„Í mínum huga alveg útilokað“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. júlí 2024 22:45 Sigurgeir B. Kristgeirsson er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. vísir „Það er í mínum huga alvega útilokað að þetta teljist stórfellt gáleysi,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun bæjarráðs Vestmannaeyjarbæjar um að höfða skaðabótamál á hendur fyrirtækinu. Í dag var greint frá ákvörðun bæjarráðsins um að fara í hart við Vinnslustöðina og VÍS vegna tjóns sem varð þegar akkeri skipsins Hugins VE hafnaði á vatnslögn til Vestmannaeyja. Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar segir tjónið að minnsta kosti vera 1.500 milljónir. Vinnslustöðin hefur vísað til ákvæða siglingalaga sem heimila að takmarka tjónabæturnar við 360 milljónir. Páll vísar til þess á móti að óhappið stafi af stórfelldu gáleysi sem leiði til þess að regla um hámarksbætur gildi ekki. Sigurgeir ræddi málið í samtali við Vísi. „Við erum auðvitað tryggð fyrir þessu tjóni. Höfum keypt okkar tryggingar fyrir öllum fjandanum, þar á meðal þessu. Þetta fellur bara undir vátryggingaverndina okkar og það er viðurkennt af tryggingafélaginu,“ segir Sigurgeir og heldur áfram: „Í tjóni sem þessu er það þannig að hámarksbætur eru til staðar. Þetta byggir á alþjóðalögum sem við heyrum undir. Sambærilegt atvik átti sér stað þegar skip sigldi niður brú í Bandaríkjunum, þar átti sama regla við. Bæturnar takmörkuðust við ákveðið hlutfall af verðmæti skipsins. Þannig eru bara reglurnar í þessu og lögin. Tryggingafélagið er annars bara með þetta mál.“ Hér á landi takmarkist bætur og miði við stærð skipa. Þær reglur séu í samræmi við alþjóðlegar reglur og samninga. Útgerðin lúti sömu reglum og aðrir, sem séu í senn íslenskar og alþjóðlegar. Þar gildi ekki aðrar reglur um Huginn en önnur skip, hvort heldur þau eru frá Vestmannaeyjum, öðrum útgerðum á Íslandi eða frá Færeyjum, svo dæmi sé tekið. Býst við deilum fyrir dómstólum „Í mínum huga var aldrei neinn ásetningur í þessu tjóni eða slysi, það liggur alveg í augum uppi. Ég játa að í þessum tryggingafræðum má Páll Magnússon hafa sínar skoðanir á þessu en þetta verði aldrei öðruvísi en túlkað fyrir dómstólum. Bærinn mun væntanlega láta reyna á þetta fyrir dómstólum og ekkert óeðlilegt við það. En fyrir mér og tryggingafélaginu þá er þetta bara svona, það eru hámarksbætur í svona tjónum.“ Hann segir Vinnslustöðina leggja upp úr því að gæta þess að starfsmenn og öll starfsemi sé vel tryggð. „Svo verður bara að fara eftir því sem skilmálar segja hverju sinni og fyrir það borgum við.“ Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Vatn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Krefja Vinnslustöðina um 1,5 milljarða króna Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa sent Vinnslustöð Vestmannaeyja hf. og tryggingafélagi fyrirtækisins kröfubréf þar sem farið er fram á að tjónið á vatnslögn til Eyja verði að fullu bætt. Eins og staðan er í dag er áætlað heildartjón á bilinu 1.380 til 1.485 milljónir króna. 7. júní 2024 13:34 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Sjá meira
Í dag var greint frá ákvörðun bæjarráðsins um að fara í hart við Vinnslustöðina og VÍS vegna tjóns sem varð þegar akkeri skipsins Hugins VE hafnaði á vatnslögn til Vestmannaeyja. Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar segir tjónið að minnsta kosti vera 1.500 milljónir. Vinnslustöðin hefur vísað til ákvæða siglingalaga sem heimila að takmarka tjónabæturnar við 360 milljónir. Páll vísar til þess á móti að óhappið stafi af stórfelldu gáleysi sem leiði til þess að regla um hámarksbætur gildi ekki. Sigurgeir ræddi málið í samtali við Vísi. „Við erum auðvitað tryggð fyrir þessu tjóni. Höfum keypt okkar tryggingar fyrir öllum fjandanum, þar á meðal þessu. Þetta fellur bara undir vátryggingaverndina okkar og það er viðurkennt af tryggingafélaginu,“ segir Sigurgeir og heldur áfram: „Í tjóni sem þessu er það þannig að hámarksbætur eru til staðar. Þetta byggir á alþjóðalögum sem við heyrum undir. Sambærilegt atvik átti sér stað þegar skip sigldi niður brú í Bandaríkjunum, þar átti sama regla við. Bæturnar takmörkuðust við ákveðið hlutfall af verðmæti skipsins. Þannig eru bara reglurnar í þessu og lögin. Tryggingafélagið er annars bara með þetta mál.“ Hér á landi takmarkist bætur og miði við stærð skipa. Þær reglur séu í samræmi við alþjóðlegar reglur og samninga. Útgerðin lúti sömu reglum og aðrir, sem séu í senn íslenskar og alþjóðlegar. Þar gildi ekki aðrar reglur um Huginn en önnur skip, hvort heldur þau eru frá Vestmannaeyjum, öðrum útgerðum á Íslandi eða frá Færeyjum, svo dæmi sé tekið. Býst við deilum fyrir dómstólum „Í mínum huga var aldrei neinn ásetningur í þessu tjóni eða slysi, það liggur alveg í augum uppi. Ég játa að í þessum tryggingafræðum má Páll Magnússon hafa sínar skoðanir á þessu en þetta verði aldrei öðruvísi en túlkað fyrir dómstólum. Bærinn mun væntanlega láta reyna á þetta fyrir dómstólum og ekkert óeðlilegt við það. En fyrir mér og tryggingafélaginu þá er þetta bara svona, það eru hámarksbætur í svona tjónum.“ Hann segir Vinnslustöðina leggja upp úr því að gæta þess að starfsmenn og öll starfsemi sé vel tryggð. „Svo verður bara að fara eftir því sem skilmálar segja hverju sinni og fyrir það borgum við.“
Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Vatn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Krefja Vinnslustöðina um 1,5 milljarða króna Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa sent Vinnslustöð Vestmannaeyja hf. og tryggingafélagi fyrirtækisins kröfubréf þar sem farið er fram á að tjónið á vatnslögn til Eyja verði að fullu bætt. Eins og staðan er í dag er áætlað heildartjón á bilinu 1.380 til 1.485 milljónir króna. 7. júní 2024 13:34 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Sjá meira
Krefja Vinnslustöðina um 1,5 milljarða króna Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa sent Vinnslustöð Vestmannaeyja hf. og tryggingafélagi fyrirtækisins kröfubréf þar sem farið er fram á að tjónið á vatnslögn til Eyja verði að fullu bætt. Eins og staðan er í dag er áætlað heildartjón á bilinu 1.380 til 1.485 milljónir króna. 7. júní 2024 13:34