Ældi tvisvar þegar kærastan mætti í fyrsta sinn á leik Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 23:15 Andy Murray fékk hljóðnemann í hendurnar eftir leikinn í kvöld og þakkaði fyrir sig. Getty/Mike Egerton Breski tenniskappinn Andy Murray var þakklátur fyrir kveðjuathöfnina sem hann fékk á sínu síðasta Wimbledon-móti, eftir leik með bróður sínum Jamie í tvíliðaleik í dag. Bræðurnir töpuðu gegn Áströlunum John Peers og Rinky Hijikata en það skyggði ekki á kveðjuathöfnina fyrir Murray sem vann Wimbledon-mótið tvisvar, árin 2013 og 2016. Myndband af afrekum Murray var sýnt á stórum skjá og hann felldi tár fyrir framan þúsundir stuðningsmanna, sem og annarra tennisstjarna, sem hylltu hann. „Mér líður eins og að þetta sé góður endir fyrir mig. Ég veit þó ekki hvort ég verðskulda þetta. En þetta var virkilega vel gert,“ sagði Murray. Hann nýtti líka tækifærið til að tala aðeins um eiginkonu sína, Kim, sem var á svæðinu ásamt dætrum þeirra tveimur. Murray lýsti fyrstu kynnum þeirra Kim og ljóst að honum þótti þau frekar vandræðaleg. "I better say something about my wife, otherwise I'll get in trouble." 😅#BBCTennis #Wimbledon pic.twitter.com/0iU3r0OhcS— BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2024 „Við kynntumst fyrst þegar við vorum 18 ára gömul. Pabbi Kim er tennisþjálfari og við hittumst fyrst í New York, og fórum saman út að borða þegar US Open var. Ég klúðraði svolítið fyrst þegar við fórum út og eftir að ég fylgdi henni heim á hótel spurði ég hana um tölvupóstfangið hennar. Ég held að það sé frekar óvanalegt,“ sagði Murray og hélt áfram: „Hún kom svo til að sjá mig spila, og þegar hún sá mig fyrst spila á US Open þá kastaði ég upp tvisvar sinnum. Í fyrra skiptið var það beint fyrir framan svæðið þar sem hún sat, og svo stóð ég upp og ældi á tennistösku mótherja míns. En hún virtist enn kunna við mig og ég vissi þá að ég yrði að halda í hana.“ Murray viðurkenndi að hann vildi halda áfram að spila tennis endalaust, en að það væri einfaldlega orðið of erfitt að spila. „Hvað líkamann varðar þá er þetta orðið of erfitt. En ég vil spila að eilífu. Ég elska þessa íþrótt.“ Tennis Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Bræðurnir töpuðu gegn Áströlunum John Peers og Rinky Hijikata en það skyggði ekki á kveðjuathöfnina fyrir Murray sem vann Wimbledon-mótið tvisvar, árin 2013 og 2016. Myndband af afrekum Murray var sýnt á stórum skjá og hann felldi tár fyrir framan þúsundir stuðningsmanna, sem og annarra tennisstjarna, sem hylltu hann. „Mér líður eins og að þetta sé góður endir fyrir mig. Ég veit þó ekki hvort ég verðskulda þetta. En þetta var virkilega vel gert,“ sagði Murray. Hann nýtti líka tækifærið til að tala aðeins um eiginkonu sína, Kim, sem var á svæðinu ásamt dætrum þeirra tveimur. Murray lýsti fyrstu kynnum þeirra Kim og ljóst að honum þótti þau frekar vandræðaleg. "I better say something about my wife, otherwise I'll get in trouble." 😅#BBCTennis #Wimbledon pic.twitter.com/0iU3r0OhcS— BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2024 „Við kynntumst fyrst þegar við vorum 18 ára gömul. Pabbi Kim er tennisþjálfari og við hittumst fyrst í New York, og fórum saman út að borða þegar US Open var. Ég klúðraði svolítið fyrst þegar við fórum út og eftir að ég fylgdi henni heim á hótel spurði ég hana um tölvupóstfangið hennar. Ég held að það sé frekar óvanalegt,“ sagði Murray og hélt áfram: „Hún kom svo til að sjá mig spila, og þegar hún sá mig fyrst spila á US Open þá kastaði ég upp tvisvar sinnum. Í fyrra skiptið var það beint fyrir framan svæðið þar sem hún sat, og svo stóð ég upp og ældi á tennistösku mótherja míns. En hún virtist enn kunna við mig og ég vissi þá að ég yrði að halda í hana.“ Murray viðurkenndi að hann vildi halda áfram að spila tennis endalaust, en að það væri einfaldlega orðið of erfitt að spila. „Hvað líkamann varðar þá er þetta orðið of erfitt. En ég vil spila að eilífu. Ég elska þessa íþrótt.“
Tennis Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira