Attal segir af sér og Melénchon vill stjórnarmyndunarumboð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. júlí 2024 22:15 Fjöldi fólks er komið saman til þess að fagna því sem virðist vera ósigur Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi. epa Forsætisráðherra Frakklands, Gabriel Attal, ætlar að segja upp starfi sínu á morgun eftir að ljóst varð að miðjubandalag Macrons Frakklands mun ekki halda meirihluta á þingi. Viðsnúningur varð á því sem skoðanakannanir gáfu til kynna og kosninganiðurstöðum. Úgönguspár gera ráð fyrir sigri bandalags vinstriflokka. Klukkan níu í kvöld var búið er að telja atkvæði í 497 kjördæmum af 577. Bandalag vinstriflokka hefur tryggt sér 144 þingsæti, bandalag miðjuflokka Macrons 140 þingsæti og hægrisinnaða Þjóðfylkingin 137 þingsæti. Ljóst er að aukin kjörsókn og taktísk kosning hefur komið í veg fyrir það sem kannanir gerðu ráð fyrir, að Þjóðfylkingin myndi vinna kosningasigur. Torfi H. Túliníus prófessor og sérfræðingur í málefnum Frakklands ræddi þessar niðurstöður í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er breyting. Það mátti búast við stórsigri Þjófylkingar. Það voru taldar töluverðar líkur á því að hann myndi ná hreinum meirihluta á þingi,“ sagði Torfi. Skýringuna segir hann taktíska kosningu. Markmið Þjóðfylkingar hafi verið óljós, utan þess að vilja vinna gegn ólöglegum innflytjendum og auka kaupmátt. „Margir telja þetta harðan hægriflokk, sem lýðræðinu stafi ógn af, komist hann til valda. Þar af leiðandi hafa þeir í seinni umferð kosið taktískt. Kosið þann frambjóðanda sem var líklegastur til að fella frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar. Ef þessi útgönguspá rætist, hefur það tekist.“ Mikil óvissa ríki samt sem áður um stjórnarmyndun. Emmanuel Macron Frakklandsforseta bíði það verkefni að mynda bandalög. Jean-Luc Melenchon, leiðtogi stærsta flokksins innan vinstribandalagsins, krefst stjórnarmyndunarumboðs. Hann er hins vegar ansi umdeildur, að sögn Torfa. „Hann lýsti því yfir að Macron beri skylda til að tilnefna vinstrimann, sem leiðtoga stjórnarinnar. En það er ekki augljóst því að vinstrimenn eru langt frá því að vera með meirihluta á þingi.“ Jean-Luc Mélenchon er formaður stærsta flokksins innan bandalagsins.getty Gabriel Attal ætlar að segja af sér á morgun.epa Frakkland Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Úgönguspár gera ráð fyrir sigri bandalags vinstriflokka. Klukkan níu í kvöld var búið er að telja atkvæði í 497 kjördæmum af 577. Bandalag vinstriflokka hefur tryggt sér 144 þingsæti, bandalag miðjuflokka Macrons 140 þingsæti og hægrisinnaða Þjóðfylkingin 137 þingsæti. Ljóst er að aukin kjörsókn og taktísk kosning hefur komið í veg fyrir það sem kannanir gerðu ráð fyrir, að Þjóðfylkingin myndi vinna kosningasigur. Torfi H. Túliníus prófessor og sérfræðingur í málefnum Frakklands ræddi þessar niðurstöður í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er breyting. Það mátti búast við stórsigri Þjófylkingar. Það voru taldar töluverðar líkur á því að hann myndi ná hreinum meirihluta á þingi,“ sagði Torfi. Skýringuna segir hann taktíska kosningu. Markmið Þjóðfylkingar hafi verið óljós, utan þess að vilja vinna gegn ólöglegum innflytjendum og auka kaupmátt. „Margir telja þetta harðan hægriflokk, sem lýðræðinu stafi ógn af, komist hann til valda. Þar af leiðandi hafa þeir í seinni umferð kosið taktískt. Kosið þann frambjóðanda sem var líklegastur til að fella frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar. Ef þessi útgönguspá rætist, hefur það tekist.“ Mikil óvissa ríki samt sem áður um stjórnarmyndun. Emmanuel Macron Frakklandsforseta bíði það verkefni að mynda bandalög. Jean-Luc Melenchon, leiðtogi stærsta flokksins innan vinstribandalagsins, krefst stjórnarmyndunarumboðs. Hann er hins vegar ansi umdeildur, að sögn Torfa. „Hann lýsti því yfir að Macron beri skylda til að tilnefna vinstrimann, sem leiðtoga stjórnarinnar. En það er ekki augljóst því að vinstrimenn eru langt frá því að vera með meirihluta á þingi.“ Jean-Luc Mélenchon er formaður stærsta flokksins innan bandalagsins.getty Gabriel Attal ætlar að segja af sér á morgun.epa
Frakkland Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira