Umræðan verði að vera málefnaleg Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. júlí 2024 18:20 Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix sýnir því skilning að íbúar á Völlunum spyrji spurninga um verkefni fyrirtækisins í grenndinni. Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix segir eðlilegt að íbúar spyrji spurninga um verkefni fyrirtækisins í Straumsvík. Umræðan verði hins vegar að vera málefnaleg. Í gær var greint frá því að rúmlega 4500 íbúar í Hafnarfirði hafi skrifað undir undirskriftalista þar sem staðsetningu borteiga Carbfix, sunnan við álverið í Straumsvík, er mótmælt. Í lýsingu listans á island.is segir að óvissa ríki um árangur og afleiðingar verkefnisins á íbúa í bænum og náttúrufar. „Það er auðvitað mjög eðlilegt að umræðan sé í gangi og við fögnum því bara,“ segir Edda Sif í samtali við Vísi. Til þess er opni hluti umhverfismatsferilsins. Við höfum alveg frá því að við kynntum verkefnið til leiks árið 2021, verið að reyna að ná upp umræðu. Við skrifuðum undir þverpólitíska viljayfirlýsingu með Hafnarfjarðarbæ, haldið reglulega íbúafundi. Öllum hefur verið boðið að taka þátt í umræðunni,“ Hún leggur áherslu á að umræðan sé málefnaleg. „Við sýnum því skilning að íbúar spyrji spurninga og við svörum þeim glöð. Þetta er ný starfsemi á þessu svæði þó við höfum rekið sambærileg kerfi á Hellisheiði í meira en tíu ár.“ Áhrif heilt yfir óveruleg Spurð út í áhyggjur íbúa um áhrif á grunnvatnsstöðu og rennsli til sjávar segir Edda Sif: „Við höfum verið í mjög umfangsmiklum rannsóknum í töluvert langan tíma, sem leggja grunninn að umhverfismatinu sem nú er til umfjöllunar. Heilt yfir eru áhrifin óveruleg eða verulega jákvæð af þessu verkefni. En það er rétt að þó áhrifin séu heilt yfir óveruleg er ákveðin óvissa og það er þess vegna sem við munum halda áfram rannsóknum og byggja verkefnið upp í áföngum. Þó hermireikningar sýni fram á einhverja sveiflu í grunnvatnsborði, þá er hún minni í langflestum tilfellumen þessi náttúrulega sveifla. Þannig það er mikilvægt að setja þetta í samhengi. Við erum með umfangsmikla vöktunaráætlun sem er kynnt samhliða umhverfisáætlun, auk aðgerða til að draga úr óvissu.“ Möguleg óvissa árið 2032 Edda Sif leggur sömuleiðis áherslu á að í fyrstu áföngunum sé ekki óvissa um áhrif á náttúru. „Þá munum við afla frekari gagna og auðvitað besta áfangana sem á eftir koma, byggt á niðurstöðum sem koma þaðan. Þessari nálgun hefur verið beitt í áratugi, þannig að óvissu sem er mögulega spáð í fjórða áfanga 2032 og í framhaldi af því, verður ekki lengur til staðar með þeim hætti sem hún er í dag vegna þess að við verðum komin með miklu betri svör löngu fyrir þann tíma,“ segir Edda Sif. Umsagnarfrestur fyrir matið er ekki liðinn. Skipulagsstofnun vinnur í framhaldinu að matinu samkvæmt ferli um mat á umhverfisáhrifum. „Við höfum allavega lagt okkur fram við að hafa gott aðgengi að upplýsingum um árabil,“ Loftslagsmál Hafnarfjörður Stóriðja Stjórnsýsla Umhverfismál Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Í gær var greint frá því að rúmlega 4500 íbúar í Hafnarfirði hafi skrifað undir undirskriftalista þar sem staðsetningu borteiga Carbfix, sunnan við álverið í Straumsvík, er mótmælt. Í lýsingu listans á island.is segir að óvissa ríki um árangur og afleiðingar verkefnisins á íbúa í bænum og náttúrufar. „Það er auðvitað mjög eðlilegt að umræðan sé í gangi og við fögnum því bara,“ segir Edda Sif í samtali við Vísi. Til þess er opni hluti umhverfismatsferilsins. Við höfum alveg frá því að við kynntum verkefnið til leiks árið 2021, verið að reyna að ná upp umræðu. Við skrifuðum undir þverpólitíska viljayfirlýsingu með Hafnarfjarðarbæ, haldið reglulega íbúafundi. Öllum hefur verið boðið að taka þátt í umræðunni,“ Hún leggur áherslu á að umræðan sé málefnaleg. „Við sýnum því skilning að íbúar spyrji spurninga og við svörum þeim glöð. Þetta er ný starfsemi á þessu svæði þó við höfum rekið sambærileg kerfi á Hellisheiði í meira en tíu ár.“ Áhrif heilt yfir óveruleg Spurð út í áhyggjur íbúa um áhrif á grunnvatnsstöðu og rennsli til sjávar segir Edda Sif: „Við höfum verið í mjög umfangsmiklum rannsóknum í töluvert langan tíma, sem leggja grunninn að umhverfismatinu sem nú er til umfjöllunar. Heilt yfir eru áhrifin óveruleg eða verulega jákvæð af þessu verkefni. En það er rétt að þó áhrifin séu heilt yfir óveruleg er ákveðin óvissa og það er þess vegna sem við munum halda áfram rannsóknum og byggja verkefnið upp í áföngum. Þó hermireikningar sýni fram á einhverja sveiflu í grunnvatnsborði, þá er hún minni í langflestum tilfellumen þessi náttúrulega sveifla. Þannig það er mikilvægt að setja þetta í samhengi. Við erum með umfangsmikla vöktunaráætlun sem er kynnt samhliða umhverfisáætlun, auk aðgerða til að draga úr óvissu.“ Möguleg óvissa árið 2032 Edda Sif leggur sömuleiðis áherslu á að í fyrstu áföngunum sé ekki óvissa um áhrif á náttúru. „Þá munum við afla frekari gagna og auðvitað besta áfangana sem á eftir koma, byggt á niðurstöðum sem koma þaðan. Þessari nálgun hefur verið beitt í áratugi, þannig að óvissu sem er mögulega spáð í fjórða áfanga 2032 og í framhaldi af því, verður ekki lengur til staðar með þeim hætti sem hún er í dag vegna þess að við verðum komin með miklu betri svör löngu fyrir þann tíma,“ segir Edda Sif. Umsagnarfrestur fyrir matið er ekki liðinn. Skipulagsstofnun vinnur í framhaldinu að matinu samkvæmt ferli um mat á umhverfisáhrifum. „Við höfum allavega lagt okkur fram við að hafa gott aðgengi að upplýsingum um árabil,“
Loftslagsmál Hafnarfjörður Stóriðja Stjórnsýsla Umhverfismál Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira