Hjálmar segist ekki kærður því það sé ekkert að kæra Jakob Bjarnar skrifar 2. júlí 2024 16:11 Sigríður Dögg formaður BÍ og Hjálmar Jónsson. Óhætt er að segja að andað hafi köldu þeirra á milli nú um hríð og sér ekki fyrir endann á því þó svo að félagið hafi ákveðið að kæra fyrrverandi framkvæmdastjórann ekki þrátt fyrir að tilefni sé til, að sögn stjórnar. vísir/vilhelm Hjálmar Jónsson fyrrverandi framkvæmdastjóri BÍ segir stjórnina senda sér kaldar kveðjur við starfslokin. En fjallið hafi nú tekið joðsótt og það hafi fæðst mús. Hjálmar er greinilega ósáttur við það hvernig stjórn BÍ hefur tekið á málinu en í tilkynningu til félagsmanna telur hún heppilegra að ljúka málinu strax fremur en að kæra Hjálmar vegna óreiðu í bókhaldsmálum. Eftir niðurstöður úttektar KPMG á tilteknum færslum í bókhaldi BÍ, sem kynnt var félagsmönnum á aðalfundi í apríl síðastliðinn, hafi stjórn félagsins óskað eftir lögfræðiáliti frá Logos lögfræðiþjónustu um mögulega refsiábyrgð Hjálmars vegna háttsemi hans í starfi. Lögmaður Logos, sem sé sérfræðingur í málaflokknum, hafi byggt minnisblað sitt á úttekt KPMG og þeim ábendingum sem þar komu fram við skoðun á gögnum félagsins. Hjálmar hefur sent Vísi grein til birtingar þar sem hann gefur lítið fyrir þetta en greinin er undir yfirskriftinni „Hátt reitt til höggs“ en þar segir hann að ekki hafi komið sér á óvart að stjórnin hafi ákveðið að kæra sig ekki fyrir brot í starfi framkvæmdastjóra félagsins. „Það stafar einfaldlega af því að það hafa aldrei verið efni til þess að einu eða neinu leyti. Þvert á móti þjónaði ég félaginu af einstakri trúmennsku, þó ég segi sjálfur frá, öll þau 35 ár sem ég kom að trúnaðarstörfum fyrir félagið, með einum eða öðrum hætti. Hagur félagsins hefur blómgast með einstökum hætti á þessum tíma, ekki síst síðustu rúm 20 árin sem ég var framkvæmdastjóri félagsins,“ segir í grein Hjálmars. Hann segir að athugun á bókahaldi félagsins síðastliðinna tíu ára hafi engu skilað, þegar upp sé staðið, sú sé staðreynd málsins. „Öllum atriðum hefur verið svarað með fullnægjandi hætti, þó reynt sé að láta það líta öðru vísi út til að réttlæta þann fjáraustur sem þessi aðför að æru minni hefur kostað. Fjallið tók jóðsótt og það fæddist mús!“ Fjölmiðlar Félagasamtök Stéttarfélög Tengdar fréttir Neitaði formanni um aðgang að reikningum BÍ og því fór sem fór Hjálmar Jónsson, sem í gær var rekinn sem framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, segir endanlega hafa soðið upp úr milli hans og formanns BÍ, Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, þegar hún fór fram á að fá svonefndan „skoðunaraðgang“ að reikningum félagsins. 11. janúar 2024 15:31 Segja Hjálmar staðfesta trúnaðarbrest með öðrum orðum Stjórn Blaðamannafélags Íslands áréttar að ákvörðun um starfslok framkvæmdastjóra félagsins, Hjálmars Jónssonar, var einróma samþykkt í stjórn félagsins og kemur til vegna trúnaðarbrests milli hans og stjórnar sem hefur verið viðvarandi um nokkurra mánaða skeið. 12. janúar 2024 16:51 Framkvæmdastjórinn sagður hafa greitt sjálfum sér án heimildar Fyrrverandi framkvæmdastjóri og formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ) er sagður hafa greitt sjálfum sér milljónir í fyrirframgreidd laun og stofnað til annarra útgjalda án heimildar í úttekt sem endurskoðunarfyrirtæki gerði á bókhaldi félagsins. 19. apríl 2024 18:32 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Hjálmar er greinilega ósáttur við það hvernig stjórn BÍ hefur tekið á málinu en í tilkynningu til félagsmanna telur hún heppilegra að ljúka málinu strax fremur en að kæra Hjálmar vegna óreiðu í bókhaldsmálum. Eftir niðurstöður úttektar KPMG á tilteknum færslum í bókhaldi BÍ, sem kynnt var félagsmönnum á aðalfundi í apríl síðastliðinn, hafi stjórn félagsins óskað eftir lögfræðiáliti frá Logos lögfræðiþjónustu um mögulega refsiábyrgð Hjálmars vegna háttsemi hans í starfi. Lögmaður Logos, sem sé sérfræðingur í málaflokknum, hafi byggt minnisblað sitt á úttekt KPMG og þeim ábendingum sem þar komu fram við skoðun á gögnum félagsins. Hjálmar hefur sent Vísi grein til birtingar þar sem hann gefur lítið fyrir þetta en greinin er undir yfirskriftinni „Hátt reitt til höggs“ en þar segir hann að ekki hafi komið sér á óvart að stjórnin hafi ákveðið að kæra sig ekki fyrir brot í starfi framkvæmdastjóra félagsins. „Það stafar einfaldlega af því að það hafa aldrei verið efni til þess að einu eða neinu leyti. Þvert á móti þjónaði ég félaginu af einstakri trúmennsku, þó ég segi sjálfur frá, öll þau 35 ár sem ég kom að trúnaðarstörfum fyrir félagið, með einum eða öðrum hætti. Hagur félagsins hefur blómgast með einstökum hætti á þessum tíma, ekki síst síðustu rúm 20 árin sem ég var framkvæmdastjóri félagsins,“ segir í grein Hjálmars. Hann segir að athugun á bókahaldi félagsins síðastliðinna tíu ára hafi engu skilað, þegar upp sé staðið, sú sé staðreynd málsins. „Öllum atriðum hefur verið svarað með fullnægjandi hætti, þó reynt sé að láta það líta öðru vísi út til að réttlæta þann fjáraustur sem þessi aðför að æru minni hefur kostað. Fjallið tók jóðsótt og það fæddist mús!“
Fjölmiðlar Félagasamtök Stéttarfélög Tengdar fréttir Neitaði formanni um aðgang að reikningum BÍ og því fór sem fór Hjálmar Jónsson, sem í gær var rekinn sem framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, segir endanlega hafa soðið upp úr milli hans og formanns BÍ, Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, þegar hún fór fram á að fá svonefndan „skoðunaraðgang“ að reikningum félagsins. 11. janúar 2024 15:31 Segja Hjálmar staðfesta trúnaðarbrest með öðrum orðum Stjórn Blaðamannafélags Íslands áréttar að ákvörðun um starfslok framkvæmdastjóra félagsins, Hjálmars Jónssonar, var einróma samþykkt í stjórn félagsins og kemur til vegna trúnaðarbrests milli hans og stjórnar sem hefur verið viðvarandi um nokkurra mánaða skeið. 12. janúar 2024 16:51 Framkvæmdastjórinn sagður hafa greitt sjálfum sér án heimildar Fyrrverandi framkvæmdastjóri og formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ) er sagður hafa greitt sjálfum sér milljónir í fyrirframgreidd laun og stofnað til annarra útgjalda án heimildar í úttekt sem endurskoðunarfyrirtæki gerði á bókhaldi félagsins. 19. apríl 2024 18:32 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Neitaði formanni um aðgang að reikningum BÍ og því fór sem fór Hjálmar Jónsson, sem í gær var rekinn sem framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, segir endanlega hafa soðið upp úr milli hans og formanns BÍ, Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, þegar hún fór fram á að fá svonefndan „skoðunaraðgang“ að reikningum félagsins. 11. janúar 2024 15:31
Segja Hjálmar staðfesta trúnaðarbrest með öðrum orðum Stjórn Blaðamannafélags Íslands áréttar að ákvörðun um starfslok framkvæmdastjóra félagsins, Hjálmars Jónssonar, var einróma samþykkt í stjórn félagsins og kemur til vegna trúnaðarbrests milli hans og stjórnar sem hefur verið viðvarandi um nokkurra mánaða skeið. 12. janúar 2024 16:51
Framkvæmdastjórinn sagður hafa greitt sjálfum sér án heimildar Fyrrverandi framkvæmdastjóri og formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ) er sagður hafa greitt sjálfum sér milljónir í fyrirframgreidd laun og stofnað til annarra útgjalda án heimildar í úttekt sem endurskoðunarfyrirtæki gerði á bókhaldi félagsins. 19. apríl 2024 18:32