Samningur stærsta félags BHM gæti hreyft við öðrum félögum Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2024 11:56 Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM fylgist með gangi viðræðna einstakra félaga inn BHM, sem mörg hver hafa klasað sig saman í viðræðum við ríki og sveitarfélög. Vísir/Vilhelm Viska, nýtt stéttarfélag innan Bandalags háskólamanna, gekk fyrst félaga bandalagsins frá kjarasamningi í gær. Formaður BHM segir ekki ólíklegt að samningurinn komi hreyfingu á viðræður annarra félaga sem enn eiga eftir að semja við ríki mög sveitarfélög. Viska varð til á síðasta ári með sameiningu Fræðagarðs, Félags íslenskra félagsvísindamanna og Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga og er fjölmennasta stéttarfélagið innan Bandalags háskólamanna í dag. Kjarasamningar til fjögurra ára á almenna markaðnum lágu fyrir snemma á þessu ári og BSRB hefur einnig meira og minna lokið samningum til sama tíma. Viska varð síðan fyrst tuttugu og fjögurra félaga innan BHM til að skrifa undir kjarasamning til fjögurra ára við ríkið í gær. Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM segir ekki ólíklegt að þessi samningur hreyfi við samningagerð hjá öðrum félögum. „Já, það þykir mér ekki ólíklegt. Félögin undir hatti BHM eru náttúrlega í samningaviðræðum bæði við ríkið og sveitarfélögin. Ég hef sjálf ekki setið samningafundi en ég fylgist auðvitað með því sem er að gerast. Ég vissi það fyrir nokkrum dögum að það væri farið að ganga hjá Visku. Þannig að ég var ekki hissa að það kláraðist nú um helgina. Það er alveg eðlilegt að það komi hreyfingu á viðræðurnar hjá öðrum félögum,“ segir Kolbrún. Aðildarfélögin hafi mörg hver verið að klasa sig saman um sameiginlega hagsmuni í viðræðum sínum við ríki og sveitarfélög. Þar mætti nefna heilbrigðisfélögin, félög prófessora og háskólakennara, kjarafélög viðskipta- og hagfræðinga, stéttarfélag lögfræðinga og sérfræðinga hjá stjórnarráðinu. „Það eru auðvitað misjafnir hagsmunir og það sem hefur kannski aðeins staðið í okkar félögum frá því almenni markaðurinn samdi, er þessi langi samningur. Það tengist því að háskólamenntaðir hafa fengið sáralitlar raunkjarabætur á undanförnum árum. Eru þess vegna ekki sátt við, alla vega í fljótu bragði, að fara inn í svona langan samning,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir. Nú hafi Viska hins vegar skrifaði undir fjögurra ára samning við ríkið í gær. Haft er eftir Júlíönnu Guðmundsdóttur aðalsamningamanni félagis í tilkynningu að Viska væri stærsta aðildafélag BHM og ábyrgðarhluti að hálfu félagsins að semja til langs tíma til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Þá segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir formaður félagsins mikilvægt að samningnum fylgi sértækar aðgerðir stjórnvalda sem gagnist félagsfólki vel. Samningurinn verður kynntur félagsfólki á morgun og á miðvikudag og fer síðan í almenna atkvæðagreiðslu. Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Kjaramál Háskólar Stéttarfélög Tengdar fréttir Kjarasamningar Eflingar við Reykjavíkurborg undirritaðir Samninganefnd Eflingar stéttarfélags hefur náð samningum við viðsemjendur sína hjá Reykjavíkurborg. Kjarasamningar voru undirritaður um miðjan dag í dag, 20. júní. 20. júní 2024 15:30 Meðalheildarlaun 935 þúsund og hæst hjá ríkinu Grunnlaun á vinnumarkaði hækkuðu um rúm ellefu prósent í síðustu kjarasamningslotu. Að teknu tilliti til verðlagsþróunar jókst kaupmáttur grunntímakaups um 2,6 prósent. 20. júní 2024 10:20 Fleiri aðildarfélög BSRB semja við ríkið Samninganefndir Landssambands lögreglumanna og ríkisins hafa undirritað nýjan kjarasamning til fjögurra ára. Samningurinn var undirritaður í húsnæði ríkissáttasemjara á sjötta tímanum í dag. 13. júní 2024 23:48 Ellefu aðildarfélög BSRB skrifa undir kjarasamninga Ellefu aðildarfélög BSRB undirrituðu á öðrum tímanum í nótt nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Samið var á sambærilegum nótum og á almennum markaði í vor. 13. júní 2024 08:22 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Viska varð til á síðasta ári með sameiningu Fræðagarðs, Félags íslenskra félagsvísindamanna og Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga og er fjölmennasta stéttarfélagið innan Bandalags háskólamanna í dag. Kjarasamningar til fjögurra ára á almenna markaðnum lágu fyrir snemma á þessu ári og BSRB hefur einnig meira og minna lokið samningum til sama tíma. Viska varð síðan fyrst tuttugu og fjögurra félaga innan BHM til að skrifa undir kjarasamning til fjögurra ára við ríkið í gær. Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM segir ekki ólíklegt að þessi samningur hreyfi við samningagerð hjá öðrum félögum. „Já, það þykir mér ekki ólíklegt. Félögin undir hatti BHM eru náttúrlega í samningaviðræðum bæði við ríkið og sveitarfélögin. Ég hef sjálf ekki setið samningafundi en ég fylgist auðvitað með því sem er að gerast. Ég vissi það fyrir nokkrum dögum að það væri farið að ganga hjá Visku. Þannig að ég var ekki hissa að það kláraðist nú um helgina. Það er alveg eðlilegt að það komi hreyfingu á viðræðurnar hjá öðrum félögum,“ segir Kolbrún. Aðildarfélögin hafi mörg hver verið að klasa sig saman um sameiginlega hagsmuni í viðræðum sínum við ríki og sveitarfélög. Þar mætti nefna heilbrigðisfélögin, félög prófessora og háskólakennara, kjarafélög viðskipta- og hagfræðinga, stéttarfélag lögfræðinga og sérfræðinga hjá stjórnarráðinu. „Það eru auðvitað misjafnir hagsmunir og það sem hefur kannski aðeins staðið í okkar félögum frá því almenni markaðurinn samdi, er þessi langi samningur. Það tengist því að háskólamenntaðir hafa fengið sáralitlar raunkjarabætur á undanförnum árum. Eru þess vegna ekki sátt við, alla vega í fljótu bragði, að fara inn í svona langan samning,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir. Nú hafi Viska hins vegar skrifaði undir fjögurra ára samning við ríkið í gær. Haft er eftir Júlíönnu Guðmundsdóttur aðalsamningamanni félagis í tilkynningu að Viska væri stærsta aðildafélag BHM og ábyrgðarhluti að hálfu félagsins að semja til langs tíma til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Þá segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir formaður félagsins mikilvægt að samningnum fylgi sértækar aðgerðir stjórnvalda sem gagnist félagsfólki vel. Samningurinn verður kynntur félagsfólki á morgun og á miðvikudag og fer síðan í almenna atkvæðagreiðslu.
Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Kjaramál Háskólar Stéttarfélög Tengdar fréttir Kjarasamningar Eflingar við Reykjavíkurborg undirritaðir Samninganefnd Eflingar stéttarfélags hefur náð samningum við viðsemjendur sína hjá Reykjavíkurborg. Kjarasamningar voru undirritaður um miðjan dag í dag, 20. júní. 20. júní 2024 15:30 Meðalheildarlaun 935 þúsund og hæst hjá ríkinu Grunnlaun á vinnumarkaði hækkuðu um rúm ellefu prósent í síðustu kjarasamningslotu. Að teknu tilliti til verðlagsþróunar jókst kaupmáttur grunntímakaups um 2,6 prósent. 20. júní 2024 10:20 Fleiri aðildarfélög BSRB semja við ríkið Samninganefndir Landssambands lögreglumanna og ríkisins hafa undirritað nýjan kjarasamning til fjögurra ára. Samningurinn var undirritaður í húsnæði ríkissáttasemjara á sjötta tímanum í dag. 13. júní 2024 23:48 Ellefu aðildarfélög BSRB skrifa undir kjarasamninga Ellefu aðildarfélög BSRB undirrituðu á öðrum tímanum í nótt nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Samið var á sambærilegum nótum og á almennum markaði í vor. 13. júní 2024 08:22 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Kjarasamningar Eflingar við Reykjavíkurborg undirritaðir Samninganefnd Eflingar stéttarfélags hefur náð samningum við viðsemjendur sína hjá Reykjavíkurborg. Kjarasamningar voru undirritaður um miðjan dag í dag, 20. júní. 20. júní 2024 15:30
Meðalheildarlaun 935 þúsund og hæst hjá ríkinu Grunnlaun á vinnumarkaði hækkuðu um rúm ellefu prósent í síðustu kjarasamningslotu. Að teknu tilliti til verðlagsþróunar jókst kaupmáttur grunntímakaups um 2,6 prósent. 20. júní 2024 10:20
Fleiri aðildarfélög BSRB semja við ríkið Samninganefndir Landssambands lögreglumanna og ríkisins hafa undirritað nýjan kjarasamning til fjögurra ára. Samningurinn var undirritaður í húsnæði ríkissáttasemjara á sjötta tímanum í dag. 13. júní 2024 23:48
Ellefu aðildarfélög BSRB skrifa undir kjarasamninga Ellefu aðildarfélög BSRB undirrituðu á öðrum tímanum í nótt nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Samið var á sambærilegum nótum og á almennum markaði í vor. 13. júní 2024 08:22