Segja Grindavík alls ekki ónýta og vilja hleypa fólki inn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. júlí 2024 15:53 Þormar og Ómar segja stóran meirihluta bygginga í bænum óskemmdan. Vísir/Samsett Grindvíkingarnir Ómar Davíð Ólafsson og Þormar Ómarsson sem reka báðir fyrirtæki í Grindavík segja bæinn miklu heillegri en almenningur haldi. Þeir hvetja yfirvöld til að fjarlægja lokunarpósta og hleypa fólki inn í bæinn. Ómar sem rekur vélsmiðju í Grindavík segir sjávarútveginn ekki á leið úr bænum. Staðan í Grindavík sé miklu betri en landsmenn halda og stór hluti bæjarins óskemmdur. „Í fyrsta lagi eru sjávarútvegsfyrirtækin ekki að fara. Í öðru lagi er þetta spurning um hvernig þú lítur á þetta. Hvort þú ert með glasið hálffullt eða hálftómt. Við sjáum tækifæri þegar hægist á náttúrunni og við getum farið að byggja aftur upp. Við höfum verið að kalla eftir því líka núna að við förum að pjakka í sprungur. Af því að bærinn er tiltölulega heill,“ segir Ómar. „Áttatíu prósent af húsum í Grindavík eru í lagi. Það er búið að setja þetta jarðskönnunarverkefni í gang og allir vesturhluti bæjarins er bara stráheill. Þetta vita landsmenn til dæmis ekki. Ég tala við fólk sem býr úti á landi og það halda allir að Grindavík sé ónýt sem hún er bara alls ekki,“ bætir hann við. Girða sprungurnar af og opna inn Ómar segir tímann til kominn að hleypa fólki inn í bæinn og sér jafnvel tækifæri í að selja bæinn sem áfangastað eldgosaferðamanna. Fólk vilji sjá hvernig ástatt sé í bænum. „Það sem við erum búnir að kalla eftir núna er að opna lokunarpóstana. Hleypum fólki inn í bæinn, fáum túristana og landsmenn og leyfum fólki að koma að sjá. Girðum bara af þessar sprungur og opnum bæinn. Þannig hleypum við súrefni til fyrirtækjanna,“ segir Ómar. Þormar,annar eigenda Papa's Pizzeria í Grindavík, sér bjarta framtíð fyrir sér í bænum. Hann spáir því að bærinn verði fullur af fólki á nýjan leik eftir fjögur til fimm ár, þó það komi kannski til með að vera nýtt fólk. „Það eru tvö ár eftir af forgangsréttinum, þá fara menn að reyna að selja húsin eða leigja þau út. Ég hugsa að það taki tvö ár, kannski þrjú. Eftir svona fjögur til fimm ár verður þessi bær fullur af fólki aftur. Það verður kannski áttatíu prósent nýtt fólk,“ segir hann. Svarta myndin af bænum eigi sér ekki stoð „Því betur sem okkur gengur að hafa bæinn opinn og líf í verslun og þjónustu þá verður bærinn meira aðlaðandi,“ bætir hann við. Þormar segist vilja koma þeim skilaboðum til landsmanna að sú svarta mynd sem máluð hefur verið upp af bænum eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. Hann sé búsettur í Grindavík um þessar mundir og uni sér vel þar. Hann hvetur landsmenn einnig til að bóka tíma í golfi á golfvellinum þar í bæ sem er opinn þrátt fyrir smávægilegar sprungur hér og þar. Hann segist einnig vera vonsvikinn út í þingmenn Suðurkjördæmis sem honum finnst ekki sinna grindvísku atvinnulífi nægilega. „Aðstæður fólks og fyrirtækja eru mismunandi. Það eru fyrirtæki þarna sem eru í vandræðum, geta ekki verið án fólks. Mér finnst að þingmennirnir okkar í Suðurkjördæmi. Þeir mættu sýna þessu meiri áhuga. Þetta er leiðindamál. Menn nenna ekki að ræða þetta, komnir með leið á þessu. En það er ekkert búið að leysa öll vandamál,“ segir hann. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Atvinnurekendur Verslun Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Sjá meira
Ómar sem rekur vélsmiðju í Grindavík segir sjávarútveginn ekki á leið úr bænum. Staðan í Grindavík sé miklu betri en landsmenn halda og stór hluti bæjarins óskemmdur. „Í fyrsta lagi eru sjávarútvegsfyrirtækin ekki að fara. Í öðru lagi er þetta spurning um hvernig þú lítur á þetta. Hvort þú ert með glasið hálffullt eða hálftómt. Við sjáum tækifæri þegar hægist á náttúrunni og við getum farið að byggja aftur upp. Við höfum verið að kalla eftir því líka núna að við förum að pjakka í sprungur. Af því að bærinn er tiltölulega heill,“ segir Ómar. „Áttatíu prósent af húsum í Grindavík eru í lagi. Það er búið að setja þetta jarðskönnunarverkefni í gang og allir vesturhluti bæjarins er bara stráheill. Þetta vita landsmenn til dæmis ekki. Ég tala við fólk sem býr úti á landi og það halda allir að Grindavík sé ónýt sem hún er bara alls ekki,“ bætir hann við. Girða sprungurnar af og opna inn Ómar segir tímann til kominn að hleypa fólki inn í bæinn og sér jafnvel tækifæri í að selja bæinn sem áfangastað eldgosaferðamanna. Fólk vilji sjá hvernig ástatt sé í bænum. „Það sem við erum búnir að kalla eftir núna er að opna lokunarpóstana. Hleypum fólki inn í bæinn, fáum túristana og landsmenn og leyfum fólki að koma að sjá. Girðum bara af þessar sprungur og opnum bæinn. Þannig hleypum við súrefni til fyrirtækjanna,“ segir Ómar. Þormar,annar eigenda Papa's Pizzeria í Grindavík, sér bjarta framtíð fyrir sér í bænum. Hann spáir því að bærinn verði fullur af fólki á nýjan leik eftir fjögur til fimm ár, þó það komi kannski til með að vera nýtt fólk. „Það eru tvö ár eftir af forgangsréttinum, þá fara menn að reyna að selja húsin eða leigja þau út. Ég hugsa að það taki tvö ár, kannski þrjú. Eftir svona fjögur til fimm ár verður þessi bær fullur af fólki aftur. Það verður kannski áttatíu prósent nýtt fólk,“ segir hann. Svarta myndin af bænum eigi sér ekki stoð „Því betur sem okkur gengur að hafa bæinn opinn og líf í verslun og þjónustu þá verður bærinn meira aðlaðandi,“ bætir hann við. Þormar segist vilja koma þeim skilaboðum til landsmanna að sú svarta mynd sem máluð hefur verið upp af bænum eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. Hann sé búsettur í Grindavík um þessar mundir og uni sér vel þar. Hann hvetur landsmenn einnig til að bóka tíma í golfi á golfvellinum þar í bæ sem er opinn þrátt fyrir smávægilegar sprungur hér og þar. Hann segist einnig vera vonsvikinn út í þingmenn Suðurkjördæmis sem honum finnst ekki sinna grindvísku atvinnulífi nægilega. „Aðstæður fólks og fyrirtækja eru mismunandi. Það eru fyrirtæki þarna sem eru í vandræðum, geta ekki verið án fólks. Mér finnst að þingmennirnir okkar í Suðurkjördæmi. Þeir mættu sýna þessu meiri áhuga. Þetta er leiðindamál. Menn nenna ekki að ræða þetta, komnir með leið á þessu. En það er ekkert búið að leysa öll vandamál,“ segir hann.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Atvinnurekendur Verslun Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Sjá meira