Mikil fjölgun í greiningum á sárasótt og lekanda Lovísa Arnardóttir skrifar 4. júlí 2024 08:17 Öruggasta vörnin gegn kynsjúkdómum er smokkurinn. Í skýrslu sóttvarnarlæknis segir að líklegt sé að fjölgun kynsjúkdóma megi rekja til minni notkunar smokksins. Vísir/EPA Mikil aukning hefur orðið á greiningum kynsjúkdómanna lekanda og sárasóttar hérlendis og ekkert dregið úr tíðni klamydíu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ársskýrslu sóttvarnalæknis fyrir árið 2023. Þar segir að ráðast þurfi í frekari greiningu á hugsanlegum orsökum aukningar lekanda og sárasóttar til að efla forvarnir á markvissan hátt. Sýkingarnar geti haft alvarlegar langtíma afleiðingar. Svipaður fjöldi greindist með klamydíu árið 2023 og undanfarin ár, eða 1.948. Um það bil 52 prósent tilfella voru konur og er það jafnara kynjahlutfall en oft áður, en konur hafa undanfarin ár átt um 53 prósent til 57 prósent greininga. Skýrsla sóttvarnarlæknis er hér. Í skýrslu sóttvarnalæknis segir að klamydía sé algengasti kynsjúkdómurinn og að hann skilji sig frá öðrum kynsjúkdómum hvað varðar kynjahlutfall. „Engin einhlýt skýring er á þessu en hugsanlegt er að sárasótt, lekanda og HIV megi að stórum hluta rekja til karla sem stunda kynlíf með körlum,“ segir í skýrslunni. Þar kemur einnig fram að fjölgun hafi verið í tilfellum lekanda. Samtals 338 einstaklingar greindust sem er mesti fjöldi sem greinst hefur á Íslandi í meira en 40 ár. Aukninguna má samkvæmt skýrslunni sjá hjá bæði körlum og konum en um 75 prósent greininga voru hjá karlmönnum. Í skýrslunni segir að greiningum hafi farið fjölgandi undanfarna tvo áratugi en að mikið stökk hafi verið í þeim í fyrra og árið á undan, 2022. Fjölgun tilfella lekanda hefur einnig sést í öðrum löndum Evrópu. Erlendis hefur sést aukning í greiningum hjá yngra fólki og eru sérstakar áhyggjur af aukningu hjá ungum konum þar sem lekandi getur valdið ófrjósemi. Í skýrslu segir að þetta sé óútskýrt an að mögulega sé þetta vegna fjölgunar bólfélaga og minni smokkanotkunar. Ekki fleiri með sárasótt í áratugi Vaxandi áhyggjur eru af sýklalyfjaónæmum lekandabakteríum fyrir þeim lyfjum sem notuð eru við lekanda í dag en slíkt er að sjást í sumum Evrópulöndum og í löndum í Asíu. Á árinu 2023 greindust 73 einstaklingar með sárasótt og er það mesti fjöldi sem greinst hefur hér á landi frá því á 5. áratugi síðustu aldar. Karlmenn voru í miklum meirihluta þeirra sem greindust, 61 talsins, eða 84 prósent. Síðastliðin ár hefur hlutfall karlmanna með sárasótt samkvæmt skýrslunni verið á bilinu 75 prósent til 97 prósent og hefur sjúkdómurinn greinst að stórum hluta hjá körlum sem stunda kynlíf með körlum. Í skýrslunni segir að sjúkdómurinn geti náð til annarra hópa. Borið hefur á aukningu á sárasótt í öðrum löndum Evrópu og hefur Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins gefið út að brýn þörf sé fyrir tafarlausar aðgerðir til að koma í veg fyrir frekari smit og að draga úr áhrifum kynsjúkdóma á lýðheilsu. Fjölgun í tilfella lifrarbólgu B Í skýrslu sóttvarnalæknis er einnig fjallað um aðra sjúkdóma eins og lifrarbólgu B og C. Færri greindust með lifrarbólgu C en aldrei hafa fleiri greinst með lifrarbólgu B. Í skýrslu sóttvarnalæknis kemur fram að 90 einstaklingar, 60 karlar og 30 konur á aldrinum 7–73 ára hafi greinst með lifrarbólgu B. Flestar greiningar eru gerðar við heilbrigðisskoðun hjá umsækjendum um dvalarleyfi og í flestum tilvikum er um langvinna sýkingu að ræða. Hægt er að fá greiningu á kynsjúkdómum á kyn- og húðsjúkdómadeild Landspítalans.Vísir/Vilhelm Árið 2023 greindust 107 einstaklingar með lifrabólgu C veiru hér á landi og eru það nokkuð færri en árið á undan þegar 122 greindust. Þar af voru 79 einstaklingar, eða 74 prósent, með virka sýkingu og 28 einstaklingar með jákvæð mótefni eingöngu, sem gefur til kynna eldri sýkingu. Tveir með alnæmi Árið 2023 greindust 44 einstaklingar með HIV hér á landi. Þar af voru 32 karlar og 12 konur. Hjá 27 einstaklingum, eða 61 prósent, var um þekkta sýkingu að ræða sem greinst hafði áður erlendis en nýgreining hjá 17 einstaklingum. Karlar sem smituðust við kynmök við aðra karla voru 23 (52 prósent) en 16 einstaklingar smituðust við kynmök við einstakling af ólíku kyni og fimm voru með aðra eða óþekkta smitleið. Tveir einstaklingar greindust með alnæmi á Íslandi á árinu 2023, erlendur karlmaður og íslensk kona á fimmtugsaldri. Ekkert andlát varð hérlendis vegna alnæmis á árinu. Heilbrigðismál Kynlíf Tengdar fréttir Skotheld ráð kynfræðings að góðum prófíl á þínu uppáhalds stefnumótaforriti Ókei, í draumaheimi erum við ekki að „dæma bókina út frá kápunni” og viljum öll þykjast gera betur en það, en ég meina, við skulum öll vera hreinskilin. Á stefnumótaforritum erum við einmitt öll að gera nákvæmlega það og þá er eins gott að kápan okkar sé eins góð og hún getur verið! 19. mars 2024 20:00 Ungt fólk þyrst í fræðsluefni um kynheilbrigði Nýlega gáfu Samtök um kynheilbrigði út nýja handbók, Kynheilbrigði og vellíðan ungs fólks, fyrir kennara í framhaldsskólum til að kenna um kynheilbrigðismál. Tilgangur handbókarinnar er að stuðla að kynheilbrigði ungs fólks. Ritstjórar efnisins eru Sóley og Yvonne K. Fulbright, kynfræðingur. 11. febrúar 2024 15:01 Aldrei fleiri greinst með lekanda Metfjöldi greindra tilfella kynsjúkdómsins lekanda greindust hér á landi í fyrra, eða samtals 159. Tilfellum lekanda hefur farið farið fjölgandi síðustu ár en fækkaði þó í heimsfaraldri Covid-19 og voru 96 árið 2020. 19. júní 2023 06:49 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Svipaður fjöldi greindist með klamydíu árið 2023 og undanfarin ár, eða 1.948. Um það bil 52 prósent tilfella voru konur og er það jafnara kynjahlutfall en oft áður, en konur hafa undanfarin ár átt um 53 prósent til 57 prósent greininga. Skýrsla sóttvarnarlæknis er hér. Í skýrslu sóttvarnalæknis segir að klamydía sé algengasti kynsjúkdómurinn og að hann skilji sig frá öðrum kynsjúkdómum hvað varðar kynjahlutfall. „Engin einhlýt skýring er á þessu en hugsanlegt er að sárasótt, lekanda og HIV megi að stórum hluta rekja til karla sem stunda kynlíf með körlum,“ segir í skýrslunni. Þar kemur einnig fram að fjölgun hafi verið í tilfellum lekanda. Samtals 338 einstaklingar greindust sem er mesti fjöldi sem greinst hefur á Íslandi í meira en 40 ár. Aukninguna má samkvæmt skýrslunni sjá hjá bæði körlum og konum en um 75 prósent greininga voru hjá karlmönnum. Í skýrslunni segir að greiningum hafi farið fjölgandi undanfarna tvo áratugi en að mikið stökk hafi verið í þeim í fyrra og árið á undan, 2022. Fjölgun tilfella lekanda hefur einnig sést í öðrum löndum Evrópu. Erlendis hefur sést aukning í greiningum hjá yngra fólki og eru sérstakar áhyggjur af aukningu hjá ungum konum þar sem lekandi getur valdið ófrjósemi. Í skýrslu segir að þetta sé óútskýrt an að mögulega sé þetta vegna fjölgunar bólfélaga og minni smokkanotkunar. Ekki fleiri með sárasótt í áratugi Vaxandi áhyggjur eru af sýklalyfjaónæmum lekandabakteríum fyrir þeim lyfjum sem notuð eru við lekanda í dag en slíkt er að sjást í sumum Evrópulöndum og í löndum í Asíu. Á árinu 2023 greindust 73 einstaklingar með sárasótt og er það mesti fjöldi sem greinst hefur hér á landi frá því á 5. áratugi síðustu aldar. Karlmenn voru í miklum meirihluta þeirra sem greindust, 61 talsins, eða 84 prósent. Síðastliðin ár hefur hlutfall karlmanna með sárasótt samkvæmt skýrslunni verið á bilinu 75 prósent til 97 prósent og hefur sjúkdómurinn greinst að stórum hluta hjá körlum sem stunda kynlíf með körlum. Í skýrslunni segir að sjúkdómurinn geti náð til annarra hópa. Borið hefur á aukningu á sárasótt í öðrum löndum Evrópu og hefur Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins gefið út að brýn þörf sé fyrir tafarlausar aðgerðir til að koma í veg fyrir frekari smit og að draga úr áhrifum kynsjúkdóma á lýðheilsu. Fjölgun í tilfella lifrarbólgu B Í skýrslu sóttvarnalæknis er einnig fjallað um aðra sjúkdóma eins og lifrarbólgu B og C. Færri greindust með lifrarbólgu C en aldrei hafa fleiri greinst með lifrarbólgu B. Í skýrslu sóttvarnalæknis kemur fram að 90 einstaklingar, 60 karlar og 30 konur á aldrinum 7–73 ára hafi greinst með lifrarbólgu B. Flestar greiningar eru gerðar við heilbrigðisskoðun hjá umsækjendum um dvalarleyfi og í flestum tilvikum er um langvinna sýkingu að ræða. Hægt er að fá greiningu á kynsjúkdómum á kyn- og húðsjúkdómadeild Landspítalans.Vísir/Vilhelm Árið 2023 greindust 107 einstaklingar með lifrabólgu C veiru hér á landi og eru það nokkuð færri en árið á undan þegar 122 greindust. Þar af voru 79 einstaklingar, eða 74 prósent, með virka sýkingu og 28 einstaklingar með jákvæð mótefni eingöngu, sem gefur til kynna eldri sýkingu. Tveir með alnæmi Árið 2023 greindust 44 einstaklingar með HIV hér á landi. Þar af voru 32 karlar og 12 konur. Hjá 27 einstaklingum, eða 61 prósent, var um þekkta sýkingu að ræða sem greinst hafði áður erlendis en nýgreining hjá 17 einstaklingum. Karlar sem smituðust við kynmök við aðra karla voru 23 (52 prósent) en 16 einstaklingar smituðust við kynmök við einstakling af ólíku kyni og fimm voru með aðra eða óþekkta smitleið. Tveir einstaklingar greindust með alnæmi á Íslandi á árinu 2023, erlendur karlmaður og íslensk kona á fimmtugsaldri. Ekkert andlát varð hérlendis vegna alnæmis á árinu.
Heilbrigðismál Kynlíf Tengdar fréttir Skotheld ráð kynfræðings að góðum prófíl á þínu uppáhalds stefnumótaforriti Ókei, í draumaheimi erum við ekki að „dæma bókina út frá kápunni” og viljum öll þykjast gera betur en það, en ég meina, við skulum öll vera hreinskilin. Á stefnumótaforritum erum við einmitt öll að gera nákvæmlega það og þá er eins gott að kápan okkar sé eins góð og hún getur verið! 19. mars 2024 20:00 Ungt fólk þyrst í fræðsluefni um kynheilbrigði Nýlega gáfu Samtök um kynheilbrigði út nýja handbók, Kynheilbrigði og vellíðan ungs fólks, fyrir kennara í framhaldsskólum til að kenna um kynheilbrigðismál. Tilgangur handbókarinnar er að stuðla að kynheilbrigði ungs fólks. Ritstjórar efnisins eru Sóley og Yvonne K. Fulbright, kynfræðingur. 11. febrúar 2024 15:01 Aldrei fleiri greinst með lekanda Metfjöldi greindra tilfella kynsjúkdómsins lekanda greindust hér á landi í fyrra, eða samtals 159. Tilfellum lekanda hefur farið farið fjölgandi síðustu ár en fækkaði þó í heimsfaraldri Covid-19 og voru 96 árið 2020. 19. júní 2023 06:49 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Skotheld ráð kynfræðings að góðum prófíl á þínu uppáhalds stefnumótaforriti Ókei, í draumaheimi erum við ekki að „dæma bókina út frá kápunni” og viljum öll þykjast gera betur en það, en ég meina, við skulum öll vera hreinskilin. Á stefnumótaforritum erum við einmitt öll að gera nákvæmlega það og þá er eins gott að kápan okkar sé eins góð og hún getur verið! 19. mars 2024 20:00
Ungt fólk þyrst í fræðsluefni um kynheilbrigði Nýlega gáfu Samtök um kynheilbrigði út nýja handbók, Kynheilbrigði og vellíðan ungs fólks, fyrir kennara í framhaldsskólum til að kenna um kynheilbrigðismál. Tilgangur handbókarinnar er að stuðla að kynheilbrigði ungs fólks. Ritstjórar efnisins eru Sóley og Yvonne K. Fulbright, kynfræðingur. 11. febrúar 2024 15:01
Aldrei fleiri greinst með lekanda Metfjöldi greindra tilfella kynsjúkdómsins lekanda greindust hér á landi í fyrra, eða samtals 159. Tilfellum lekanda hefur farið farið fjölgandi síðustu ár en fækkaði þó í heimsfaraldri Covid-19 og voru 96 árið 2020. 19. júní 2023 06:49