Slæleg vinnubrögð álagi og tímapressu að kenna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 15:22 Páll Winkel Páll E. Winkel fangelsismálastjóri harmar úrskurð dómsmálaráðuneytisins þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að verulegir ágallar séu á inntökuferli í fangavarðanám. Stjórnendur fangelsanna, yfirmenn umsækjenda, hafi metið andlegt og líkamlegt heilbrigði umsækjenda sem fengu ekki boð í viðtal. RÚV greindi frá úrskurði ráðuneytisins í gær. Fangelsismálastofnun hefur falið mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar að annast námið. Umsóknarferlið var hins vegar í höndum Fangelsismálastofnunar, þar sem 20 umsækjendur voru teknir inn af 42. Nokkrir umsækjendur kærðu inntökuferlið til ráðuneytisins þar sem þeir töldu það byggjast á ómálefnalegum forsendum. Sú var niðurstaða ráðuneytisins. Hins vegar var niðurstaða um inntökuna ekki ógilt þar sem þeir sem fengu inngöngu hafi stundað námið í góðri trú og haft lögvarða hagsmuni af því að ákvörðunin standi. Hefðu þurft að vinna málið mun betur Páll E. Winkel harmar úrskurð ráðuneytisins. „Þetta er ekki gott, ég er á því. Staðan er þannig að það hefur verið gríðarlegt álag á öllu fullnustukerfinu með miklu vinnuálagi fyrir alla sem í þessum málaflokki vinna,“ segir Páll í samtali við Vísi og nefnir breytta löggjöf og uppbyggingu nýs fangelsis. Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/Baldur „Á þessum sama tímapunkti erum við að færa rekstur á fangavarðaskólanum í nýtt form í samstafi við menntasetur lögreglunnar. Það var unnið undir mikilli tímapressu. Skólinn átti að hefjast í janúar, sem hann og gerði. Við hefðum þurft að vinna það mál mun betur og mér þykir leitt að hæfir nemendur hafi ekki komist þarna inn í vetur,“ segir Páll Winkel. Staðið hafi til að setja nýja reglugerð um fangavarðaskólann, sem hafi ekki tekist innan þess tíma sem að setja þurfti skólann af stað. „Við þurfum að fara yfir allt okkar verklag og gera betur,“ segir Páll. Viðbúinn skellur Kom þessi úrskurður á óvart eða var þetta viðbúið? „Þetta var viðbúið. Þegar við skoðuðum þetta verklag okkar betur, þá sá ég að þetta var ekki eins og best var á kostið. Enda lýsi ég því í umsögn okkar sem barst síðar að þarna hefði þurft að vinna betur.“ Farið verði yfir verkferla og vandað til verka að sögn Páls. Hann býst við nýrri reglugerð á næstunni. Páll útskýrir að fangavarðaskólinn hafi áður fyrr verið rekinn af Fangelsismálastofnun haldinn þegar þörf hafi verið á og fjármagn til. „Þá var ferlið mun einfaldara því þá gátum við tekið inn þann fjölda sem við vildum hverju sinni. Það sem var öðruvísi núna var að við gátum bara tekið inn tuttugu en þörfin var meiri. Því reyndi í fyrsta sinn verulega á það að taka inn hluta hópsins á undan öðrum.“ RÚV greinir frá því að í einni kærunni komi fram það sjónarmið að starfsfólk fangelsanna sé ragt við að leita réttar síns og tjá skoðanir af ótta við stjórnendur. Einum kæranda hafi verið sagt upp störfum eftir að kæra var lögð fram. Páll kannast ekki við ógnarstjórn innan fullnustukerfisins. „Ég veit að engum hefur verið sagt upp vegna kæru til ráðuneytisins, enda er það réttur þeirra til þess að fá ákvörðun endurskoðaða. Það er okkar að læra af þessum úrskurði.“ Fangelsismál Dómsmál Stjórnsýsla Skóla- og menntamál Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
RÚV greindi frá úrskurði ráðuneytisins í gær. Fangelsismálastofnun hefur falið mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar að annast námið. Umsóknarferlið var hins vegar í höndum Fangelsismálastofnunar, þar sem 20 umsækjendur voru teknir inn af 42. Nokkrir umsækjendur kærðu inntökuferlið til ráðuneytisins þar sem þeir töldu það byggjast á ómálefnalegum forsendum. Sú var niðurstaða ráðuneytisins. Hins vegar var niðurstaða um inntökuna ekki ógilt þar sem þeir sem fengu inngöngu hafi stundað námið í góðri trú og haft lögvarða hagsmuni af því að ákvörðunin standi. Hefðu þurft að vinna málið mun betur Páll E. Winkel harmar úrskurð ráðuneytisins. „Þetta er ekki gott, ég er á því. Staðan er þannig að það hefur verið gríðarlegt álag á öllu fullnustukerfinu með miklu vinnuálagi fyrir alla sem í þessum málaflokki vinna,“ segir Páll í samtali við Vísi og nefnir breytta löggjöf og uppbyggingu nýs fangelsis. Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/Baldur „Á þessum sama tímapunkti erum við að færa rekstur á fangavarðaskólanum í nýtt form í samstafi við menntasetur lögreglunnar. Það var unnið undir mikilli tímapressu. Skólinn átti að hefjast í janúar, sem hann og gerði. Við hefðum þurft að vinna það mál mun betur og mér þykir leitt að hæfir nemendur hafi ekki komist þarna inn í vetur,“ segir Páll Winkel. Staðið hafi til að setja nýja reglugerð um fangavarðaskólann, sem hafi ekki tekist innan þess tíma sem að setja þurfti skólann af stað. „Við þurfum að fara yfir allt okkar verklag og gera betur,“ segir Páll. Viðbúinn skellur Kom þessi úrskurður á óvart eða var þetta viðbúið? „Þetta var viðbúið. Þegar við skoðuðum þetta verklag okkar betur, þá sá ég að þetta var ekki eins og best var á kostið. Enda lýsi ég því í umsögn okkar sem barst síðar að þarna hefði þurft að vinna betur.“ Farið verði yfir verkferla og vandað til verka að sögn Páls. Hann býst við nýrri reglugerð á næstunni. Páll útskýrir að fangavarðaskólinn hafi áður fyrr verið rekinn af Fangelsismálastofnun haldinn þegar þörf hafi verið á og fjármagn til. „Þá var ferlið mun einfaldara því þá gátum við tekið inn þann fjölda sem við vildum hverju sinni. Það sem var öðruvísi núna var að við gátum bara tekið inn tuttugu en þörfin var meiri. Því reyndi í fyrsta sinn verulega á það að taka inn hluta hópsins á undan öðrum.“ RÚV greinir frá því að í einni kærunni komi fram það sjónarmið að starfsfólk fangelsanna sé ragt við að leita réttar síns og tjá skoðanir af ótta við stjórnendur. Einum kæranda hafi verið sagt upp störfum eftir að kæra var lögð fram. Páll kannast ekki við ógnarstjórn innan fullnustukerfisins. „Ég veit að engum hefur verið sagt upp vegna kæru til ráðuneytisins, enda er það réttur þeirra til þess að fá ákvörðun endurskoðaða. Það er okkar að læra af þessum úrskurði.“
Fangelsismál Dómsmál Stjórnsýsla Skóla- og menntamál Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira