Einn stærsti vinnustaður Akraness gjaldþrota Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. júlí 2024 11:01 Vilhjálmur Birgisson segir miklar hamfarir hafa gengið yfir í atvinnumálum Akraness undanfarin ár. Vísir/Arnar Öllum 128 starfsmönnum Skagans 3x var sagt upp í dag. Skaginn 3x er hátæknifyrirtæki sem framleiðir tæki fyrir matvælaframleiðslu aðallega í sjávarútvegi. Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness, segir ekkert sveitarfélag hafa orðið fyrir jafnmiklum hamförum í atvinnumálum undanfarið, að Grindvíkingum undanskildum. Þetta væri enn einn sorgardagurinn í atvinnumálum þeirra Skagamanna, nú þegar Skaginn 3x hefði óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Skaginn 3x einn stærsti vinnustaður Akraness Gjaldþrot rótgróna fyrirtækisins þýði að 128 fjölskyldur missa lífsviðurværi sitt, en 100 af þeim 128 sem þar störfuðu búi á Akranesi og í nágrenni þess. Vilhjálmur segir að Skaginn 3x hafi verið einn stærsti vinnustaður Akraness. Fjöldinn allur af afleiddum störfum tapist einnig samhliða gjaldþrotinu. Til að setja gjaldþrotið í samhengi segir hann að miðað við höfðatölu væri þetta eins og 2.400 manns misstu vinnuna í Reykjavík. Hamfarir í atvinnumálum dynja á Skagamenn „Mér er það til efs að nokkurt sveitarfélag hafi þurft að þola eins miklar hamfarir í atvinnumálum eins og við skagamenn, að undanskildum vinum okkar í Grindavík,“ segir Vilhjálmur. Fyrir nokkrum árum hafi öllum sjávarútvegi verið rústað á Akranesi þökk sé fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunarkerfisins. Árið 2017 hafi Brim til að mynda fært alla sína starfsemi til Reykjavíkur. Einnig væri rétt að rifja upp að árið 2004 voru 250 manns í vinnu hjá fiskvinnslufyrirtækinu Haraldi Böðvarssyni á Akranesi. Það ár hafi 170 þúsund tonnum verið landað og fyrirtækið greitt á þriðja milljarð í laun. Það væri allt farið í dag. Mikið hefur gengið á í atvinnumálum á Akranesi undanfarin ár.Vísir/Arnar Þá hafi möguleikum Skagamanna á veiðum og vinnslu hvalaafurða verið „slátrað með handónýttri og ólöglegri stjórnsýslu stjórnvalda og þrýstingi frá öfgafólki.“ Skorar á fyrirtæki að hefja starfsemi á Akranesi „Ég skora á fyrirtæki að skoða möguleika á að hefja starfsemi hér á Akranesi,“ segir Vilhjálmur. Biðja ætti öflug fyrirtæki að skoða þann möguleika að hefja starfsemi í bænum, og athuga hvað hægt væri að gera til að hvetja þau til að flytja starfsemina á Skagann. Þótt allir innviðir á Akranesi væru til fyrirmyndar, blasi við að Akurnesingum hafi ekki tekist að efla atvinnulífið í bænum. Enginn sjávarútvegur væri eftir, ekkert hótel, sem leiði til þess að Akranes væri ekki með í ferðaþjónustunni. „Við verðum að fara að opna augun fyrir þessum staðreyndum og krefjast þess að stjórnvöld, bæjarstjórn og við öll ráðumst í eflingu á gjaldeyrisskapandi atvinnutækifærum okkur Akurnesingum til hagsbóta,“ segir Vilhjálmur. Akranes Vinnumarkaður Sjávarútvegur Tækni Stéttarfélög Gjaldþrot Gjaldþrot Skagans 3X Tengdar fréttir Skaginn 3X hefur tapað 4,5 milljörðum eftir kaup Baader Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X hefur tapað 4,5 milljörðum króna frá því að þýska félagið Baader fjárfesti fyrst í félaginu árið 2021. Tapið var 845 milljónum króna minna á árinu 2022 en árið áður eða 1,8 milljarðar króna. 25. september 2023 13:28 Allir 27 starfsmenn missa vinnuna í hópuppsögn á Ísafirði Stjórn hátæknifyrirtækisins Skagans 3X hefur ákveðið að leggja niður starfsstöð fyrirtækisins á Ísafirði og hefur öllum 27 starfsmönnum fyrirtækisins þar verið sagt upp störfum. Í tilkynningu segir að ákvörðunin sé þungbær en byggi á umfangsmikilli endurskipulagningu. Öll framleiðsla verður samþætt á Akranesi. 18. ágúst 2023 13:03 Skaginn 3X tapaði um 2,7 milljörðum eftir þungt rekstrarár Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X tapaði um 2.659 milljónum króna í fyrra sem var fyrsta rekstrarárið eftir að það komst í eigu þýska félagsins Baader. Þungur rekstur á árinu 2021 er einkum sagður skýrast af viðamikill endurskipulagningu, endurmati á skuldbindingum og kröfum frá fyrri tíð, afleiðingum af ólgu á mörkuðum í faraldrinum auk stríðsátaka Rússa en Skaginn 3X hefur átt talsverðra viðskiptahagsmuna að gæta þar í landi síðustu ár. 9. október 2022 16:00 Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Sjá meira
Þetta væri enn einn sorgardagurinn í atvinnumálum þeirra Skagamanna, nú þegar Skaginn 3x hefði óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Skaginn 3x einn stærsti vinnustaður Akraness Gjaldþrot rótgróna fyrirtækisins þýði að 128 fjölskyldur missa lífsviðurværi sitt, en 100 af þeim 128 sem þar störfuðu búi á Akranesi og í nágrenni þess. Vilhjálmur segir að Skaginn 3x hafi verið einn stærsti vinnustaður Akraness. Fjöldinn allur af afleiddum störfum tapist einnig samhliða gjaldþrotinu. Til að setja gjaldþrotið í samhengi segir hann að miðað við höfðatölu væri þetta eins og 2.400 manns misstu vinnuna í Reykjavík. Hamfarir í atvinnumálum dynja á Skagamenn „Mér er það til efs að nokkurt sveitarfélag hafi þurft að þola eins miklar hamfarir í atvinnumálum eins og við skagamenn, að undanskildum vinum okkar í Grindavík,“ segir Vilhjálmur. Fyrir nokkrum árum hafi öllum sjávarútvegi verið rústað á Akranesi þökk sé fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunarkerfisins. Árið 2017 hafi Brim til að mynda fært alla sína starfsemi til Reykjavíkur. Einnig væri rétt að rifja upp að árið 2004 voru 250 manns í vinnu hjá fiskvinnslufyrirtækinu Haraldi Böðvarssyni á Akranesi. Það ár hafi 170 þúsund tonnum verið landað og fyrirtækið greitt á þriðja milljarð í laun. Það væri allt farið í dag. Mikið hefur gengið á í atvinnumálum á Akranesi undanfarin ár.Vísir/Arnar Þá hafi möguleikum Skagamanna á veiðum og vinnslu hvalaafurða verið „slátrað með handónýttri og ólöglegri stjórnsýslu stjórnvalda og þrýstingi frá öfgafólki.“ Skorar á fyrirtæki að hefja starfsemi á Akranesi „Ég skora á fyrirtæki að skoða möguleika á að hefja starfsemi hér á Akranesi,“ segir Vilhjálmur. Biðja ætti öflug fyrirtæki að skoða þann möguleika að hefja starfsemi í bænum, og athuga hvað hægt væri að gera til að hvetja þau til að flytja starfsemina á Skagann. Þótt allir innviðir á Akranesi væru til fyrirmyndar, blasi við að Akurnesingum hafi ekki tekist að efla atvinnulífið í bænum. Enginn sjávarútvegur væri eftir, ekkert hótel, sem leiði til þess að Akranes væri ekki með í ferðaþjónustunni. „Við verðum að fara að opna augun fyrir þessum staðreyndum og krefjast þess að stjórnvöld, bæjarstjórn og við öll ráðumst í eflingu á gjaldeyrisskapandi atvinnutækifærum okkur Akurnesingum til hagsbóta,“ segir Vilhjálmur.
Akranes Vinnumarkaður Sjávarútvegur Tækni Stéttarfélög Gjaldþrot Gjaldþrot Skagans 3X Tengdar fréttir Skaginn 3X hefur tapað 4,5 milljörðum eftir kaup Baader Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X hefur tapað 4,5 milljörðum króna frá því að þýska félagið Baader fjárfesti fyrst í félaginu árið 2021. Tapið var 845 milljónum króna minna á árinu 2022 en árið áður eða 1,8 milljarðar króna. 25. september 2023 13:28 Allir 27 starfsmenn missa vinnuna í hópuppsögn á Ísafirði Stjórn hátæknifyrirtækisins Skagans 3X hefur ákveðið að leggja niður starfsstöð fyrirtækisins á Ísafirði og hefur öllum 27 starfsmönnum fyrirtækisins þar verið sagt upp störfum. Í tilkynningu segir að ákvörðunin sé þungbær en byggi á umfangsmikilli endurskipulagningu. Öll framleiðsla verður samþætt á Akranesi. 18. ágúst 2023 13:03 Skaginn 3X tapaði um 2,7 milljörðum eftir þungt rekstrarár Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X tapaði um 2.659 milljónum króna í fyrra sem var fyrsta rekstrarárið eftir að það komst í eigu þýska félagsins Baader. Þungur rekstur á árinu 2021 er einkum sagður skýrast af viðamikill endurskipulagningu, endurmati á skuldbindingum og kröfum frá fyrri tíð, afleiðingum af ólgu á mörkuðum í faraldrinum auk stríðsátaka Rússa en Skaginn 3X hefur átt talsverðra viðskiptahagsmuna að gæta þar í landi síðustu ár. 9. október 2022 16:00 Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Sjá meira
Skaginn 3X hefur tapað 4,5 milljörðum eftir kaup Baader Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X hefur tapað 4,5 milljörðum króna frá því að þýska félagið Baader fjárfesti fyrst í félaginu árið 2021. Tapið var 845 milljónum króna minna á árinu 2022 en árið áður eða 1,8 milljarðar króna. 25. september 2023 13:28
Allir 27 starfsmenn missa vinnuna í hópuppsögn á Ísafirði Stjórn hátæknifyrirtækisins Skagans 3X hefur ákveðið að leggja niður starfsstöð fyrirtækisins á Ísafirði og hefur öllum 27 starfsmönnum fyrirtækisins þar verið sagt upp störfum. Í tilkynningu segir að ákvörðunin sé þungbær en byggi á umfangsmikilli endurskipulagningu. Öll framleiðsla verður samþætt á Akranesi. 18. ágúst 2023 13:03
Skaginn 3X tapaði um 2,7 milljörðum eftir þungt rekstrarár Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X tapaði um 2.659 milljónum króna í fyrra sem var fyrsta rekstrarárið eftir að það komst í eigu þýska félagsins Baader. Þungur rekstur á árinu 2021 er einkum sagður skýrast af viðamikill endurskipulagningu, endurmati á skuldbindingum og kröfum frá fyrri tíð, afleiðingum af ólgu á mörkuðum í faraldrinum auk stríðsátaka Rússa en Skaginn 3X hefur átt talsverðra viðskiptahagsmuna að gæta þar í landi síðustu ár. 9. október 2022 16:00