Skipverji á strandveiðibát í bráðri hættu Lovísa Arnardóttir skrifar 3. júlí 2024 08:41 Björgunarskip Landsbjargar og Landhelgisgæslunnar frá þremur stöðum voru send á vettvang. Vísir/Vilhelm Þyrla Landhelgisgæslunnar og þrír björgunarbátar voru kallaðir út um klukkan 23 í gærkvöldi vegna leka í strandveiðibáti. Einn var um borð og var hann fluttur á slysadeild Landspítalans vegna áverka. Viggó M. Sigurðsson, hjá aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar, segir að Landhelgisgæslan hafi metið það svo að hann hafi verið í bráðri hættu. „Það kom leki í bát sem staðsettur var um fimm mílum norðaustur af Gróttu og virðist leka talsvert. Við kölluðum út þyrlu og fáum skip Landsbjargar frá Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði á staðinn líka,“ segir Viggó í samtali við fréttastofu. Hann segir að um 40 mínútum eftir að útkallið kom hafi fyrstu menn verið komnir á staðinn. Það sjáist talsverður leki. Sigmenn úr þyrlu hafi þá farið um borð og skoðað skipverjann og metið það svo að það þurfi að flytja hann á spítala. Þangað var hann kominn um klukkustund eftir að útkallið barst. Maðurinn var um fimm mílum norðaustur af Gróttu á Seltjarnarnesi.Vísir/Vilhelm Eftir það fóru menn úr Landsbjargarskipunum um borð með dælur og dældu mesta vatninu úr bátnum og þéttu svo lekann. „Svo draga þeir hann til hafnar í Hafnarfirði,“ segir Viggó og að þangað hafi þeir verið komnir um fimm tímum eftir að útkallið bara. Hann segir aðgerðina hafa gengið vel fyrir sig og fljótt þó svo að hún hafi tekið nokkra klukkutíma. Hann segir ekki liggja fyrir hvað kom fyrir manninn um borð og að hann viti ekki meira um líðan hans. Viggó segir að hættan hafi verið töluverð. „Þegar það er komið svo mikið af sjó í bátinn að það er komin slagsíða, hann er farinn að halla. Þá er stöðugleikinn skertur og þá veit maður ekki hversu langt er í að það klárist. Að báturinn sökkvi hreinlega. Við kölluðum því alla út á hæsta forgangi. En þetta slapp fyrir horn.“ Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Reykjavík Seltjarnarnes Kópavogur Hafnarfjörður Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands Sjá meira
„Það kom leki í bát sem staðsettur var um fimm mílum norðaustur af Gróttu og virðist leka talsvert. Við kölluðum út þyrlu og fáum skip Landsbjargar frá Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði á staðinn líka,“ segir Viggó í samtali við fréttastofu. Hann segir að um 40 mínútum eftir að útkallið kom hafi fyrstu menn verið komnir á staðinn. Það sjáist talsverður leki. Sigmenn úr þyrlu hafi þá farið um borð og skoðað skipverjann og metið það svo að það þurfi að flytja hann á spítala. Þangað var hann kominn um klukkustund eftir að útkallið barst. Maðurinn var um fimm mílum norðaustur af Gróttu á Seltjarnarnesi.Vísir/Vilhelm Eftir það fóru menn úr Landsbjargarskipunum um borð með dælur og dældu mesta vatninu úr bátnum og þéttu svo lekann. „Svo draga þeir hann til hafnar í Hafnarfirði,“ segir Viggó og að þangað hafi þeir verið komnir um fimm tímum eftir að útkallið bara. Hann segir aðgerðina hafa gengið vel fyrir sig og fljótt þó svo að hún hafi tekið nokkra klukkutíma. Hann segir ekki liggja fyrir hvað kom fyrir manninn um borð og að hann viti ekki meira um líðan hans. Viggó segir að hættan hafi verið töluverð. „Þegar það er komið svo mikið af sjó í bátinn að það er komin slagsíða, hann er farinn að halla. Þá er stöðugleikinn skertur og þá veit maður ekki hversu langt er í að það klárist. Að báturinn sökkvi hreinlega. Við kölluðum því alla út á hæsta forgangi. En þetta slapp fyrir horn.“
Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Reykjavík Seltjarnarnes Kópavogur Hafnarfjörður Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands Sjá meira