnum „Svo sé ég að hann er með bakpoka sem er mjög líkur mínum, og þá byrja hjólin að snúast,“ segir Andrea. Þegar þjófurinn hafi verið kominn framhjá henni hafi hún allt í einu kallað til hans „heyrðu fyrirgefðu!“ og hann hafi þá stoppað og litið við. Þau hafi þá horft hvort á annað um stund áður en þjófurinn tók svo á rás. „Ég, að jafna mig á fótbroti og með strengi eftir æfingar undanfarið, fékk eitthvað adrenalín rúss og spratt á eftir honum,“ segir Andrea. Maðurinn hættulegur góðkunningi lögreglunnar Andrea hafði þó ekki upp á manninum. „Kannski sem betur fer miðað við þær upplýsingar sem ég svo fékk um að hann gæti verið hættulegur,“ segir Andrea. Hún hafi náð mynd af manninum og auglýst eftir honum á Facebook. Í ljós kom að hann væri góðkunningi lögreglunnar. „Lögreglan var fljót að finna hann ásamt hluta af þýfinu. Restina fann ég svo bara röltandi um hverfið,“ segir Andrea. Þjófurinn hafi losað sig við þýfið til að létta á sér við hlaupin. „En þegar ég setti myndirnar á Facebook fékk ég samstundis nokkur skilaboð með nafninu hans, og var bent á að hann væri hættulegur. Mér var sagt að taka myndina út.“ Fljótlega kom að þjófurinn væri góðkunningi lögreglunnar. Andrea segir mikið mildi að ekki hafi farið verr.Vísir/Vilhelm Veit ekki hvað hún hefði gert hefði hún náð honum Andrea segir að hún hafi ekki alveg vitað hvað hún ætlaði að gera, hefði hún náð manninum. „Það var bara eitthvað svona instinct sem tekur yfir, maður bregst ekki alltaf við með rökhugsun. Svona eftir á að hyggja hefði maður átt að bregðast öðruvísi við. Hún segir að hefði hún áttað sig á því hvað væri á seiði áður en maðurinn hefði verið kominn framhjá henni, hefði hún örugglega „vaðið í hann,“ og guð einn viti hvernig það hefði endað. Af þessu öllu saman megi draga þann lærdóm að þótt það sé hábjartur dagur, sólin skíni og maður standi fyrir utan sitt eigið heimili, er maður ekki öruggur nema maður læsi öllu. „Það er gróflega farið inn á friðhelgi heimilis manns, og það mun alveg taka tíma að jafna sig á því,“ segir Andrea. Þjófurinn hafi m.a. tekið skírnarskart dóttur hennar, sem hún segir að hefði verið alveg skelfilegt að missa. Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Andrea segir að tveir inngangar séu í íbuð hennar, að framanverðu og aftanverðu. Hún hafi verið að tala í símann fyrir utan innganginn að framan, þegar ókunnugur maður labbaði allt í einu upp stigan þaðan sem íbúðin hennar er. „Ég hugsaði strax að þetta væri bara sölumaður, en samt sá ég engan koma að íbúðinni þannig mér fannst þetta eitthvað skrítið,“ segir Andrea. Hún hafi ætlað að spyrja hann hvort hann ætti eitthvað erindi til hennar, en þegar hann hafi nálgast hana hafi hún fengið einhverja ónotatilfinningu þannig hún sleppti því. Hljóp fótbrotin á eftir þjófnum „Svo sé ég að hann er með bakpoka sem er mjög líkur mínum, og þá byrja hjólin að snúast,“ segir Andrea. Þegar þjófurinn hafi verið kominn framhjá henni hafi hún allt í einu kallað til hans „heyrðu fyrirgefðu!“ og hann hafi þá stoppað og litið við. Þau hafi þá horft hvort á annað um stund áður en þjófurinn tók svo á rás. „Ég, að jafna mig á fótbroti og með strengi eftir æfingar undanfarið, fékk eitthvað adrenalín rúss og spratt á eftir honum,“ segir Andrea. Maðurinn hættulegur góðkunningi lögreglunnar Andrea hafði þó ekki upp á manninum. „Kannski sem betur fer miðað við þær upplýsingar sem ég svo fékk um að hann gæti verið hættulegur,“ segir Andrea. Hún hafi náð mynd af manninum og auglýst eftir honum á Facebook. Í ljós kom að hann væri góðkunningi lögreglunnar. „Lögreglan var fljót að finna hann ásamt hluta af þýfinu. Restina fann ég svo bara röltandi um hverfið,“ segir Andrea. Þjófurinn hafi losað sig við þýfið til að létta á sér við hlaupin. „En þegar ég setti myndirnar á Facebook fékk ég samstundis nokkur skilaboð með nafninu hans, og var bent á að hann væri hættulegur. Mér var sagt að taka myndina út.“ Fljótlega kom að þjófurinn væri góðkunningi lögreglunnar. Andrea segir mikið mildi að ekki hafi farið verr.Vísir/Vilhelm Veit ekki hvað hún hefði gert hefði hún náð honum Andrea segir að hún hafi ekki alveg vitað hvað hún ætlaði að gera, hefði hún náð manninum. „Það var bara eitthvað svona instinct sem tekur yfir, maður bregst ekki alltaf við með rökhugsun. Svona eftir á að hyggja hefði maður átt að bregðast öðruvísi við. Hún segir að hefði hún áttað sig á því hvað væri á seiði áður en maðurinn hefði verið kominn framhjá henni, hefði hún örugglega „vaðið í hann,“ og guð einn viti hvernig það hefði endað. Af þessu öllu saman megi draga þann lærdóm að þótt það sé hábjartur dagur, sólin skíni og maður standi fyrir utan sitt eigið heimili, er maður ekki öruggur nema maður læsi öllu. „Það er gróflega farið inn á friðhelgi heimilis manns, og það mun alveg taka tíma að jafna sig á því,“ segir Andrea. Þjófurinn hafi m.a. tekið skírnarskart dóttur hennar, sem hún segir að hefði verið alveg skelfilegt að missa.
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira