„Líður eins og ég hafi svikið þjóð mína“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2024 20:38 Phil Foden reyndi að hughreysta Manuel Akanji eftir leik, en þeir eru liðsfélagar hjá Manchester City. Getty/Michael Regan Manuel Akanji, miðvörður Sviss og Manchester City, var skiljanlega miður sín eftir að hafa verið sá eini sem ekki náði að skora í vítaspyrnukeppni Sviss og Englands í 8-liða úrslitum EM í fótbolta í kvöld. Akanji tók fyrstu spyrnu Svisslendinga í vítaspyrnukeppninni en þurfti að bíða lengi eftir því að Jordan Pickford væri tilbúinn í marki Englendinga. Pickford varði spyrnuna og það reyndist gera gæfumuninn fyrir þá ensku sem nýttu allar sínar spyrnur. „Ég er miður mín. Mér líður eins og að ég hafi svikið þjóð mína og liðsfélaga mína,“ sagði Akanji við Fotbollskanalen eftir leikinn. „Ég vildi taka ábyrgði en vítaspyrnan var ekki nógu góð. Markvörðurinn sá við þessu,“ sagði Akanji. Pickford var með upplýsingar um spyrnumenn Hollendinga á vatnsbrúsa, og fór í rétta átt þegar Akanji skaut. Jordan Pickford's multipurpose water bottle 👀 pic.twitter.com/ocUwgpm0yg— Sky Sports Football (@SkyFootball) July 6, 2024 Það er líka alveg ljóst að Pickford reyndi hvað hann gat til að auka tímann sem Akanji þurfti að bíða við vítapunktinn, til að auka stressið hjá spyrnumanninum: „Þetta truflaði mig ekki. Hann reyndi að beita einhverri sálfræði en ég leit ekki á hann. Ég einbeitti mér að vítinu mínu. En ég verð að vera heiðarlegur, þetta var ekki nógu gott. Ef að maður setur boltann í rétt horn þarf spyrnan ekki að vera góð, en þó að hann hafi farið í rétt horn þá átti ég að gera betur. Boltinn fór ekki út í horn og hann varði,“ sagði Akanji. EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Öll vítin inn og England í undanúrslit Englendingar nýttu öll fimm víti sín og komust þannig í undanúrslit EM í fótbolta eftir sigur á Sviss í vítaspyrnukeppni. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma en fyrsta víti Sviss í vítakeppninni fór í súginn. 6. júlí 2024 15:30 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Sjá meira
Akanji tók fyrstu spyrnu Svisslendinga í vítaspyrnukeppninni en þurfti að bíða lengi eftir því að Jordan Pickford væri tilbúinn í marki Englendinga. Pickford varði spyrnuna og það reyndist gera gæfumuninn fyrir þá ensku sem nýttu allar sínar spyrnur. „Ég er miður mín. Mér líður eins og að ég hafi svikið þjóð mína og liðsfélaga mína,“ sagði Akanji við Fotbollskanalen eftir leikinn. „Ég vildi taka ábyrgði en vítaspyrnan var ekki nógu góð. Markvörðurinn sá við þessu,“ sagði Akanji. Pickford var með upplýsingar um spyrnumenn Hollendinga á vatnsbrúsa, og fór í rétta átt þegar Akanji skaut. Jordan Pickford's multipurpose water bottle 👀 pic.twitter.com/ocUwgpm0yg— Sky Sports Football (@SkyFootball) July 6, 2024 Það er líka alveg ljóst að Pickford reyndi hvað hann gat til að auka tímann sem Akanji þurfti að bíða við vítapunktinn, til að auka stressið hjá spyrnumanninum: „Þetta truflaði mig ekki. Hann reyndi að beita einhverri sálfræði en ég leit ekki á hann. Ég einbeitti mér að vítinu mínu. En ég verð að vera heiðarlegur, þetta var ekki nógu gott. Ef að maður setur boltann í rétt horn þarf spyrnan ekki að vera góð, en þó að hann hafi farið í rétt horn þá átti ég að gera betur. Boltinn fór ekki út í horn og hann varði,“ sagði Akanji.
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Öll vítin inn og England í undanúrslit Englendingar nýttu öll fimm víti sín og komust þannig í undanúrslit EM í fótbolta eftir sigur á Sviss í vítaspyrnukeppni. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma en fyrsta víti Sviss í vítakeppninni fór í súginn. 6. júlí 2024 15:30 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Sjá meira
Öll vítin inn og England í undanúrslit Englendingar nýttu öll fimm víti sín og komust þannig í undanúrslit EM í fótbolta eftir sigur á Sviss í vítaspyrnukeppni. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma en fyrsta víti Sviss í vítakeppninni fór í súginn. 6. júlí 2024 15:30