Rigningarspá var í veðurkortunum og það dembdi aðeins niður en stytti fljótt upp og meirihluti kappakstursins fór fram í blíðskaparveðri.
George Russell hjá Mercedes var á ráspól en þurfti að draga sig frá keppni vegna vélabilunar á 34. hring.
Liðsfélagi hans Lewis Hamilton var annar lengst af en átti frábæra framúrtöku og kom sér í fyrsta sæti á 40. hringnum eftir tímafrekt stopp í pyttinum hjá Lando Norris í liði McLaren.
King Lewis 👑
— Formula 1 (@F1) July 7, 2024
Nine wins at Silverstone 🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆#F1 #BritishGP pic.twitter.com/u6v1kBGa0X
Max Verstappen var fjórði af stað, vann sig strax upp í þriðja sætið og tók svo fram úr Lando Norris á 48. hring til að tryggja annað sætið.
LAP 48/52
— Formula 1 (@F1) July 7, 2024
And Verstappen gets past Norris!!
The Dutchman is P2, three seconds behind Hamilton #F1 #BritishGP pic.twitter.com/M2RudRFA4R
Lando Norris hafnaði því í þriðja sæti og Max Verstappen eykur enn við forystu sína í keppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra.