Freyja snýr sér að þáttastjórnun Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. júní 2024 21:14 Útvapsþátturinn Við eldhúsborðið verður á dagskrá á Rás 1 í sumar. Vísir/Bjarni Einars Freyja Haraldsdóttir baráttukona og doktorsnemi er þáttastjórnandi nýrra útvarpsþátta sem verða á dagskrá Rásar 1 í sumar. Þættirnir heita Við eldhúsborðið og fjalla um málefni fatlaðs fólks. Frá þessu greinir Freyja á Facebook síðu sinni. Þar kemur fram að í Við eldhúsborðið verði rætt við langveikt og fatlað fólk um fötlunarréttlæti sem eigi sér stað í litlum og stórum skrefum, í gegnum baráttustarf og listsköpun, og í hversdagsleikanum, stundum við eldhúsborðið. Hún segist hafa sótt innblástur í breska og bandaríska útvarpsþætti sem var stýrt af fötluðu fólki. „Það var svo hressandi að heyra fatlað fólk stjórna dagskránni og spurningunum og tala við annað fólk,“ segir í færslu Freyju. Í kjölfarið hafi hugmyndin um útvarpsþáttinn kviknað. Þá útskýrir Freyja hvers vegna þátturinn heiti Við eldhúsborðið. „Í gegnum þau 20 ár sem ég hef verið í einhverskonar aktivisma, persónulega og pólitískt, hef ég eytt ófáum stundum við eldhúsborðið, mitt eigið og annarra. Við eldhúsborðið höfum við skipulagt aðgerðir og skrifað greinar og yfirlýsingar, við höfum drukkið mikið kaffi, undirbúið dómsmál á þremur stigum og átt samtöl sem hafa breytt okkur. Við höfum grátið og hlegið og verið andlaus og full af krafti. Þar gerast töfrar.“ Þátturinn er á dagskrá næstu fimm mánudaga klukkan þrjár mínútur yfir fimm á Rás 1. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Freyja orðin fósturmamma: „Ég elska hann mjög mikið“ Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og réttindagæslumaður fatlaðs fólks, er orðin fósturforeldri eftir margra ára baráttu við kerfið. Hún segir biðina hafa verið langa og stranga en það hafi verið þess virði og það sé magnað að vera móðir unglingsins Steve. 10. maí 2023 00:18 Freyja „í skýjunum“ yfir dómi Hæstaréttar Í dómi Hæstaréttar var m.a. litið til þess að tilhögun mats á hæfni einstaklings til þess verða fósturforeldri væri um margt óljós. 30. október 2019 11:01 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Frá þessu greinir Freyja á Facebook síðu sinni. Þar kemur fram að í Við eldhúsborðið verði rætt við langveikt og fatlað fólk um fötlunarréttlæti sem eigi sér stað í litlum og stórum skrefum, í gegnum baráttustarf og listsköpun, og í hversdagsleikanum, stundum við eldhúsborðið. Hún segist hafa sótt innblástur í breska og bandaríska útvarpsþætti sem var stýrt af fötluðu fólki. „Það var svo hressandi að heyra fatlað fólk stjórna dagskránni og spurningunum og tala við annað fólk,“ segir í færslu Freyju. Í kjölfarið hafi hugmyndin um útvarpsþáttinn kviknað. Þá útskýrir Freyja hvers vegna þátturinn heiti Við eldhúsborðið. „Í gegnum þau 20 ár sem ég hef verið í einhverskonar aktivisma, persónulega og pólitískt, hef ég eytt ófáum stundum við eldhúsborðið, mitt eigið og annarra. Við eldhúsborðið höfum við skipulagt aðgerðir og skrifað greinar og yfirlýsingar, við höfum drukkið mikið kaffi, undirbúið dómsmál á þremur stigum og átt samtöl sem hafa breytt okkur. Við höfum grátið og hlegið og verið andlaus og full af krafti. Þar gerast töfrar.“ Þátturinn er á dagskrá næstu fimm mánudaga klukkan þrjár mínútur yfir fimm á Rás 1.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Freyja orðin fósturmamma: „Ég elska hann mjög mikið“ Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og réttindagæslumaður fatlaðs fólks, er orðin fósturforeldri eftir margra ára baráttu við kerfið. Hún segir biðina hafa verið langa og stranga en það hafi verið þess virði og það sé magnað að vera móðir unglingsins Steve. 10. maí 2023 00:18 Freyja „í skýjunum“ yfir dómi Hæstaréttar Í dómi Hæstaréttar var m.a. litið til þess að tilhögun mats á hæfni einstaklings til þess verða fósturforeldri væri um margt óljós. 30. október 2019 11:01 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Freyja orðin fósturmamma: „Ég elska hann mjög mikið“ Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og réttindagæslumaður fatlaðs fólks, er orðin fósturforeldri eftir margra ára baráttu við kerfið. Hún segir biðina hafa verið langa og stranga en það hafi verið þess virði og það sé magnað að vera móðir unglingsins Steve. 10. maí 2023 00:18
Freyja „í skýjunum“ yfir dómi Hæstaréttar Í dómi Hæstaréttar var m.a. litið til þess að tilhögun mats á hæfni einstaklings til þess verða fósturforeldri væri um margt óljós. 30. október 2019 11:01