Finnst það gleymast að dómarar eigi að vernda leikmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2024 10:32 Hér er brotið á Valskonunni Amöndu Andradóttur. Bestu mörkin vilja að leikmenn fái meiri vernd í Bestu deildinni. Vísir/Anton Bestu mörkin fengu ekki mörg mörk í elleftu umferð Bestu deildar kvenna en það var þeim mun meira af vafaatriðum þegar kom að dómgæslu í þessum leikjum. Sérfræðingarnir ræddu dómgæsluna í kvennadeildinni. Umræðan hófst þegar þær skoðuðu víti sem var ekki dæmt í markalausu jafntefli Fylkis og Víkings í Árbænum. Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum, var hörð á því að dómarinn hafi þar gert stór mistök sem kostaði Fylkisliðið mögulega sigurinn. „Mér fannst þetta vera púra víti og ótrúlega skrýtið því dómarinn er ansi nálægt þessu,“ sagði Mist. „Hann getur ekki annað en séð þetta,“ sagði Helena Ólafdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Það eru svolítið dýr vafaatriði núna. Það eru engin mörk í umferðinni. Þetta er svolítið dýrt,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. Standardinn verður að vera hærri „Það er svo leiðinlegt að þurfa að vera að tala um þetta. Standardinn verður bara að vera hærri. Að það séu vafaatriði í hverjum einasta leik umferðarinnar,“ sagði Mist. „Við verðum líka að segja að Bríet er reynslumikill dómari og þetta er bara eitthvað sem hún á að sjá,“ sagði Helena en Bríet Bragadóttir dæmdi leik Fylkis og Víkings. Mikið um skrýtnar og óþarfa ákvarðanir „Ekki bara þessi stóru atriði. Það er bara einhvern vegin línan. Mér fannst þetta mót fara fínt af stað en mér hefur fundist í síðustu umferðum vera svolítið óskýr lína oft á tíðum. Svolítið mikið um skrýtnar og óþarfa ákvarðanir,“ sagði Mist. Mist finnst það stundum gleymast hjá dómurum að þeir eiga að passa upp á leikmenn. „Við komum kannski aftur að því sem Jonathan Glenn (þjálfari Keflavíkur) var að tala um. Hvert er hlutverk dómara? Jú, láta leikinn flæða og vernda leikmenn. Mér finnst eins og það sé stundum smá að gleymast,“ sagði Mist. Það má horfa á alla umræðuna um stöðu dómgæslu í Bestu deild kvenna hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin kalla eftir meiri vernd fyrir leikmenn Besta deild kvenna Bestu mörkin Fylkir Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Sjá meira
Umræðan hófst þegar þær skoðuðu víti sem var ekki dæmt í markalausu jafntefli Fylkis og Víkings í Árbænum. Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum, var hörð á því að dómarinn hafi þar gert stór mistök sem kostaði Fylkisliðið mögulega sigurinn. „Mér fannst þetta vera púra víti og ótrúlega skrýtið því dómarinn er ansi nálægt þessu,“ sagði Mist. „Hann getur ekki annað en séð þetta,“ sagði Helena Ólafdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Það eru svolítið dýr vafaatriði núna. Það eru engin mörk í umferðinni. Þetta er svolítið dýrt,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. Standardinn verður að vera hærri „Það er svo leiðinlegt að þurfa að vera að tala um þetta. Standardinn verður bara að vera hærri. Að það séu vafaatriði í hverjum einasta leik umferðarinnar,“ sagði Mist. „Við verðum líka að segja að Bríet er reynslumikill dómari og þetta er bara eitthvað sem hún á að sjá,“ sagði Helena en Bríet Bragadóttir dæmdi leik Fylkis og Víkings. Mikið um skrýtnar og óþarfa ákvarðanir „Ekki bara þessi stóru atriði. Það er bara einhvern vegin línan. Mér fannst þetta mót fara fínt af stað en mér hefur fundist í síðustu umferðum vera svolítið óskýr lína oft á tíðum. Svolítið mikið um skrýtnar og óþarfa ákvarðanir,“ sagði Mist. Mist finnst það stundum gleymast hjá dómurum að þeir eiga að passa upp á leikmenn. „Við komum kannski aftur að því sem Jonathan Glenn (þjálfari Keflavíkur) var að tala um. Hvert er hlutverk dómara? Jú, láta leikinn flæða og vernda leikmenn. Mér finnst eins og það sé stundum smá að gleymast,“ sagði Mist. Það má horfa á alla umræðuna um stöðu dómgæslu í Bestu deild kvenna hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin kalla eftir meiri vernd fyrir leikmenn
Besta deild kvenna Bestu mörkin Fylkir Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Sjá meira