„Að láta taka sig ósmurt? Takk, en nei takk“ Jakob Bjarnar skrifar 3. júlí 2024 13:02 Ásgeir Helgi og skiltið sem kveður á um gjaldtökuna. Ásgeir segir fráleitt að hann hafi verið þarna í sem nemur 45 mínútum. Ásgeir Helgi Þrastarson segir farir sínar ekki sléttar við þetta opinbera hlutafélag sem Isavia er og telur félagið vilja hlunnfara sig um bílastæðagjald. Hann hefur engan hug á að greiða reikninginn og vill fá fram svör. „Ég var að skutla stráknum mínum á flugvöllinn. Hann ferðast reglulega milli Reykjavíkur og Ísafjarðar,“ segir Ásgeir Helgi almennur borgari í þessu landi í samtali við Vísi. Hann er alveg viss í sinni sök. Ásgeir Helgi fékk sem sagt bílastæðagjald á Reykjavíkurflugvelli í hausinn sem hann hefur sitthvað við að athuga. Fyrir það fyrsta segist hann aldrei hafa verið þarna við flugvöllinn í 45 mínútur en fyrstu mínúturnar við völlinn eiga að vera gjaldfrjálsar, eins og segir til um á skilti sem er við bílastæðin. Reikningurinn sem Ásgeir Helgi ætlar sér sannarlega ekki að borga. Hann hefur krafist skýringa hjá Isavia sem hefur ekki svarað honum ennþá. „Innanlandsflugið er nógu dýrt. Það er alltaf mælt með að menn mæti einhverjum fjörutíu mínútum áður en þú ferð í flug, þeir ná mönnum þannig,“ segir Ásgeir Helgi. Hann segist algerlega klár á því að hann hafi aldrei verið þarna í meira en sem nemur hálftíma og því er þessi gjaldtaka tilhæfulaus. Ásgeir Helgi er búinn að senda Isavia bréf vegna málsins en hann segist ekki hafa fengið svar ennþá. „Isavia getur tekið þennan bullreikning og troðið honum.. þið vitið hvert,“ segir Ásgeir Helgi. Hann segir um prinsipp-mál að ræða og hann bara kæri sig ekki um svona nokkuð. Hann rekur að gjaldið sé 1.790 krónur, ef hann hefði verið þarna svona lengi. Þá standi á skiltinu að ef gjald er ekki greitt innan 48 (!!!) klukkutíma komi til auka 1.490kr þjónustugjald. „Fyrir hvað þjónustu? Að láta taka sig ósmurt? Takk, en nei takk,“ segir Ásgeir Helgi. Rekstur hins opinbera Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Bílastæði Tengdar fréttir „Þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu“ Óvissa ríkir um hvenær fyrirhuguð gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli hefst, sem átti að hefjast í vikunni. Málið strandar hjá fjármálaráðherra sem hefur ekki undirritað þjónustusamning sem þegar hefur verið endurnýjaður milli innviðaráðuneytisins og Isavia. Þetta setur Isavia í einkennilega stöðu að sögn framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla. 18. júní 2024 12:31 Sigurður Ingi ekki búinn að undirrita Isavia-samning Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra er ekki búinn að undirrita þjónustusamning sem veitir Isavia heimild til innheimtu bílastæðagjalda á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, óskar eftir að þetta komi fram vegna frétta um að í síðustu viku hafi nýr þjónustusamningur verið undirritaður milli innviðaráðuneytis og Isavia, með aðild fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þar sem félaginu er veitt heimild til innheimtu stöðugjalda. 15. júní 2024 16:27 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
„Ég var að skutla stráknum mínum á flugvöllinn. Hann ferðast reglulega milli Reykjavíkur og Ísafjarðar,“ segir Ásgeir Helgi almennur borgari í þessu landi í samtali við Vísi. Hann er alveg viss í sinni sök. Ásgeir Helgi fékk sem sagt bílastæðagjald á Reykjavíkurflugvelli í hausinn sem hann hefur sitthvað við að athuga. Fyrir það fyrsta segist hann aldrei hafa verið þarna við flugvöllinn í 45 mínútur en fyrstu mínúturnar við völlinn eiga að vera gjaldfrjálsar, eins og segir til um á skilti sem er við bílastæðin. Reikningurinn sem Ásgeir Helgi ætlar sér sannarlega ekki að borga. Hann hefur krafist skýringa hjá Isavia sem hefur ekki svarað honum ennþá. „Innanlandsflugið er nógu dýrt. Það er alltaf mælt með að menn mæti einhverjum fjörutíu mínútum áður en þú ferð í flug, þeir ná mönnum þannig,“ segir Ásgeir Helgi. Hann segist algerlega klár á því að hann hafi aldrei verið þarna í meira en sem nemur hálftíma og því er þessi gjaldtaka tilhæfulaus. Ásgeir Helgi er búinn að senda Isavia bréf vegna málsins en hann segist ekki hafa fengið svar ennþá. „Isavia getur tekið þennan bullreikning og troðið honum.. þið vitið hvert,“ segir Ásgeir Helgi. Hann segir um prinsipp-mál að ræða og hann bara kæri sig ekki um svona nokkuð. Hann rekur að gjaldið sé 1.790 krónur, ef hann hefði verið þarna svona lengi. Þá standi á skiltinu að ef gjald er ekki greitt innan 48 (!!!) klukkutíma komi til auka 1.490kr þjónustugjald. „Fyrir hvað þjónustu? Að láta taka sig ósmurt? Takk, en nei takk,“ segir Ásgeir Helgi.
Rekstur hins opinbera Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Bílastæði Tengdar fréttir „Þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu“ Óvissa ríkir um hvenær fyrirhuguð gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli hefst, sem átti að hefjast í vikunni. Málið strandar hjá fjármálaráðherra sem hefur ekki undirritað þjónustusamning sem þegar hefur verið endurnýjaður milli innviðaráðuneytisins og Isavia. Þetta setur Isavia í einkennilega stöðu að sögn framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla. 18. júní 2024 12:31 Sigurður Ingi ekki búinn að undirrita Isavia-samning Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra er ekki búinn að undirrita þjónustusamning sem veitir Isavia heimild til innheimtu bílastæðagjalda á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, óskar eftir að þetta komi fram vegna frétta um að í síðustu viku hafi nýr þjónustusamningur verið undirritaður milli innviðaráðuneytis og Isavia, með aðild fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þar sem félaginu er veitt heimild til innheimtu stöðugjalda. 15. júní 2024 16:27 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
„Þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu“ Óvissa ríkir um hvenær fyrirhuguð gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli hefst, sem átti að hefjast í vikunni. Málið strandar hjá fjármálaráðherra sem hefur ekki undirritað þjónustusamning sem þegar hefur verið endurnýjaður milli innviðaráðuneytisins og Isavia. Þetta setur Isavia í einkennilega stöðu að sögn framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla. 18. júní 2024 12:31
Sigurður Ingi ekki búinn að undirrita Isavia-samning Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra er ekki búinn að undirrita þjónustusamning sem veitir Isavia heimild til innheimtu bílastæðagjalda á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, óskar eftir að þetta komi fram vegna frétta um að í síðustu viku hafi nýr þjónustusamningur verið undirritaður milli innviðaráðuneytis og Isavia, með aðild fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þar sem félaginu er veitt heimild til innheimtu stöðugjalda. 15. júní 2024 16:27