Nefna skó í höfuðið á Kroos: „Hann varð bara ástfanginn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júlí 2024 07:00 Adidas hefur ákveðið að nefna Adipure 11Pro skóna í höfuðið á Toni Kroos. Carl Recine/Getty Images Björgvin Hreinsson, alþjóðlegur vörustjóri Adidas, segir að Toni Kroos, fyrrverandi leikmaður Real Madrid og þýska landsliðsins, hafi einfaldlega orðið ástfanginn af Adidas Adipure 11Pro takkaskónum sem komu út fyrir ellefu árum. Adidas hefur ákveðið að gefa 11Pro skónum nýtt nafn í höfuðið á Kroos og munu skórni héðan í frá heita TKPro. Kroos lék í skónum stærstan hluta ferilsins, en hann hefur nú lagt skóna á hilluna eftir að Þjóðverjar duttu úr leik á EM eftir 2-1 tap gegn Spánverjum síðastliðinn föstudag. Kroos hefur leikið í skónum frá því að þeir komu fyrst út árið 2013. Í skónum hefur hann því fjórum sinnum fagnað spænska meistaratitlinum og Meistaradeild Evrópu fimm sinnum með Real Madrid. Þá var hann einnig í skónum þegar hann varð heimsmeistari með Þjóðverjum árið 2014. Toni Kroos and the 11pro: love at first sight, sole mates until the last kick.Today, we’re happy to announce that moving forward the adidas 11pro will be renamed the adidas TKpro.Danke, Toni #YouGotThis #Euro24 pic.twitter.com/ESjAxbA49s— adidas Football (@adidasfootball) July 6, 2024 Á meðan margir leikmenn skipta reglulega um skó hefur Kroos hins vegar haldið sig við 11Pro skóna, sem nú heita TKPro. Björgvin Hreinsson, alþjóðlegur vörustjóri Adidas, segir ástæðuna fyrir því einfalda í samtali við The Athletic. „Þegar Toni byrjaði hjá Adidas þá spilaði hann í Predator þegar hann var hjá Bayer Leverkusen,“ segir Björgvin. „Þegar við byrjuðum svo með Adipure skóna árið 2008 þá var hann eitt af lykilandlitunum í þeirri herferð. Síðan þá hefur hann spilað í Adidas Adipure 11Pro nánast frá því að þeir komu fyrst út.“ „Síðan hélt hann þeim bara. Við héldum áfram að þróa skóna og iðnaðurinn stækkaði, en Toni - alveg síðan 2013 þegar skórnir komu út - hann varð bara ástfanginn,“ sagði Björgvin að lokum. Fótbolti Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira
Adidas hefur ákveðið að gefa 11Pro skónum nýtt nafn í höfuðið á Kroos og munu skórni héðan í frá heita TKPro. Kroos lék í skónum stærstan hluta ferilsins, en hann hefur nú lagt skóna á hilluna eftir að Þjóðverjar duttu úr leik á EM eftir 2-1 tap gegn Spánverjum síðastliðinn föstudag. Kroos hefur leikið í skónum frá því að þeir komu fyrst út árið 2013. Í skónum hefur hann því fjórum sinnum fagnað spænska meistaratitlinum og Meistaradeild Evrópu fimm sinnum með Real Madrid. Þá var hann einnig í skónum þegar hann varð heimsmeistari með Þjóðverjum árið 2014. Toni Kroos and the 11pro: love at first sight, sole mates until the last kick.Today, we’re happy to announce that moving forward the adidas 11pro will be renamed the adidas TKpro.Danke, Toni #YouGotThis #Euro24 pic.twitter.com/ESjAxbA49s— adidas Football (@adidasfootball) July 6, 2024 Á meðan margir leikmenn skipta reglulega um skó hefur Kroos hins vegar haldið sig við 11Pro skóna, sem nú heita TKPro. Björgvin Hreinsson, alþjóðlegur vörustjóri Adidas, segir ástæðuna fyrir því einfalda í samtali við The Athletic. „Þegar Toni byrjaði hjá Adidas þá spilaði hann í Predator þegar hann var hjá Bayer Leverkusen,“ segir Björgvin. „Þegar við byrjuðum svo með Adipure skóna árið 2008 þá var hann eitt af lykilandlitunum í þeirri herferð. Síðan þá hefur hann spilað í Adidas Adipure 11Pro nánast frá því að þeir komu fyrst út.“ „Síðan hélt hann þeim bara. Við héldum áfram að þróa skóna og iðnaðurinn stækkaði, en Toni - alveg síðan 2013 þegar skórnir komu út - hann varð bara ástfanginn,“ sagði Björgvin að lokum.
Fótbolti Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira