Parísarhjólið varla óvinsælt ef sextíu þúsund vilja taka snúning Árni Sæberg skrifar 29. júní 2024 13:51 Einar er hæstánægður með parísarhjólið og telur það ekki óvinsælt ef sextíu þúsund manns ákveða að skella sér hring. Vísir/Bjarni Borgarstjóri hefur ekki áhyggjur af því sem kallaður hefur verið lítill áhugi landsmanna á parísarhjólinu við Miðbakka í Reykjavík. Fimmtán prósent þjóðarinnar reiknar með að fara hring í hjólinu í sumar. Í könnun sem Prósent framkvæmdi á dögunum voru Íslendingar spurðir að því hversu líklegt eða ólíklegt væri að þeir færu í parísarhjólið sem stendur við Reykjavíkurhöfn. Fimmtán prósent svarenda sögðu það líklegt eða hafa nú þegar farið í parísarhjólið. Tólf prósent sögðu það hvorki líklegt né ólíklegt og sjötíu og þrjú prósent sögðu ólíklegt að þau fari í parísarhjólið í sumar. Morgunblaðið slær því upp að parísarhjólið sé óvinsælt meðal landsmanna. Þessu er Einar Þorsteinsson borgarstjóri ekki sammála. Hann hefur farið snúning í hjólinu, þann fyrsta, og naut sín vel, eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan: „Ég held að enginn hafi séð það fyrir sér að öll íslenska þjóðin myndi fara í þetta parísarhjól. Þessi könnun sýnir að fimmtán prósent landsmanna sjá fyrir sér eða telji líklegt að þeir fari í parísarhjólið. Það er hátt í sextíu þúsund manns. Í Reykjavík er áhuginn þannig að 33 þúsund manns telja líklegt að þeir fari í parísarhjólið. Ég held að það sé nú í góðu samræmi við væntingar. Það er verið að reyna að auka afþreyingu í borginni og þetta er ein leið til þess.“ Engin áhætta fyrir borgina Einar segir að borgin beri enga fjárhagslega áhættu af rekstri parísarhjólsins, hún leigi einfaldlega litla lóð undir hjólið og rekstraraðili sjái um rest. „Nú er þetta könnun, nú þurfum við bara að sjá hvernig sumarið verður. Þetta verður út september og svo metum við stöðuna, hvort áhuginn verði enn til staðar.“ Hann hafi ekki rætt við rekstraraðila parísarhjólsins síðan það var fór að snúast þann 17. júní. Hann viti því ekki hvort hann uni hag sínum vel við rekstur parísarhjólsins. Eðlilegar skýringar á minni áhuga landsbyggðarfólks Þá sýnir könnunin fram á það að aðeins átta prósent íbúa landsbyggðarinnar sjái fyrir sér að fara í parísarhjólið. Það segir Einar eiga sér eðlilegar skýringar. „Ég veit ekki alveg hvaða væntingar fólk hafi átt að hafa til þess að fólk færi að gera sér ferð til Reykjavíkur, til þess eins að fara í parísarhjól. Hugsanlega eru landfræðilegar ástæður sem skýra þennan mismunandi áhuga milli fólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. En mér þykir þetta nú bara nokkuð gott hlutfall, ef átta prósent fólks á landsbyggðinni telur líklegt að það fari í parísarhjólið og býð það velkomið til Reykjavíkur.“ Reykjavík Borgarstjórn Parísarhjól á Miðbakka Tengdar fréttir Þrjú þúsund krónur fyrir ferð í parísarhjólið Parísarhjólið sem staðir hefur á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn í slétta viku hefur vakið nokkra athygli enda sést það víða að. Aðgangseyrir í hjólið er 3000 krónur fyrir staka ferð. 24. júní 2024 12:34 Borgarstjóri fór fyrstu ferð í nýju parísarhjóli Borgarstjóri fór jómfrúarferð Parísarhjólsins ásamt fréttamanni Stöðvar 2 í dag klukkan þrjú. Parísarhjólið. Einar segir að um tilraunaverkefni sé að ræða í sumar. 17. júní 2024 17:03 Parísarhjól sprettur upp við höfnina Verið er að leggja lokahönd á byggingu parísarhjóls á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Samkvæmt heimildum Vísis á byggingarvinnu að ljúka í dag og fyrsta ferðin farin á morgun, á lýðveldisdaginn. 16. júní 2024 14:12 Leita að parísarhjólsstjóra Reykjavíkurborg leitar að samstarfsaðila til að reka parísarhjól á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Þetta kemur fram á vef borgarinnar. 5. mars 2024 14:06 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Í könnun sem Prósent framkvæmdi á dögunum voru Íslendingar spurðir að því hversu líklegt eða ólíklegt væri að þeir færu í parísarhjólið sem stendur við Reykjavíkurhöfn. Fimmtán prósent svarenda sögðu það líklegt eða hafa nú þegar farið í parísarhjólið. Tólf prósent sögðu það hvorki líklegt né ólíklegt og sjötíu og þrjú prósent sögðu ólíklegt að þau fari í parísarhjólið í sumar. Morgunblaðið slær því upp að parísarhjólið sé óvinsælt meðal landsmanna. Þessu er Einar Þorsteinsson borgarstjóri ekki sammála. Hann hefur farið snúning í hjólinu, þann fyrsta, og naut sín vel, eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan: „Ég held að enginn hafi séð það fyrir sér að öll íslenska þjóðin myndi fara í þetta parísarhjól. Þessi könnun sýnir að fimmtán prósent landsmanna sjá fyrir sér eða telji líklegt að þeir fari í parísarhjólið. Það er hátt í sextíu þúsund manns. Í Reykjavík er áhuginn þannig að 33 þúsund manns telja líklegt að þeir fari í parísarhjólið. Ég held að það sé nú í góðu samræmi við væntingar. Það er verið að reyna að auka afþreyingu í borginni og þetta er ein leið til þess.“ Engin áhætta fyrir borgina Einar segir að borgin beri enga fjárhagslega áhættu af rekstri parísarhjólsins, hún leigi einfaldlega litla lóð undir hjólið og rekstraraðili sjái um rest. „Nú er þetta könnun, nú þurfum við bara að sjá hvernig sumarið verður. Þetta verður út september og svo metum við stöðuna, hvort áhuginn verði enn til staðar.“ Hann hafi ekki rætt við rekstraraðila parísarhjólsins síðan það var fór að snúast þann 17. júní. Hann viti því ekki hvort hann uni hag sínum vel við rekstur parísarhjólsins. Eðlilegar skýringar á minni áhuga landsbyggðarfólks Þá sýnir könnunin fram á það að aðeins átta prósent íbúa landsbyggðarinnar sjái fyrir sér að fara í parísarhjólið. Það segir Einar eiga sér eðlilegar skýringar. „Ég veit ekki alveg hvaða væntingar fólk hafi átt að hafa til þess að fólk færi að gera sér ferð til Reykjavíkur, til þess eins að fara í parísarhjól. Hugsanlega eru landfræðilegar ástæður sem skýra þennan mismunandi áhuga milli fólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. En mér þykir þetta nú bara nokkuð gott hlutfall, ef átta prósent fólks á landsbyggðinni telur líklegt að það fari í parísarhjólið og býð það velkomið til Reykjavíkur.“
Reykjavík Borgarstjórn Parísarhjól á Miðbakka Tengdar fréttir Þrjú þúsund krónur fyrir ferð í parísarhjólið Parísarhjólið sem staðir hefur á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn í slétta viku hefur vakið nokkra athygli enda sést það víða að. Aðgangseyrir í hjólið er 3000 krónur fyrir staka ferð. 24. júní 2024 12:34 Borgarstjóri fór fyrstu ferð í nýju parísarhjóli Borgarstjóri fór jómfrúarferð Parísarhjólsins ásamt fréttamanni Stöðvar 2 í dag klukkan þrjú. Parísarhjólið. Einar segir að um tilraunaverkefni sé að ræða í sumar. 17. júní 2024 17:03 Parísarhjól sprettur upp við höfnina Verið er að leggja lokahönd á byggingu parísarhjóls á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Samkvæmt heimildum Vísis á byggingarvinnu að ljúka í dag og fyrsta ferðin farin á morgun, á lýðveldisdaginn. 16. júní 2024 14:12 Leita að parísarhjólsstjóra Reykjavíkurborg leitar að samstarfsaðila til að reka parísarhjól á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Þetta kemur fram á vef borgarinnar. 5. mars 2024 14:06 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Þrjú þúsund krónur fyrir ferð í parísarhjólið Parísarhjólið sem staðir hefur á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn í slétta viku hefur vakið nokkra athygli enda sést það víða að. Aðgangseyrir í hjólið er 3000 krónur fyrir staka ferð. 24. júní 2024 12:34
Borgarstjóri fór fyrstu ferð í nýju parísarhjóli Borgarstjóri fór jómfrúarferð Parísarhjólsins ásamt fréttamanni Stöðvar 2 í dag klukkan þrjú. Parísarhjólið. Einar segir að um tilraunaverkefni sé að ræða í sumar. 17. júní 2024 17:03
Parísarhjól sprettur upp við höfnina Verið er að leggja lokahönd á byggingu parísarhjóls á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Samkvæmt heimildum Vísis á byggingarvinnu að ljúka í dag og fyrsta ferðin farin á morgun, á lýðveldisdaginn. 16. júní 2024 14:12
Leita að parísarhjólsstjóra Reykjavíkurborg leitar að samstarfsaðila til að reka parísarhjól á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Þetta kemur fram á vef borgarinnar. 5. mars 2024 14:06