Mikið áfall fyrir íslenskan sjávarútveg Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. júlí 2024 12:33 Haraldur Benediktsson bæjarstjóri segir gjaldþrot Skagans 3X mikið áfall fyrir bæinn. Vísir/Vilhelm Haraldur Benediktsson segir gjaldþrot Skagans 3X sem sagði upp öllum 128 starfsmönnum sínum í morgun vera mikið áfall, ekki bara fyrir bæinn heldur íslenskan sjávarútveg í heild sinni. Hann segir það liðna tíð að bæjaryfirvöld séu hreyfiafl í að endurreisa gjaldþrota fyrirtæki en að bærinn muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að styðja við iðnað á Skaganum. „Við erum að ganga í gegnum mikla erfiðleika núna en ég vona að það verði hægt með einhverjum hætti að endurreisa fyrirtækin. Ég held að það skipti máli ekki bara fyrir Akranes fyrir íslenskan sjávarútveg að varðveita þessa þekkingu og þetta hugvit,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. Aðspurður segir hann það þó málalyktir ekki hafa komið sér á óvart. Stríð í Úkraínu hafi haft mikil áhrif á rekstur fyrirtækisins sem átti í umfangsmiklum viðskiptum í Rússlandi. Þá hafi faraldur kórónuveirunnar einnig sett strik í reikninginn og raskað aðfangakeðjuna. „Síðan hafa fyrirtæki haldið að sér höndum sem hafa verið að kaupa þessar vörur og þjónustu af þessum framleiðslugeira. Við vitum að félagið átti góða möguleika á að selja stór verkefni en kaupendur hafa haldið að sér höndum vegna óvissu á heimsmarkaði,“ segir Haraldur. „Við eigum þetta fólk og það er fyrst og fremst í þessu fólki sem býr á Akranesi og hefur þessa þekkingu sem verðmætin liggja. Það hljóta einhverjir að sjá tækifæri í að fjárfesta í því. Við sem bæjaryfirvöld munum gera hvað sem er til þess að skapa heppilega ramma um það, með hvaða tækjum sem við höfum yfir að ráða til þeirra hluta,“ segir hann. Akranes Sjávarútvegur Tækni Stéttarfélög Vinnumarkaður Gjaldþrot Skagans 3X Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Hann segir það liðna tíð að bæjaryfirvöld séu hreyfiafl í að endurreisa gjaldþrota fyrirtæki en að bærinn muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að styðja við iðnað á Skaganum. „Við erum að ganga í gegnum mikla erfiðleika núna en ég vona að það verði hægt með einhverjum hætti að endurreisa fyrirtækin. Ég held að það skipti máli ekki bara fyrir Akranes fyrir íslenskan sjávarútveg að varðveita þessa þekkingu og þetta hugvit,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. Aðspurður segir hann það þó málalyktir ekki hafa komið sér á óvart. Stríð í Úkraínu hafi haft mikil áhrif á rekstur fyrirtækisins sem átti í umfangsmiklum viðskiptum í Rússlandi. Þá hafi faraldur kórónuveirunnar einnig sett strik í reikninginn og raskað aðfangakeðjuna. „Síðan hafa fyrirtæki haldið að sér höndum sem hafa verið að kaupa þessar vörur og þjónustu af þessum framleiðslugeira. Við vitum að félagið átti góða möguleika á að selja stór verkefni en kaupendur hafa haldið að sér höndum vegna óvissu á heimsmarkaði,“ segir Haraldur. „Við eigum þetta fólk og það er fyrst og fremst í þessu fólki sem býr á Akranesi og hefur þessa þekkingu sem verðmætin liggja. Það hljóta einhverjir að sjá tækifæri í að fjárfesta í því. Við sem bæjaryfirvöld munum gera hvað sem er til þess að skapa heppilega ramma um það, með hvaða tækjum sem við höfum yfir að ráða til þeirra hluta,“ segir hann.
Akranes Sjávarútvegur Tækni Stéttarfélög Vinnumarkaður Gjaldþrot Skagans 3X Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira