Finnst það gleymast að dómarar eigi að vernda leikmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2024 10:32 Hér er brotið á Valskonunni Amöndu Andradóttur. Bestu mörkin vilja að leikmenn fái meiri vernd í Bestu deildinni. Vísir/Anton Bestu mörkin fengu ekki mörg mörk í elleftu umferð Bestu deildar kvenna en það var þeim mun meira af vafaatriðum þegar kom að dómgæslu í þessum leikjum. Sérfræðingarnir ræddu dómgæsluna í kvennadeildinni. Umræðan hófst þegar þær skoðuðu víti sem var ekki dæmt í markalausu jafntefli Fylkis og Víkings í Árbænum. Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum, var hörð á því að dómarinn hafi þar gert stór mistök sem kostaði Fylkisliðið mögulega sigurinn. „Mér fannst þetta vera púra víti og ótrúlega skrýtið því dómarinn er ansi nálægt þessu,“ sagði Mist. „Hann getur ekki annað en séð þetta,“ sagði Helena Ólafdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Það eru svolítið dýr vafaatriði núna. Það eru engin mörk í umferðinni. Þetta er svolítið dýrt,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. Standardinn verður að vera hærri „Það er svo leiðinlegt að þurfa að vera að tala um þetta. Standardinn verður bara að vera hærri. Að það séu vafaatriði í hverjum einasta leik umferðarinnar,“ sagði Mist. „Við verðum líka að segja að Bríet er reynslumikill dómari og þetta er bara eitthvað sem hún á að sjá,“ sagði Helena en Bríet Bragadóttir dæmdi leik Fylkis og Víkings. Mikið um skrýtnar og óþarfa ákvarðanir „Ekki bara þessi stóru atriði. Það er bara einhvern vegin línan. Mér fannst þetta mót fara fínt af stað en mér hefur fundist í síðustu umferðum vera svolítið óskýr lína oft á tíðum. Svolítið mikið um skrýtnar og óþarfa ákvarðanir,“ sagði Mist. Mist finnst það stundum gleymast hjá dómurum að þeir eiga að passa upp á leikmenn. „Við komum kannski aftur að því sem Jonathan Glenn (þjálfari Keflavíkur) var að tala um. Hvert er hlutverk dómara? Jú, láta leikinn flæða og vernda leikmenn. Mér finnst eins og það sé stundum smá að gleymast,“ sagði Mist. Það má horfa á alla umræðuna um stöðu dómgæslu í Bestu deild kvenna hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin kalla eftir meiri vernd fyrir leikmenn Besta deild kvenna Bestu mörkin Fylkir Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira
Umræðan hófst þegar þær skoðuðu víti sem var ekki dæmt í markalausu jafntefli Fylkis og Víkings í Árbænum. Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum, var hörð á því að dómarinn hafi þar gert stór mistök sem kostaði Fylkisliðið mögulega sigurinn. „Mér fannst þetta vera púra víti og ótrúlega skrýtið því dómarinn er ansi nálægt þessu,“ sagði Mist. „Hann getur ekki annað en séð þetta,“ sagði Helena Ólafdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Það eru svolítið dýr vafaatriði núna. Það eru engin mörk í umferðinni. Þetta er svolítið dýrt,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. Standardinn verður að vera hærri „Það er svo leiðinlegt að þurfa að vera að tala um þetta. Standardinn verður bara að vera hærri. Að það séu vafaatriði í hverjum einasta leik umferðarinnar,“ sagði Mist. „Við verðum líka að segja að Bríet er reynslumikill dómari og þetta er bara eitthvað sem hún á að sjá,“ sagði Helena en Bríet Bragadóttir dæmdi leik Fylkis og Víkings. Mikið um skrýtnar og óþarfa ákvarðanir „Ekki bara þessi stóru atriði. Það er bara einhvern vegin línan. Mér fannst þetta mót fara fínt af stað en mér hefur fundist í síðustu umferðum vera svolítið óskýr lína oft á tíðum. Svolítið mikið um skrýtnar og óþarfa ákvarðanir,“ sagði Mist. Mist finnst það stundum gleymast hjá dómurum að þeir eiga að passa upp á leikmenn. „Við komum kannski aftur að því sem Jonathan Glenn (þjálfari Keflavíkur) var að tala um. Hvert er hlutverk dómara? Jú, láta leikinn flæða og vernda leikmenn. Mér finnst eins og það sé stundum smá að gleymast,“ sagði Mist. Það má horfa á alla umræðuna um stöðu dómgæslu í Bestu deild kvenna hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin kalla eftir meiri vernd fyrir leikmenn
Besta deild kvenna Bestu mörkin Fylkir Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira