„Bæði lið gátu klárlega stolið þessu í dag“ Kári Mímisson skrifar 2. júlí 2024 22:50 Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, fékk langþráð stig í hús en vildi meira. Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, segir að tilfinningarnar séu blendnar eftir að lið hans gerði jafntefli við Víking í Bestu deild kvenna í kvöld. Leikurinn var mjög kaflaskiptur og gátu bæði lið tekið stigin þrjú hér í dag en niðurstaðan var markalaust jafntefli sem flestir myndu segja að væri sanngjörn úrslit. „Þau eru tvíblendin. Fyrsta stigið í langan tíma og við gleðjumst yfir því en við hefðum sannarlega viljað hafa þau þrjú og gátum alveg gert tilkall til þess enda fengum við færin til þess. Þannig að það má segja að þetta sé frekar súrsæt,“ sagði Gunnar strax að leik loknum. Síðustu sóknir leiksins féll í hönd Víkinga en á undan því hafði Fylkir fengið nokkur góð færi en inn vildi boltinn ekki. Gunnar segist hafa orðið smá smeykur undir lokin. „Bæði lið gátu klárlega stolið þessu í dag. Þetta var skemmtilegur og opin leikur. Þetta gat fallið hvoru megin sem var. Maður var aðeins farinn að hugsa, þar sem þær hafa stolið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar sinnum í lokin gegn okkur. Þannig að maður var orðin smá smeykur við það. Ég hafði þó trú á þessu og var að vonast til þess að við gætum sett eitt mark.“ Þetta er í fyrsta sinn í sumar sem Fylkir heldur hreinu, eitthvað sem Árbæingar fagna væntanlega. Varnarleikur liðsins var mjög góður í dag og þá var Tinna Brá mjög góð milli stangan í dag. „Ég er virkilega sáttur við að takast að halda hreinu og með stelpurnar sem lögðu gríðarlega mikið í þennan leik, hjarta og sál. Við lögðum upp með að þetta væri svolítill lykilleikur fyrir okkur og ætluðum að ná í þessi þrjú stig. Við vorum að verjast vel bæði sem lið og einstaklingar og þannig náum við að halda hreinu,“ sagði Gunnar. Fylkir hafði ekki sótt stig í tvo mánuði fyrir leikinn í dag en spilamennskan heilt yfir var góð. Sérð þú miklar framfarir á leik liðsins í dag og að undanförnu? „Klárlega. Varnarleikurinn hefur verið að batna hægt og bítandi hjá okkur. Sóknarleikurinn í dag var allt annar. Við gerðum smá stöðubreytingar sem mér fannst skila góðu, betri færum og betri sóknum,“ sagði Gunnar. Besta deild kvenna Fylkir Víkingur Reykjavík Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sjá meira
„Þau eru tvíblendin. Fyrsta stigið í langan tíma og við gleðjumst yfir því en við hefðum sannarlega viljað hafa þau þrjú og gátum alveg gert tilkall til þess enda fengum við færin til þess. Þannig að það má segja að þetta sé frekar súrsæt,“ sagði Gunnar strax að leik loknum. Síðustu sóknir leiksins féll í hönd Víkinga en á undan því hafði Fylkir fengið nokkur góð færi en inn vildi boltinn ekki. Gunnar segist hafa orðið smá smeykur undir lokin. „Bæði lið gátu klárlega stolið þessu í dag. Þetta var skemmtilegur og opin leikur. Þetta gat fallið hvoru megin sem var. Maður var aðeins farinn að hugsa, þar sem þær hafa stolið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar sinnum í lokin gegn okkur. Þannig að maður var orðin smá smeykur við það. Ég hafði þó trú á þessu og var að vonast til þess að við gætum sett eitt mark.“ Þetta er í fyrsta sinn í sumar sem Fylkir heldur hreinu, eitthvað sem Árbæingar fagna væntanlega. Varnarleikur liðsins var mjög góður í dag og þá var Tinna Brá mjög góð milli stangan í dag. „Ég er virkilega sáttur við að takast að halda hreinu og með stelpurnar sem lögðu gríðarlega mikið í þennan leik, hjarta og sál. Við lögðum upp með að þetta væri svolítill lykilleikur fyrir okkur og ætluðum að ná í þessi þrjú stig. Við vorum að verjast vel bæði sem lið og einstaklingar og þannig náum við að halda hreinu,“ sagði Gunnar. Fylkir hafði ekki sótt stig í tvo mánuði fyrir leikinn í dag en spilamennskan heilt yfir var góð. Sérð þú miklar framfarir á leik liðsins í dag og að undanförnu? „Klárlega. Varnarleikurinn hefur verið að batna hægt og bítandi hjá okkur. Sóknarleikurinn í dag var allt annar. Við gerðum smá stöðubreytingar sem mér fannst skila góðu, betri færum og betri sóknum,“ sagði Gunnar.
Besta deild kvenna Fylkir Víkingur Reykjavík Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sjá meira