Pálmi Rafn: Á von á því að Ægir Jarl sé á förum Andri Már Eggertsson skrifar 6. júlí 2024 16:38 Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, var svekktur eftir leik Vísir/Pawel Cieslikiewicz KR gerði 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni á heimavelli. Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, var ósáttur með stigið og greindi frá því að Ægir Jarl Jónsson væri að öllum líkindum á förum frá liðinu. „Ég er pirraður. Mér fannst við hafa átt að labba héðan út með þrjú stig en það getur vel verið að það sé vitlaust hjá mér. Við fengum færi undir lokin til þess að klára leikinn og ég hefði viljað fá meira.“ Pálmi var ósáttur við að mark Stjörnunnar hafi fengið að standa þar sem Róbert Frosti Þorkelsson tók aukaspyrnuna snökkt og upp úr því kom mark. „Hann dæmdi aukaspyrnu sem mér fannst ódýr en var sennilega aukaspyrna. Dómarinn fór að taka upp spreybrúsann og mínir menn biðu eftir því og þá fór aukaspyrnan í gang. Þetta er örugglega leyfilegt og allt það og við þurfum að hugsa um okkur sjálfa alveg sama hvað dómarinn gerir. Það voru fullt af ákvörðunum sem við vorum ekki sammála en það hefur margoft sýnt sig í sumar að við höfum enga stjórn á því.“ Hólmbert Aron Friðjónsson og Arnór Ingvi Traustason voru orðaðir við KR í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin. Pálmi sagði þó lítið til í þeim orðrómi. „Ég las þetta sjálfur í blöðunum og væri gjarnan til í að fá sterka leikmenn til liðsins en ég er nokkuð viss um að þessir leikmenn séu að fara halda áfram erlendis. Það væri draumur fyrir okkur að geta fengið svona sterka leikmenn.“ En er KR í viðræðum við Hólmbert og Arnór Ingva? „Ekki ég persónulega. Ég fékk skilaboð frá Hólmberti í gær að hann hafi frétt að hann væri að koma og ég sagði það sama og ég frétti það líka. Það er rosalega lítið sem við getum sagt en það eru aðrir sem eru með þetta á hreinu greinilega.“ Ægir Jarl Jónsson var ekki í leikmannahópi KR en hann er sagður vera í viðræðum við danska félagið AB sem Jóhannes Karl Guðjónsson stýrir. „Ægir var utan hóps í dag. Hann er í ákveðnum málum sem verið er skoða og ég vildi leyfa honum að einbeita sér að þeim málum og við sjáum hvað verður um hann áður en við förum aftur að njóta hans krafta.“ En á Pálmi von á því að Ægir nái að klára sín mál og fari frá KR? „Já alveg eins. Hann á það fyllilega skilið og auðvitað myndi ég vilja að hann fengi þetta tækifæri og ég get ekki verið eigingjarn á að halda honum og vonandi gengur þetta upp fyrir hann,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason að lokum. KR Besta deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
„Ég er pirraður. Mér fannst við hafa átt að labba héðan út með þrjú stig en það getur vel verið að það sé vitlaust hjá mér. Við fengum færi undir lokin til þess að klára leikinn og ég hefði viljað fá meira.“ Pálmi var ósáttur við að mark Stjörnunnar hafi fengið að standa þar sem Róbert Frosti Þorkelsson tók aukaspyrnuna snökkt og upp úr því kom mark. „Hann dæmdi aukaspyrnu sem mér fannst ódýr en var sennilega aukaspyrna. Dómarinn fór að taka upp spreybrúsann og mínir menn biðu eftir því og þá fór aukaspyrnan í gang. Þetta er örugglega leyfilegt og allt það og við þurfum að hugsa um okkur sjálfa alveg sama hvað dómarinn gerir. Það voru fullt af ákvörðunum sem við vorum ekki sammála en það hefur margoft sýnt sig í sumar að við höfum enga stjórn á því.“ Hólmbert Aron Friðjónsson og Arnór Ingvi Traustason voru orðaðir við KR í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin. Pálmi sagði þó lítið til í þeim orðrómi. „Ég las þetta sjálfur í blöðunum og væri gjarnan til í að fá sterka leikmenn til liðsins en ég er nokkuð viss um að þessir leikmenn séu að fara halda áfram erlendis. Það væri draumur fyrir okkur að geta fengið svona sterka leikmenn.“ En er KR í viðræðum við Hólmbert og Arnór Ingva? „Ekki ég persónulega. Ég fékk skilaboð frá Hólmberti í gær að hann hafi frétt að hann væri að koma og ég sagði það sama og ég frétti það líka. Það er rosalega lítið sem við getum sagt en það eru aðrir sem eru með þetta á hreinu greinilega.“ Ægir Jarl Jónsson var ekki í leikmannahópi KR en hann er sagður vera í viðræðum við danska félagið AB sem Jóhannes Karl Guðjónsson stýrir. „Ægir var utan hóps í dag. Hann er í ákveðnum málum sem verið er skoða og ég vildi leyfa honum að einbeita sér að þeim málum og við sjáum hvað verður um hann áður en við förum aftur að njóta hans krafta.“ En á Pálmi von á því að Ægir nái að klára sín mál og fari frá KR? „Já alveg eins. Hann á það fyllilega skilið og auðvitað myndi ég vilja að hann fengi þetta tækifæri og ég get ekki verið eigingjarn á að halda honum og vonandi gengur þetta upp fyrir hann,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason að lokum.
KR Besta deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira