Allt að fimmtíu prósent aukning tilfella alvarlegrar ókyrrðar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. júlí 2024 11:25 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að tilfellum alvarlegrar ókyrrðar gæti fjölgað um fimmtíu prósent. Stöð 2 Loftslagsbreytingar verða þess valdandi að tilfellum ókyrrðar í háloftunum fjölgar. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku.is í samtali við fréttastofu. Hækkandi hitastig í veðrahvolfinu, neðra hluta lofthjúpsins, hefur þau áhrif að kólnar í heiðhvolfinu og hitamunurinn veldur aukinni ókyrrð. „Vindbreytingin með hæð í því lagi sem flugvélarnar fljúga hefur þær afleiðingar að það er meira um ókyrrð en áður. Menn hafa sýnt fram á þetta bæði fræðilega og líka með því að skoða óbeinar mælingar þarna uppi með svokölluðum endurgreiningum veðurlíkana,“ segir Einar. Getur komið mönnum í opna skjöldu Veðurfræðingar hjá háskólanum í Reading í Bretlandi birtu niðurstöður rannsóknar fyrir nokkrum árum og mælingar þeirra bentu til þess að vegna hitabreytinga hefðu vindbreytingar með aukist markvert síðustu fjóra áratugina. 15 prósent meiri vindbreyting væri nú með hæð en áður nálægt 34 þúsund fetum. Veðrahvolfið (e. troposphere) hlýnar og þá kólnar heiðhvolfið (e. stratosphere) með þeim afleiðingum að vindbreyting með hæð eykst.Blika.is „Öll vindbreyting á milli fluglaga og eins í sömu hæð í stefnu vélarinnar getur verið uppspretta heiðkviku. Oft er henni spáð og flugstjórar forðast hana með heimild til ýmist lækkunar eða hækkunar á flughæð. En hún getur líka komið mönnum algerlega í opna skjöldu eins og dæmin sanna,“ skrifaði Einar á Bliku.is á dögunum. Allt að fimmtíu prósent aukning Flugumferð hefur aukist mikið á þessu sama tímabili en mælingarnar benda til markverðar aukningar þó að leiðrétt sé með umferðinni. „Menn vilja meina að þetta eigi eftir að versna. Menn sjá fram á það að það geti verið aukning á ókyrrðartilvikum um fimmtíu prósent,“ segir Einar. Mest ber á ókyrrðinni beggja vegna miðbaugs en breytinganna gætir þó um allan heim. Einar segir lítið hægt að gera til að sporna við þessari þróun. „Það er voða lítið hægt að gera annað en að sjá hvort hægt sé að breyta flughæðum. Hins vegar er vélunum engin hætta búin, þær þola þetta. Þetta snýst um farþegana, að þeir séu ekki að kastast til,“ segir Einar. Ósýnilegur brotsjór Hann líkir heiðkvikunni við ósýnilega öldu sem brotnar fram yfir sig. Tæki séu til til að mæla og spá fyrir um heiðkviku í háloftunum en þau séu ekki gallalaus. „Það eru gefnar út spár en samt sem áður getur þetta alltaf komið mönnum í opna skjöldu. Menn eru að afla þekkingar og það er verið að rannsaka þetta um allan heim. Maður gerir vonir um það að það verði eitthvað komið út úr þessu á næstu ári,“ segir Einar og brýnir fyrir flugfarþegum að sitja kyrr með beltin spennt. „Þetta er bara eins og í bílferðum. Maður á bara að vera spenntur í belti, líka í flugi á miðri leið. Það er sams konar trygging eins og að vera spenntur í bíl,“ segir Einar. Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
„Vindbreytingin með hæð í því lagi sem flugvélarnar fljúga hefur þær afleiðingar að það er meira um ókyrrð en áður. Menn hafa sýnt fram á þetta bæði fræðilega og líka með því að skoða óbeinar mælingar þarna uppi með svokölluðum endurgreiningum veðurlíkana,“ segir Einar. Getur komið mönnum í opna skjöldu Veðurfræðingar hjá háskólanum í Reading í Bretlandi birtu niðurstöður rannsóknar fyrir nokkrum árum og mælingar þeirra bentu til þess að vegna hitabreytinga hefðu vindbreytingar með aukist markvert síðustu fjóra áratugina. 15 prósent meiri vindbreyting væri nú með hæð en áður nálægt 34 þúsund fetum. Veðrahvolfið (e. troposphere) hlýnar og þá kólnar heiðhvolfið (e. stratosphere) með þeim afleiðingum að vindbreyting með hæð eykst.Blika.is „Öll vindbreyting á milli fluglaga og eins í sömu hæð í stefnu vélarinnar getur verið uppspretta heiðkviku. Oft er henni spáð og flugstjórar forðast hana með heimild til ýmist lækkunar eða hækkunar á flughæð. En hún getur líka komið mönnum algerlega í opna skjöldu eins og dæmin sanna,“ skrifaði Einar á Bliku.is á dögunum. Allt að fimmtíu prósent aukning Flugumferð hefur aukist mikið á þessu sama tímabili en mælingarnar benda til markverðar aukningar þó að leiðrétt sé með umferðinni. „Menn vilja meina að þetta eigi eftir að versna. Menn sjá fram á það að það geti verið aukning á ókyrrðartilvikum um fimmtíu prósent,“ segir Einar. Mest ber á ókyrrðinni beggja vegna miðbaugs en breytinganna gætir þó um allan heim. Einar segir lítið hægt að gera til að sporna við þessari þróun. „Það er voða lítið hægt að gera annað en að sjá hvort hægt sé að breyta flughæðum. Hins vegar er vélunum engin hætta búin, þær þola þetta. Þetta snýst um farþegana, að þeir séu ekki að kastast til,“ segir Einar. Ósýnilegur brotsjór Hann líkir heiðkvikunni við ósýnilega öldu sem brotnar fram yfir sig. Tæki séu til til að mæla og spá fyrir um heiðkviku í háloftunum en þau séu ekki gallalaus. „Það eru gefnar út spár en samt sem áður getur þetta alltaf komið mönnum í opna skjöldu. Menn eru að afla þekkingar og það er verið að rannsaka þetta um allan heim. Maður gerir vonir um það að það verði eitthvað komið út úr þessu á næstu ári,“ segir Einar og brýnir fyrir flugfarþegum að sitja kyrr með beltin spennt. „Þetta er bara eins og í bílferðum. Maður á bara að vera spenntur í belti, líka í flugi á miðri leið. Það er sams konar trygging eins og að vera spenntur í bíl,“ segir Einar.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira