Nýr tækniskóli rís við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 29. júní 2024 15:00 Það má segja að vegferðin hafi farið af stað sumarið 2021 þegar viljayfirlýsing um framtíðarhúsnæði Tækniskólans var undirrituð hér í Hafnarfirði, m.a. af þáverandi menntamálaráðherra. Það var því stór stund í Hafnarfirði síðastliðinn fimmtudag þegar stjórnvöld, Hafnarfjarðarbær og Tækniskólinn undirrituðu skuldbindandi samkomulag þess efnis að nýr Tækniskóli verði staðsettur í Hafnarfirði og verkefnið fari nú af stað af fullum krafti í samræmi við stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Vinna verkefnisstjórnar Núverandi mennta- og barnamálaráðherra skipað verkefnisstjórn um framtíðarhúsnæði Tækniskólans sem skipuð var fulltrúum þeirra ráðuneyta sem hafa haft aðkomu að málum; forsætisráðuneytinu, mennta- og barnamálaráðuneytinun og fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Hafnarfjarðarbæ og fulltrúum Tækniskólans. Verkefnisstjórnin skilaði af sér fyrir ári síðan og frá þeim tíma hefur verið unnið í samræmi við þá áætlun sem lagt var upp með. Það má því segja að afrakstur mikillar vinnu síðustu ára sé nú að koma í ljós og ánægjulegt að sjá raungerast. Ég er þakklátur mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni, fyrir að hafa treyst mér fyrir því að leiða verkefnisstjórn um þetta mikilvæga verkefni sem skilar svo þessari niðurstöðu. Hann hefur haft mikla trú á verkefninu frá upphafi og fylgt því fast eftir. Þörf á nýju húsnæði fyrir Tækniskólann Hér er um risavaxið skref í eflingu verk- og starfsnáms í landinu að ræða og hefur það verið forgangsverkefni menntamálaráðherra og Framsóknar á kjörtímabilinu. Ljóst er eftirspurnin er til staðar, bæði meðal nemenda og atvinnulífsins og því ánægjulegt að við stígum þetta mikilvæga skref til að mæta þeirri þörf og svara því ákalli sem við heyrum svo skýrt. Tækniskólinn er einn af burðarásum iðn-, starfs- og tæknináms á höfuðborgarsvæðinu og býr nú við húsakost sem er kominn til ára sinna. Í dag fer starfsemi skólans fram í átta byggingum á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Bygging nýs Tækniskóla markar því umbyltingu í aðstöðu til iðn-, starfs- og tæknináms á höfuðborgarsvæðinu. Hér er markmiðið skýrt; hér á að efla námið og aðstöðu, koma allri starfseminni fyrir á einum stað, bregðast við aukinni eftirspurn eftir náminu og mæta þörfum atvinnulífsins. Nú hefst undirbúningur við hönnun og framkvæmdir með áætluð verklok haustið 2029. Ekkert gerist af sjálfu sér - mikil samgöngubót Ég hef lengi talað við fyrir því að opinberum stofnunum, skólum og stórum vinnustöðum sé dreift með skynsamlegum hætti um landið. Það er gamaldags hugsun að halda að allt þurfi að staðsetja í miðborg Reykjavíkur. Við verðum að hætta að keyra alla í sömu átt snemma morguns og til baka seinni part dags. Við þekkjum þetta of vel. Hér er verið að vinna í samræmi við þetta og ég veit að framkvæmd sem þessi mun skipta íbúa á höfuðborgarsvæðinu gríðarlegu máli, svo ég tali nú ekki um nemendur og starfsfólk sem kemur af Suðurnesjum eða annars staðar frá. Það er líka rétt að vissulega mun bygging og starfsemi sem þessi hafa áhrif á innviði í Hafnarfirði. Ég treysti bæjaryfirvöldum vel til þess að leysa farsællega úr þeim málum, en slíkar áhyggjur mega aldrei draga úr krafti okkar sem berjumst fyrir aukinni uppbyggingu, kröftugu atvinnulífi og betra samfélagi. Nýbygging Tækniskólans í Hafnarfirði er lyftistöng fyrir Hafnarfjörð og því ber að fagna. Hér er rétt að þakka ráðherrum og öllum öðrum sem að málum hafa komið á einhverju stigi þessa verkefnis. Hér er framsýni í forgrunni og auðvitað ber líka að þakka bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði, bæði núverandi og þeirri sem sat á síðasta kjörtímabili, fyrir staðfestu og stuðning - þvert á flokka. Svona vinnur Framsókn. Höfundur er þingmaður Framsóknar, frv. formaður verkefnisstjórnar um framtíðarhúsnæði Tækniskólans, frv. bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Hafnarfjörður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það má segja að vegferðin hafi farið af stað sumarið 2021 þegar viljayfirlýsing um framtíðarhúsnæði Tækniskólans var undirrituð hér í Hafnarfirði, m.a. af þáverandi menntamálaráðherra. Það var því stór stund í Hafnarfirði síðastliðinn fimmtudag þegar stjórnvöld, Hafnarfjarðarbær og Tækniskólinn undirrituðu skuldbindandi samkomulag þess efnis að nýr Tækniskóli verði staðsettur í Hafnarfirði og verkefnið fari nú af stað af fullum krafti í samræmi við stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Vinna verkefnisstjórnar Núverandi mennta- og barnamálaráðherra skipað verkefnisstjórn um framtíðarhúsnæði Tækniskólans sem skipuð var fulltrúum þeirra ráðuneyta sem hafa haft aðkomu að málum; forsætisráðuneytinu, mennta- og barnamálaráðuneytinun og fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Hafnarfjarðarbæ og fulltrúum Tækniskólans. Verkefnisstjórnin skilaði af sér fyrir ári síðan og frá þeim tíma hefur verið unnið í samræmi við þá áætlun sem lagt var upp með. Það má því segja að afrakstur mikillar vinnu síðustu ára sé nú að koma í ljós og ánægjulegt að sjá raungerast. Ég er þakklátur mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni, fyrir að hafa treyst mér fyrir því að leiða verkefnisstjórn um þetta mikilvæga verkefni sem skilar svo þessari niðurstöðu. Hann hefur haft mikla trú á verkefninu frá upphafi og fylgt því fast eftir. Þörf á nýju húsnæði fyrir Tækniskólann Hér er um risavaxið skref í eflingu verk- og starfsnáms í landinu að ræða og hefur það verið forgangsverkefni menntamálaráðherra og Framsóknar á kjörtímabilinu. Ljóst er eftirspurnin er til staðar, bæði meðal nemenda og atvinnulífsins og því ánægjulegt að við stígum þetta mikilvæga skref til að mæta þeirri þörf og svara því ákalli sem við heyrum svo skýrt. Tækniskólinn er einn af burðarásum iðn-, starfs- og tæknináms á höfuðborgarsvæðinu og býr nú við húsakost sem er kominn til ára sinna. Í dag fer starfsemi skólans fram í átta byggingum á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Bygging nýs Tækniskóla markar því umbyltingu í aðstöðu til iðn-, starfs- og tæknináms á höfuðborgarsvæðinu. Hér er markmiðið skýrt; hér á að efla námið og aðstöðu, koma allri starfseminni fyrir á einum stað, bregðast við aukinni eftirspurn eftir náminu og mæta þörfum atvinnulífsins. Nú hefst undirbúningur við hönnun og framkvæmdir með áætluð verklok haustið 2029. Ekkert gerist af sjálfu sér - mikil samgöngubót Ég hef lengi talað við fyrir því að opinberum stofnunum, skólum og stórum vinnustöðum sé dreift með skynsamlegum hætti um landið. Það er gamaldags hugsun að halda að allt þurfi að staðsetja í miðborg Reykjavíkur. Við verðum að hætta að keyra alla í sömu átt snemma morguns og til baka seinni part dags. Við þekkjum þetta of vel. Hér er verið að vinna í samræmi við þetta og ég veit að framkvæmd sem þessi mun skipta íbúa á höfuðborgarsvæðinu gríðarlegu máli, svo ég tali nú ekki um nemendur og starfsfólk sem kemur af Suðurnesjum eða annars staðar frá. Það er líka rétt að vissulega mun bygging og starfsemi sem þessi hafa áhrif á innviði í Hafnarfirði. Ég treysti bæjaryfirvöldum vel til þess að leysa farsællega úr þeim málum, en slíkar áhyggjur mega aldrei draga úr krafti okkar sem berjumst fyrir aukinni uppbyggingu, kröftugu atvinnulífi og betra samfélagi. Nýbygging Tækniskólans í Hafnarfirði er lyftistöng fyrir Hafnarfjörð og því ber að fagna. Hér er rétt að þakka ráðherrum og öllum öðrum sem að málum hafa komið á einhverju stigi þessa verkefnis. Hér er framsýni í forgrunni og auðvitað ber líka að þakka bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði, bæði núverandi og þeirri sem sat á síðasta kjörtímabili, fyrir staðfestu og stuðning - þvert á flokka. Svona vinnur Framsókn. Höfundur er þingmaður Framsóknar, frv. formaður verkefnisstjórnar um framtíðarhúsnæði Tækniskólans, frv. bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs í Hafnarfirði.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar