Hamingjan grundvallast á gæðum hugsananna Árni Már Jensson skrifar 3. júlí 2024 07:00 Ferðalag andans gegnum hugsun og tungu má líkja við salibunu ljóss og myrkurs um mannssálina sem ýmist endar í ánægju eða óánægju - allt háð athyglibeitingu þess sem hugðuninni stjórnar í garð þess sem athyglin beinist til. Þessi valkvæða togstreita mannsins afmarkast af hugsunum hans, orðum og atgervi, sem oft reynist erfitt að sjálfgreina á annan hátt en gegnum fíngerða þræði eigin tilfinninga. Tilfinninga sem gera sig læsar gegnum líkamlega og andlega líðan samviskunnar. Beinist athyglin til illmælgis líður manninum tilfinningalega illa en sé athyglinni beint í farveg góðmælgis líður honum vel. Hvaðan er þetta orsakalögmál tilfinninganna upprunnið. Lögmál sem kristallast í eðlisávísun og samvisku allra manna óháð tungumáli, menntun eða menningarheimi. Lögmál sem allir heilbrigðir menn skynja með sama hætti? Í myndlíkingu hugans er maðurinn svolítið eins og trekt sem dregur að sér þá tegund orku sem athyglin beinist að. Aðlöðun er þannig frumeðli atómanna sem eru byggingarefni alls lífs og maðurinn er undirorpinn. Hvaðan viskan, skipulagið og tilfinningarnar eru upprunnar, sem stjórna atómunum, er hin eilífa ráðgáta sem hugur mannsins er ófær um að auðkenna með röktengdri hugsun - væntanlega vegna samrunatengds skyldleika við upprunann. Umræðan í umsagnarkerfum samfélagsmiðla hér á landi endurspeglar gjarnan vanlíðan sem litar tóneðli umræðunnar. Umræðu sem endurvarpar hliðrænum veruleika óánægju í stað málefnalegra skoðana. Neikvæð orka verður þannig skoðanamyndandi aðdráttarafl sem yfirskyggir uppbyggilega umræðu heilbrigðra skoðanaskipta. Uppbyggileg gagnrýni er ekki einungis mikilvæg rýnandanum og þeim sem gagnrýninni verður fyrir, heldur einnig og ekki síður, samfélagi þeirra. Best heppnaðasta stjórnarfar sögunnar, lýðræðið, grundvallast t.a.m. á tjáningafrelsi og því mikilvægt að fólk nýti sér þann rétt óskertan. En hvernig sá réttur er iðkaður skiptir öllu máli. Þannig má líkja uppbyggilegri rökræðu við ákveðna jafnvægislist hugsunar, tilfinninga og tungu þar sem samviskan filterar hismið frá kjarnanum svo úr verði vitræn skoðanaskipti. Með iðkun slíkrar list-tjáningar myndast orkusamruni gagnhvæmrar virðingar, ólíkra sjónarmiða, mismunandi aðila. Þessi sjónarmið móta samfélag mannsins til góðs sé gagnkvæm persónu og málaefnavirðing viðhöfð. Misnoti gagnrýnandinn hins vegar hugsun og tungu með orðaflaumi ókurteisi og svívirðingum bíður hann ósigur sem verðugur umsagnaraðili og andstæðingur þess málefnis sem hann gagnrýnir. Sama gildir um þann sem gagnrýninni verður fyrir. Aftur að illmælgi Er þá sá sem illmælginu beitir slæmur í eðli sínu? Nei, ekki endilega, en honum líður hins vegar nógsamlega illa, einhverra orsaka vegna, til að hugar og tilfinningaleg orka hans samtvinnist orku myrkurs í stað ljóss - neikvæðni í stað jákvæðni. T.a.m. iðkar einstaklingur vart illmælgi í garð annars nema að samsama sér slíkri orku tilfinningalega - að vera hluti orkunnar. Fylgni atómanna innan orkusamruna hugarmengisins eru þannig í átt athyglisbeitingarinnar. Persónuleg vanlíðan verður þannig jarðvegurinn að þeirri uppskeru sem veldur neikvæðri hugsun og tungu. Vanlíðan, sem er oftar en ekki ómeðvituð kennd og kann að vera alls óskyld þeim einstaklingi eða málefni sem illmælgin beinist að. Þannig er grunnur illmælginar gjarnan neikvæð tilfinningatengd hugarorka, sem ein og sér lifir og magnast í vesöld og vansælu þess sem slíkt iðkar, án rökrænna tengsla við þann sem illmælgin beinist að, hvað þá málefninu sjálfu. Hvert er eðli heilbrigðrar gagnrýni? Gagnrýni má lýsa sem nokkurskonar upp-brotsaðferð framsettra hugmynda sem fela í sér ólík sjónarmið mismunandi aðila á ákveðnu afmörkuðu máli eða viðfangsefni sem rýnandanum er annt um að öðlast dýpri skilning með áhrifamarkmið að leiðarljósi. Uppbyggileg gagnrýni einkennist þannig af skilningsvilja, upplýstum huga, samúð og virðingu. Þegar stigið er inn í hring slíkrar samræðulistar með lausnarmiðuðu og uppbyggilegu hugarfari kunna úrslitin að leiða til þess að annar gagnstæðra aðila, eða báðir, skipti um skoðun eður ei. Kurteisi og gagnhvæm virðing andstæðra sjónarmiða og einstaklinga eru ávalt lykilatriði í upplýsandi rökræðum eigi þær að leiða til vitrænnar niðurstöðu. Í þessum efnum er mikilvægt að hafa hugfast, að það sem einum þykir rétt er í lagi að öðrum þyki ekki - vise versa. Gagnrýnandinn, eins og sá sem gagnrýninni verður fyrir, eigi þeir að vera liðtækir í samfélagi hugsandi fólks, þurfa að búa yfir eiginleikum sjálfsgagnrýni samfara and-gagnrýni. M.ö.o., aðilar þurfa að vera þess umkomnir í auðmýkt andrúmsins, gerist þess þörf, að skipta um skoðun og játa sig hugmyndafræðilega sigraða í þágu vitrænnar niðurstöðu, frekar en að falla í andstæðar skotgrafir þrætunnar. Þannig eru eðlislögmál atómanna svolítið eins og boomerang. Það sem athygli þín býður að þú kastir frá þér færðu aftur í hausinn. Þannig laðar viska að sér visku og kærleikur að sér kærleik á sama tíma og heimska laðar að sér heimsku og hatur að sér hatur. Það hlýtur að vera hverri hugsandi sál hollt, óháð skilgreiningunni á eðlis uppruna lífsins, að játa smæð sína gagnavart því undra-fyrirbæri viskunnar sem orkulögmálunum stjórnar. En hvað veldur tilfinningalegri vansælu sem leiðir til aukinnar skautunar og öfga? Ýmsar grundvallar orsakir kunna að leiða til tilfinningalegrar vansælu, t.a.m. persónuleg áföll sem orsaka gjarnan líkamleg veikindi. Ytri áföll ýmiskonar, spilling, skinhelgi, óöguð hagstjórn, streita, mikið vinnuálag, óhófleg neysla hugbreytandi efna, s.s. áfengis, kvíðalyfja, þunglyndislyfja eða svefnlyfja ofl.,ofl. Orsakalisti þeirra atriða sem geta valdið tilfinningalegri vanlíðan í lífi fólks er nánast ótæmandi. Svissneski sálgreinandinn dr. Carl Jung, sagði eitthvað á þessa leið; að mesta ógn mannsins væri hans eigin geð, og við annað tækifæri sagði hann; að flestir menn dæmdu sökum þess hve erfitt væri að hugsa. Orð Jung’s bera ekki einungis með sér djúpan skilning á orsakasamhengi hugsunar, tilfinninga og atgervis, heldur einnig lítt meðvituðu ástandi mannsins til þess margvíddar veruleika sem allt tengir og hann er einungis hluti af. Þannig orsakar tilfinningaleg vansæla ójafnvægi milli anda, hugar og hjarta og þrengir rýmið fyrir lausnarmiðaða rökhugsun og gagnvirk tengsl. Það er því mikilvægt að draga fram úr hugskotsjónum tilfinninganna þá orsakaþætti sem vansælunni valda og áhrif hafa á geðslagið, óháð sjálfstæðum málefnum ytra umhverfis, svo persónuleg vanlíðan og óhamingja yfirskyggi ekki heilbrigða rökhugsun og skoðanaumræðu. En hver er skaðsemi og afleiðing illmælgis? Illmælgi er andlegt ofbeldi sem getur valdið álíka skaða og líkamlegt. Illmælgi er andstæða góðmælgis sem litar ekki einungis sálarlíf þess sem tungunni er beint gegn, vansælu, heldur einnig og ekki síður þess sem hugðun tungunnar stjórnar - illmælandanum sjálfum - að ógleymdum aðstandendum beggja. Vanlíðanin sem illmælginni veldur afvegaleiðir þannig lausnarmiðaða hugsun og sníður umfjöllunarefninu stakk þröngsýni í stað víðsýni sem veldur hinu skoðanamyndandi afli skaða sem yfirveguð rökræða annars megnar að framkalla. Hvernig er hægt að yfistíga tilfinningalega vanlíðan? Slíkt er best gert með iðkun tungumálsins í hugrænni atferlismeðferð á eintali, samtali eða í rituðu formi. Þannig ná skynfærin, heyrn og sjón nýjum skilningsvinkli í boðsendingum til heilans gegnum téð skynfæri sem er ólík nálgun og opnar aðrar víddir sjálfsspeglunar. Bældar hugsanir virka nefnilega svolítið eins og hring ganga í lokuðum fangelsisgarði hugheima. Útrás skortir og pirringur eykst þar til fólk er með allt á hornum sér. Úrvinnsla áfalla og vansælu raungerist við að lofa heilanum að endurvinna þær upplýsingar utanfrá sem áður voru lokaðar inni. Þannig nær hugsunin að upplifa hið einangraða áfall í tilfinningalegum orku samruna ytri umhverfis í samþættum skilningi þess innri og raungera þannig nýja sýn og viðhorf. Sjúklingurinn verður læknirinn og læknirinn verður sjúklingurinn. Allt líf er samtengt gagnvirku lögmáli. Það sem athyglin beinist að drögum við að okkur hvort sem við erum trúmenn eða trúleysingjar. Gætum því orða okkar í nærveru eigin sálar og annara. Góðar stundir. Höfundur er frumkvöðull og áhugamaður um betra líf, samfélag, kristna trú og gildi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Ferðalag andans gegnum hugsun og tungu má líkja við salibunu ljóss og myrkurs um mannssálina sem ýmist endar í ánægju eða óánægju - allt háð athyglibeitingu þess sem hugðuninni stjórnar í garð þess sem athyglin beinist til. Þessi valkvæða togstreita mannsins afmarkast af hugsunum hans, orðum og atgervi, sem oft reynist erfitt að sjálfgreina á annan hátt en gegnum fíngerða þræði eigin tilfinninga. Tilfinninga sem gera sig læsar gegnum líkamlega og andlega líðan samviskunnar. Beinist athyglin til illmælgis líður manninum tilfinningalega illa en sé athyglinni beint í farveg góðmælgis líður honum vel. Hvaðan er þetta orsakalögmál tilfinninganna upprunnið. Lögmál sem kristallast í eðlisávísun og samvisku allra manna óháð tungumáli, menntun eða menningarheimi. Lögmál sem allir heilbrigðir menn skynja með sama hætti? Í myndlíkingu hugans er maðurinn svolítið eins og trekt sem dregur að sér þá tegund orku sem athyglin beinist að. Aðlöðun er þannig frumeðli atómanna sem eru byggingarefni alls lífs og maðurinn er undirorpinn. Hvaðan viskan, skipulagið og tilfinningarnar eru upprunnar, sem stjórna atómunum, er hin eilífa ráðgáta sem hugur mannsins er ófær um að auðkenna með röktengdri hugsun - væntanlega vegna samrunatengds skyldleika við upprunann. Umræðan í umsagnarkerfum samfélagsmiðla hér á landi endurspeglar gjarnan vanlíðan sem litar tóneðli umræðunnar. Umræðu sem endurvarpar hliðrænum veruleika óánægju í stað málefnalegra skoðana. Neikvæð orka verður þannig skoðanamyndandi aðdráttarafl sem yfirskyggir uppbyggilega umræðu heilbrigðra skoðanaskipta. Uppbyggileg gagnrýni er ekki einungis mikilvæg rýnandanum og þeim sem gagnrýninni verður fyrir, heldur einnig og ekki síður, samfélagi þeirra. Best heppnaðasta stjórnarfar sögunnar, lýðræðið, grundvallast t.a.m. á tjáningafrelsi og því mikilvægt að fólk nýti sér þann rétt óskertan. En hvernig sá réttur er iðkaður skiptir öllu máli. Þannig má líkja uppbyggilegri rökræðu við ákveðna jafnvægislist hugsunar, tilfinninga og tungu þar sem samviskan filterar hismið frá kjarnanum svo úr verði vitræn skoðanaskipti. Með iðkun slíkrar list-tjáningar myndast orkusamruni gagnhvæmrar virðingar, ólíkra sjónarmiða, mismunandi aðila. Þessi sjónarmið móta samfélag mannsins til góðs sé gagnkvæm persónu og málaefnavirðing viðhöfð. Misnoti gagnrýnandinn hins vegar hugsun og tungu með orðaflaumi ókurteisi og svívirðingum bíður hann ósigur sem verðugur umsagnaraðili og andstæðingur þess málefnis sem hann gagnrýnir. Sama gildir um þann sem gagnrýninni verður fyrir. Aftur að illmælgi Er þá sá sem illmælginu beitir slæmur í eðli sínu? Nei, ekki endilega, en honum líður hins vegar nógsamlega illa, einhverra orsaka vegna, til að hugar og tilfinningaleg orka hans samtvinnist orku myrkurs í stað ljóss - neikvæðni í stað jákvæðni. T.a.m. iðkar einstaklingur vart illmælgi í garð annars nema að samsama sér slíkri orku tilfinningalega - að vera hluti orkunnar. Fylgni atómanna innan orkusamruna hugarmengisins eru þannig í átt athyglisbeitingarinnar. Persónuleg vanlíðan verður þannig jarðvegurinn að þeirri uppskeru sem veldur neikvæðri hugsun og tungu. Vanlíðan, sem er oftar en ekki ómeðvituð kennd og kann að vera alls óskyld þeim einstaklingi eða málefni sem illmælgin beinist að. Þannig er grunnur illmælginar gjarnan neikvæð tilfinningatengd hugarorka, sem ein og sér lifir og magnast í vesöld og vansælu þess sem slíkt iðkar, án rökrænna tengsla við þann sem illmælgin beinist að, hvað þá málefninu sjálfu. Hvert er eðli heilbrigðrar gagnrýni? Gagnrýni má lýsa sem nokkurskonar upp-brotsaðferð framsettra hugmynda sem fela í sér ólík sjónarmið mismunandi aðila á ákveðnu afmörkuðu máli eða viðfangsefni sem rýnandanum er annt um að öðlast dýpri skilning með áhrifamarkmið að leiðarljósi. Uppbyggileg gagnrýni einkennist þannig af skilningsvilja, upplýstum huga, samúð og virðingu. Þegar stigið er inn í hring slíkrar samræðulistar með lausnarmiðuðu og uppbyggilegu hugarfari kunna úrslitin að leiða til þess að annar gagnstæðra aðila, eða báðir, skipti um skoðun eður ei. Kurteisi og gagnhvæm virðing andstæðra sjónarmiða og einstaklinga eru ávalt lykilatriði í upplýsandi rökræðum eigi þær að leiða til vitrænnar niðurstöðu. Í þessum efnum er mikilvægt að hafa hugfast, að það sem einum þykir rétt er í lagi að öðrum þyki ekki - vise versa. Gagnrýnandinn, eins og sá sem gagnrýninni verður fyrir, eigi þeir að vera liðtækir í samfélagi hugsandi fólks, þurfa að búa yfir eiginleikum sjálfsgagnrýni samfara and-gagnrýni. M.ö.o., aðilar þurfa að vera þess umkomnir í auðmýkt andrúmsins, gerist þess þörf, að skipta um skoðun og játa sig hugmyndafræðilega sigraða í þágu vitrænnar niðurstöðu, frekar en að falla í andstæðar skotgrafir þrætunnar. Þannig eru eðlislögmál atómanna svolítið eins og boomerang. Það sem athygli þín býður að þú kastir frá þér færðu aftur í hausinn. Þannig laðar viska að sér visku og kærleikur að sér kærleik á sama tíma og heimska laðar að sér heimsku og hatur að sér hatur. Það hlýtur að vera hverri hugsandi sál hollt, óháð skilgreiningunni á eðlis uppruna lífsins, að játa smæð sína gagnavart því undra-fyrirbæri viskunnar sem orkulögmálunum stjórnar. En hvað veldur tilfinningalegri vansælu sem leiðir til aukinnar skautunar og öfga? Ýmsar grundvallar orsakir kunna að leiða til tilfinningalegrar vansælu, t.a.m. persónuleg áföll sem orsaka gjarnan líkamleg veikindi. Ytri áföll ýmiskonar, spilling, skinhelgi, óöguð hagstjórn, streita, mikið vinnuálag, óhófleg neysla hugbreytandi efna, s.s. áfengis, kvíðalyfja, þunglyndislyfja eða svefnlyfja ofl.,ofl. Orsakalisti þeirra atriða sem geta valdið tilfinningalegri vanlíðan í lífi fólks er nánast ótæmandi. Svissneski sálgreinandinn dr. Carl Jung, sagði eitthvað á þessa leið; að mesta ógn mannsins væri hans eigin geð, og við annað tækifæri sagði hann; að flestir menn dæmdu sökum þess hve erfitt væri að hugsa. Orð Jung’s bera ekki einungis með sér djúpan skilning á orsakasamhengi hugsunar, tilfinninga og atgervis, heldur einnig lítt meðvituðu ástandi mannsins til þess margvíddar veruleika sem allt tengir og hann er einungis hluti af. Þannig orsakar tilfinningaleg vansæla ójafnvægi milli anda, hugar og hjarta og þrengir rýmið fyrir lausnarmiðaða rökhugsun og gagnvirk tengsl. Það er því mikilvægt að draga fram úr hugskotsjónum tilfinninganna þá orsakaþætti sem vansælunni valda og áhrif hafa á geðslagið, óháð sjálfstæðum málefnum ytra umhverfis, svo persónuleg vanlíðan og óhamingja yfirskyggi ekki heilbrigða rökhugsun og skoðanaumræðu. En hver er skaðsemi og afleiðing illmælgis? Illmælgi er andlegt ofbeldi sem getur valdið álíka skaða og líkamlegt. Illmælgi er andstæða góðmælgis sem litar ekki einungis sálarlíf þess sem tungunni er beint gegn, vansælu, heldur einnig og ekki síður þess sem hugðun tungunnar stjórnar - illmælandanum sjálfum - að ógleymdum aðstandendum beggja. Vanlíðanin sem illmælginni veldur afvegaleiðir þannig lausnarmiðaða hugsun og sníður umfjöllunarefninu stakk þröngsýni í stað víðsýni sem veldur hinu skoðanamyndandi afli skaða sem yfirveguð rökræða annars megnar að framkalla. Hvernig er hægt að yfistíga tilfinningalega vanlíðan? Slíkt er best gert með iðkun tungumálsins í hugrænni atferlismeðferð á eintali, samtali eða í rituðu formi. Þannig ná skynfærin, heyrn og sjón nýjum skilningsvinkli í boðsendingum til heilans gegnum téð skynfæri sem er ólík nálgun og opnar aðrar víddir sjálfsspeglunar. Bældar hugsanir virka nefnilega svolítið eins og hring ganga í lokuðum fangelsisgarði hugheima. Útrás skortir og pirringur eykst þar til fólk er með allt á hornum sér. Úrvinnsla áfalla og vansælu raungerist við að lofa heilanum að endurvinna þær upplýsingar utanfrá sem áður voru lokaðar inni. Þannig nær hugsunin að upplifa hið einangraða áfall í tilfinningalegum orku samruna ytri umhverfis í samþættum skilningi þess innri og raungera þannig nýja sýn og viðhorf. Sjúklingurinn verður læknirinn og læknirinn verður sjúklingurinn. Allt líf er samtengt gagnvirku lögmáli. Það sem athyglin beinist að drögum við að okkur hvort sem við erum trúmenn eða trúleysingjar. Gætum því orða okkar í nærveru eigin sálar og annara. Góðar stundir. Höfundur er frumkvöðull og áhugamaður um betra líf, samfélag, kristna trú og gildi.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun