Vaknaði með tíu ósvöruð símtöl og frétti svo af uppsögninni Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. júlí 2024 19:16 Patrekur Orri Unnarsson, stálsmiður og trúbador. Vísir/Ívar Fannar Næstum hundrað og þrjátíu manns misstu vinnuna hjá fyrirtækinu Skaganum 3x, sem óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í dag. Uppsagnirnar eru áfall fyrir Akranesbæ segir bæjarstjórinn en starfsmaður segir fréttirnar hafa komið flatt upp á sig þegar hann vaknaði í morgun. „Þetta er áfall fyrir okkur að missa svona stóran vinnustað úr rekstri. Vinnustað sem að veitir um 130 manns atvinnu. 130 heimilum,“ segir Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri Akraness. Hann segir gjaldþrot 3X vera að miklu leyti vegna utanaðkomandi ástæðna og nefnir í því samhengi heimsfaraldur Covid-19 og innrásina í Úkraínu. Hann bætir við að mikilvægt sé að stjórnvöld geri meira fyrir bæjarfélagið og nefnir í því samhengi hvalveiðar og orkumál. „Okkur finnst stundum ekki vera alveg hlustað á hagsmuni þessa byggðarlags að við þurfum líka sterka umgjörð til þess að atvinnulífið okkar blómstri,“ segir Haraldur. Haraldur Benediktsson er bæjarstjóri Akraness.Vísir/Ívar Fannar Hundrað tuttugu og fjórir misstu vinnuna í dag, þar af eru um hundrað búsettir á Akranesi. Þar á meðal er Patrekur Orri Unnarson, stálsmiður sem hefur starfað fyrir fyrirtækið með hléum frá 2018. „Ég var í fríi í dag þannig ég vaknaði bara í hádeginu, tíu missed calls og þá bara frétti ég það að ég væri búinn að missa vinnuna,“ segir Patrekur Orri. Fram undan sé stutt sumarfrí en að því loknu muni hann hefja leit að nýju starfi. „Við erum búnir að sjá fréttir síðustu daga þannig að það kom ekki þannig á óvart. Það er búið að tala mikið um þetta en þetta kom kannski flatt upp á mann í morgun,“ segir Patrekur Orri. 3X er ekki eina fyrirtækið á Akranesi sem hefur lent í erfiðleikum undanfarið en á dögunum var öllum starfsmönnum Skútunnar sem N1 á og rekur sagt upp. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir afleidd störf sem þjónusta fyrirtæki sem fara í gjaldþrot einnig líða fyrir það og áhrifin því mjög víðtæk. Hann kallar eftir því að stjórnvöld og bæjaryfirvöld stígi inn í af krafti. „Að sjálfsögðu þurfa stjórnmálin að lúta að því að tryggja byggð í landinu. Ég hef átt samtöl bæði við forsætisráðherra og fjármálaráðherra dag þar sem ég hef lýst yfir verulegum áhyggjum yfir þeirri stöðu sem við Skagamenn stöndum frammi fyrir og ekki aðeins því sem við lendum í núna en einnig því sem við erum búin að lenda í,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.Vísir/Ívar Fannar Akranes Stéttarfélög Tækni Vinnumarkaður Sjávarútvegur Gjaldþrot Skagans 3X Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira
„Þetta er áfall fyrir okkur að missa svona stóran vinnustað úr rekstri. Vinnustað sem að veitir um 130 manns atvinnu. 130 heimilum,“ segir Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri Akraness. Hann segir gjaldþrot 3X vera að miklu leyti vegna utanaðkomandi ástæðna og nefnir í því samhengi heimsfaraldur Covid-19 og innrásina í Úkraínu. Hann bætir við að mikilvægt sé að stjórnvöld geri meira fyrir bæjarfélagið og nefnir í því samhengi hvalveiðar og orkumál. „Okkur finnst stundum ekki vera alveg hlustað á hagsmuni þessa byggðarlags að við þurfum líka sterka umgjörð til þess að atvinnulífið okkar blómstri,“ segir Haraldur. Haraldur Benediktsson er bæjarstjóri Akraness.Vísir/Ívar Fannar Hundrað tuttugu og fjórir misstu vinnuna í dag, þar af eru um hundrað búsettir á Akranesi. Þar á meðal er Patrekur Orri Unnarson, stálsmiður sem hefur starfað fyrir fyrirtækið með hléum frá 2018. „Ég var í fríi í dag þannig ég vaknaði bara í hádeginu, tíu missed calls og þá bara frétti ég það að ég væri búinn að missa vinnuna,“ segir Patrekur Orri. Fram undan sé stutt sumarfrí en að því loknu muni hann hefja leit að nýju starfi. „Við erum búnir að sjá fréttir síðustu daga þannig að það kom ekki þannig á óvart. Það er búið að tala mikið um þetta en þetta kom kannski flatt upp á mann í morgun,“ segir Patrekur Orri. 3X er ekki eina fyrirtækið á Akranesi sem hefur lent í erfiðleikum undanfarið en á dögunum var öllum starfsmönnum Skútunnar sem N1 á og rekur sagt upp. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir afleidd störf sem þjónusta fyrirtæki sem fara í gjaldþrot einnig líða fyrir það og áhrifin því mjög víðtæk. Hann kallar eftir því að stjórnvöld og bæjaryfirvöld stígi inn í af krafti. „Að sjálfsögðu þurfa stjórnmálin að lúta að því að tryggja byggð í landinu. Ég hef átt samtöl bæði við forsætisráðherra og fjármálaráðherra dag þar sem ég hef lýst yfir verulegum áhyggjum yfir þeirri stöðu sem við Skagamenn stöndum frammi fyrir og ekki aðeins því sem við lendum í núna en einnig því sem við erum búin að lenda í,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.Vísir/Ívar Fannar
Akranes Stéttarfélög Tækni Vinnumarkaður Sjávarútvegur Gjaldþrot Skagans 3X Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira