Andrea og Arnar langfyrst á Akureyri Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 21:11 Arnar Pétursson og Andrea Kolbeinsdóttir halda áfram að raka inn verðlaunum en þau urðu einnig Íslandsmeistarar í 10 km götuhlaupi í þessari viku. FRÍ Andrea Kolbeinsdóttir úr ÍR kom fyrst kvenna í mark og setti persónulegt met á Íslandsmeistaramótinu í hálfu maraþoni á Akureyri. Arnar Pétursson varð Íslandsmeistari karla. Aðeins ein íslensk kona hefur hlaupið hálft maraþon hraðar en Andrea gerði í kvöld. Mótið er hluti af Akureyrarhlaupinu þar sem einnig er keppt í 5 og 10 kílómetra hlaupum. Þau Andrea og Arnar urðu einmitt Íslandsmeistarar í 10 km hlaupi í Ármannshlaupinu á þriðjudaginn. Hlaupi sem að vísu reyndist svo örlítið styttra en 10 kílómetrar. Andrea vann hálfmaraþonið í kvöld á tæplega einni klukkustund og sextán mínútum, eða 1:15:59. Hún hljóp fyrstu fimm kílómetrana á 17 mínútum og 22 sekúndum, og var á 39:05 eftir 11 kílómetra og 57:11 eftir 16 kílómetra. Andrea, sem fer ekki í hlaupaskó hér á landi án þess að vinna gull, hafði áður hlaupið hálft maraþon hraðast á 1:17:42 klukkustund og bætti sinn besta tíma því talsvert. Aðeins ólympíufarinn Martha Ernstsdóttir hefur hlaupið hálft maraþon hraðar, af íslenskum konum. Íslandsmet Mörthu var ekki í hættu í kvöld en það er 1:11:40 og hefur staðið frá árinu 1996. Önnur í mark í kvöld kom Halldóra Huld Ingvarsdóttir úr FH á 1:19:47 eða 3 mínútum og 48 sekúndum á eftir Andreu. Íris Anna Skúladóttir úr FH vann svo bronsverðlaun á 1:24:11. Arnar bætti Íslandsmeistaratitli í safnið Hinn sigursæli Arnar Pétursson varð Íslandsmeistari karla í hálfu maraþoni, en hann hljóp á 1:08:50 klukkustund og varð 4 mínútum og 23 sekúndum á undan næsta manni, Stefáni Kára Smárasyni, einnig úr Breiðabliki. Jörundur Frímann Jónasson úr Ungmennafélagi Akureyrar fékk brons en hann kom í mark aðeins 22 sekúndum á eftir Stefáni Kára. Í 10 km hlaupi karla vann Guðmundur Daði Guðlaugsson úr Ungmennafélagi Njarðvíkur sigur, á 34:48 mínútum. Heimakonan Anna Berglind Pálmadóttir vann 10 km hlaup kvenna á 37:40. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir vann 5 km hlaup kvenna á 17:54 mínútum og Stefán Pálsson úr Ármanni vann 5 km hlaup karla á 17:27 mínútum. Hlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Mótið er hluti af Akureyrarhlaupinu þar sem einnig er keppt í 5 og 10 kílómetra hlaupum. Þau Andrea og Arnar urðu einmitt Íslandsmeistarar í 10 km hlaupi í Ármannshlaupinu á þriðjudaginn. Hlaupi sem að vísu reyndist svo örlítið styttra en 10 kílómetrar. Andrea vann hálfmaraþonið í kvöld á tæplega einni klukkustund og sextán mínútum, eða 1:15:59. Hún hljóp fyrstu fimm kílómetrana á 17 mínútum og 22 sekúndum, og var á 39:05 eftir 11 kílómetra og 57:11 eftir 16 kílómetra. Andrea, sem fer ekki í hlaupaskó hér á landi án þess að vinna gull, hafði áður hlaupið hálft maraþon hraðast á 1:17:42 klukkustund og bætti sinn besta tíma því talsvert. Aðeins ólympíufarinn Martha Ernstsdóttir hefur hlaupið hálft maraþon hraðar, af íslenskum konum. Íslandsmet Mörthu var ekki í hættu í kvöld en það er 1:11:40 og hefur staðið frá árinu 1996. Önnur í mark í kvöld kom Halldóra Huld Ingvarsdóttir úr FH á 1:19:47 eða 3 mínútum og 48 sekúndum á eftir Andreu. Íris Anna Skúladóttir úr FH vann svo bronsverðlaun á 1:24:11. Arnar bætti Íslandsmeistaratitli í safnið Hinn sigursæli Arnar Pétursson varð Íslandsmeistari karla í hálfu maraþoni, en hann hljóp á 1:08:50 klukkustund og varð 4 mínútum og 23 sekúndum á undan næsta manni, Stefáni Kára Smárasyni, einnig úr Breiðabliki. Jörundur Frímann Jónasson úr Ungmennafélagi Akureyrar fékk brons en hann kom í mark aðeins 22 sekúndum á eftir Stefáni Kára. Í 10 km hlaupi karla vann Guðmundur Daði Guðlaugsson úr Ungmennafélagi Njarðvíkur sigur, á 34:48 mínútum. Heimakonan Anna Berglind Pálmadóttir vann 10 km hlaup kvenna á 37:40. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir vann 5 km hlaup kvenna á 17:54 mínútum og Stefán Pálsson úr Ármanni vann 5 km hlaup karla á 17:27 mínútum.
Hlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira