Nýtt heilbrigðisvísindahús háskólans rís Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. júlí 2024 23:13 Húsið er hannað af TBL Arkitektum og mun rísa á lóð nýja Landspítalans. Ritað var undir samning um uppsteypu og frágang á nýju húsi heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, sem rísa mun á Landspítalalóðinni. Áætlað er að nýtt hús og endurbættur Læknagarður muni hýsa stóran hluta af starfsemi sviðsins og að framkvæmdir taki alls um fimm ár. Þetta kemur fram í tilkynningu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Þorvaldur H. Gissurarson, forstjóri ÞG verks, undirrituðu í dag samning um uppsteypu og frágang á nýju húsi Heilbrigðisvísindasviðs sem rísa mun á Landspítalalóðinni. ÞG verk átti lægsta tilboð í útboði verksins sem fram fór fyrr á þessu ári. „Nýtt hús Heilbrigðisvísindasviðs er afrakstur áralangrar þróunar og vinnu innan og utan HÍ með það að markmiði efla kennslu, rannsóknir og nýsköpun á sviði heilbrigðisvísinda í nánu samstarfi við Landspítala. Heilbrigðisvísindasvið gegnir enda lykilhlutverki í menntun heilbrigðisstétta á Íslandi og rannsóknum tengdum heilsu þjóðarinnar.“ Frá undirritun samningsins við Læknagarð. Frá vinstri: Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs HÍ, Þorvaldur H. Gissurarson, forstjóri ÞG verks, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri miðlægar stjórnsýslu HÍ. Þau Þorvaldur, Áslaug og Jón Atli undirrituðu samninginn en Unnur Anna og Guðmundur vottuðu hann. Stefnt er að því að uppsteypu og ytri frágangi á nýbyggingunni ljúki sumarið 2026 og gert er ráð fyrir að hægt verði að flytja inn í hana á fyrri helmingi ársins 2028. Endurbætur í Læknagarði hefjast í framhaldinu og áætlað er að þeim ljúki á árinu 2029. Allar tímasetningar eru með fyrirvara um fjárheimildir og þátttöku í útboðum. Við þetta má bæta að nýbyggingin verður umhverfisvottuð samkvæmt BREEAM-staðlinum líkt og aðrar nýbyggingar á Landspítalasvæðinu við Hringbraut. „Menntun heilbrigðisstarfsfólks er lykilatriði þegar kemur að mönnun heilbrigðiskerfisins. Að sameina einingar á sviði heilbrigðisvísinda undir einu þaki mun stuðla að betri samvinnu við kennslu og rannsóknir og þetta hús á eftir að styrkja náið samstarf Landspítala og Háskóla Íslands. Forsenda þess að hægt sé að fjölga nemum er að innviðir séu góðir og það er óhætt að segja að þessi nýbygging eigi eftir að stórbæta aðstöðu heilbrigðisvísinda,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Hér er stigið afar mikilvægt skref í byggingu húss Heilbrigðisvísindasviðs. Aðdragandinn að þeirri uppbyggingu sem er fram undan hefur verið langur eða hátt í tveir áratugir. Nýbyggingin ásamt endurgerðum Læknagarði mun gjörbreyta aðstöðu Heilbrigðisvísindasviðs til hins betra. Ég vil þakka öllum þeim sem komið hafa að verkefninu fyrir ómetanlegt framlag,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Eins og áður sagði er gert ráð fyrir að nær öll starfsemi sviðsins verði í byggingunni en hún er nú á níu stöðum víða um borgina. Eirberg, sem frá upphafi hefur hýst Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild HÍ á Landspítalalóðinni, verður nýtt áfram af sviðinu eftir því sem þörf krefur. Myndatexti: Frá undirritun samningsins við Læknagarð. Frá vinstri: Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs HÍ, Þorvaldur H. Gissurarson, forstjóri ÞG verks, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri miðlægar stjórnsýslu HÍ. Þau Þorvaldur, Áslaug og Jón Atli undirrituðu samninginn en Unnur Anna og Guðmundur vottuðu hann. Skóla- og menntamál Háskólar Heilbrigðismál Landspítalinn Stjórnsýsla Byggingariðnaður Skipulag Reykjavík Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Þorvaldur H. Gissurarson, forstjóri ÞG verks, undirrituðu í dag samning um uppsteypu og frágang á nýju húsi Heilbrigðisvísindasviðs sem rísa mun á Landspítalalóðinni. ÞG verk átti lægsta tilboð í útboði verksins sem fram fór fyrr á þessu ári. „Nýtt hús Heilbrigðisvísindasviðs er afrakstur áralangrar þróunar og vinnu innan og utan HÍ með það að markmiði efla kennslu, rannsóknir og nýsköpun á sviði heilbrigðisvísinda í nánu samstarfi við Landspítala. Heilbrigðisvísindasvið gegnir enda lykilhlutverki í menntun heilbrigðisstétta á Íslandi og rannsóknum tengdum heilsu þjóðarinnar.“ Frá undirritun samningsins við Læknagarð. Frá vinstri: Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs HÍ, Þorvaldur H. Gissurarson, forstjóri ÞG verks, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri miðlægar stjórnsýslu HÍ. Þau Þorvaldur, Áslaug og Jón Atli undirrituðu samninginn en Unnur Anna og Guðmundur vottuðu hann. Stefnt er að því að uppsteypu og ytri frágangi á nýbyggingunni ljúki sumarið 2026 og gert er ráð fyrir að hægt verði að flytja inn í hana á fyrri helmingi ársins 2028. Endurbætur í Læknagarði hefjast í framhaldinu og áætlað er að þeim ljúki á árinu 2029. Allar tímasetningar eru með fyrirvara um fjárheimildir og þátttöku í útboðum. Við þetta má bæta að nýbyggingin verður umhverfisvottuð samkvæmt BREEAM-staðlinum líkt og aðrar nýbyggingar á Landspítalasvæðinu við Hringbraut. „Menntun heilbrigðisstarfsfólks er lykilatriði þegar kemur að mönnun heilbrigðiskerfisins. Að sameina einingar á sviði heilbrigðisvísinda undir einu þaki mun stuðla að betri samvinnu við kennslu og rannsóknir og þetta hús á eftir að styrkja náið samstarf Landspítala og Háskóla Íslands. Forsenda þess að hægt sé að fjölga nemum er að innviðir séu góðir og það er óhætt að segja að þessi nýbygging eigi eftir að stórbæta aðstöðu heilbrigðisvísinda,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Hér er stigið afar mikilvægt skref í byggingu húss Heilbrigðisvísindasviðs. Aðdragandinn að þeirri uppbyggingu sem er fram undan hefur verið langur eða hátt í tveir áratugir. Nýbyggingin ásamt endurgerðum Læknagarði mun gjörbreyta aðstöðu Heilbrigðisvísindasviðs til hins betra. Ég vil þakka öllum þeim sem komið hafa að verkefninu fyrir ómetanlegt framlag,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Eins og áður sagði er gert ráð fyrir að nær öll starfsemi sviðsins verði í byggingunni en hún er nú á níu stöðum víða um borgina. Eirberg, sem frá upphafi hefur hýst Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild HÍ á Landspítalalóðinni, verður nýtt áfram af sviðinu eftir því sem þörf krefur. Myndatexti: Frá undirritun samningsins við Læknagarð. Frá vinstri: Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs HÍ, Þorvaldur H. Gissurarson, forstjóri ÞG verks, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri miðlægar stjórnsýslu HÍ. Þau Þorvaldur, Áslaug og Jón Atli undirrituðu samninginn en Unnur Anna og Guðmundur vottuðu hann.
Skóla- og menntamál Háskólar Heilbrigðismál Landspítalinn Stjórnsýsla Byggingariðnaður Skipulag Reykjavík Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira