Í áfalli yfir dýrari dekkjum og Hlöllabát Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2024 07:40 Mikil umræða er í hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi á Facebook. Er að merkja á íslenskum neytendum að verð rjúki víða upp. Ódýrasti Hlöllabáturinn kostar nú 2500 krónur og dekk í Costco hækkuðu um rúm tuttugu prósent á fjórum vikum. Þetta er meðal þess sem neytendur ræða í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi. Verðlag á Íslandi er heitt umræðuefni yfir kaffibollum landsins og í hópnum eru reglulega birt dæmi um hækkandi vöruverð. Magnús Óskar Guðnason segist ekki gera mikið af því að kvarta undan verðlagi. Honum hafi hins vegar fallist hendur í gær þegar hann lagði leið sína í Costco í Kauptúni í þeim erindagjörðum að kaupa dekk undir bílinn. Hann snarthætti við eftir að við blasti hækkun upp á 8500 krónur frá því í byrjun mánaðar. „Það voru engin tilboð í gangi eða nein merki um einhver sér verð. Vill vara fólk við þessu og passa að gera verðsamanburð, mér finnst þetta í besta falli skrýtið í sama mánuði.“ Magnús var að skoða kaup á fjórum dekkjum eins og flestir bílaeigendur. Hann birtir myndir af verðinu sem hækkaði úr 37.999 krónur þann 2. júní í 46.499 krónur þann 30. júní. Það er hækkun upp á 22 prósent. Kjötsúpa á 4500 krónur Gestur Valgarðsson vélaverkfræðingur fylgist vel með verðlagi og leggur reglulega sitt til málanna þegar honum finnst tilefni til. Honum blöskrar verðið á Hlöllabátum. Þar kostar stór bátur nú að lágmarki 2495 krónur. „Jæja, þá er Hlöllabátar orðinn lúxus veitingastaður. 6000 fyrir tvö með gosi og það á sérkjörum,“ segir Gestur. Fleiri taka undir en nokkrir leggja orð í belg og segja verðlagið svipað og hjá öðrum veitingastöðum á borð við KFC, Subway og American Style. Fleiri kvarta yfir okri á matseðlum. Kolbrúnu Söru Ósk Kristinsdóttur var brugðið við heimsókn í Perluna þar sem skál af kjötsúpu og brauð kostar 4500 krónur. „Og plokkfiskurinn þarna efst á matseðlinum er á 4.650 kr,“ segir Lára Halla Maack og er ekki skemmt. Neytendur telja fleira til. 250 gramma poki af Hrís kostar nú 798 krónur í Bónus. Melónan er komin í tæplega þúsund krónur stykkið í Krónunni. Ert þú með dæmi um hækkandi verðlag? Eða einhverjar aðrar fréttnæmar ábendingar? Ekki hika við að senda okkur línu á ritstjorn@visir.is. Verðlag Veitingastaðir Bílar Neytendur Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Þetta er meðal þess sem neytendur ræða í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi. Verðlag á Íslandi er heitt umræðuefni yfir kaffibollum landsins og í hópnum eru reglulega birt dæmi um hækkandi vöruverð. Magnús Óskar Guðnason segist ekki gera mikið af því að kvarta undan verðlagi. Honum hafi hins vegar fallist hendur í gær þegar hann lagði leið sína í Costco í Kauptúni í þeim erindagjörðum að kaupa dekk undir bílinn. Hann snarthætti við eftir að við blasti hækkun upp á 8500 krónur frá því í byrjun mánaðar. „Það voru engin tilboð í gangi eða nein merki um einhver sér verð. Vill vara fólk við þessu og passa að gera verðsamanburð, mér finnst þetta í besta falli skrýtið í sama mánuði.“ Magnús var að skoða kaup á fjórum dekkjum eins og flestir bílaeigendur. Hann birtir myndir af verðinu sem hækkaði úr 37.999 krónur þann 2. júní í 46.499 krónur þann 30. júní. Það er hækkun upp á 22 prósent. Kjötsúpa á 4500 krónur Gestur Valgarðsson vélaverkfræðingur fylgist vel með verðlagi og leggur reglulega sitt til málanna þegar honum finnst tilefni til. Honum blöskrar verðið á Hlöllabátum. Þar kostar stór bátur nú að lágmarki 2495 krónur. „Jæja, þá er Hlöllabátar orðinn lúxus veitingastaður. 6000 fyrir tvö með gosi og það á sérkjörum,“ segir Gestur. Fleiri taka undir en nokkrir leggja orð í belg og segja verðlagið svipað og hjá öðrum veitingastöðum á borð við KFC, Subway og American Style. Fleiri kvarta yfir okri á matseðlum. Kolbrúnu Söru Ósk Kristinsdóttur var brugðið við heimsókn í Perluna þar sem skál af kjötsúpu og brauð kostar 4500 krónur. „Og plokkfiskurinn þarna efst á matseðlinum er á 4.650 kr,“ segir Lára Halla Maack og er ekki skemmt. Neytendur telja fleira til. 250 gramma poki af Hrís kostar nú 798 krónur í Bónus. Melónan er komin í tæplega þúsund krónur stykkið í Krónunni. Ert þú með dæmi um hækkandi verðlag? Eða einhverjar aðrar fréttnæmar ábendingar? Ekki hika við að senda okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Ert þú með dæmi um hækkandi verðlag? Eða einhverjar aðrar fréttnæmar ábendingar? Ekki hika við að senda okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Verðlag Veitingastaðir Bílar Neytendur Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira