Óvissa og spenna í Frakklandi næstu daga Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júlí 2024 12:55 Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Gabriel Attal, forsætisráðherra. Attal baðst lausnar úr embætti á fundi með Macron í morgun en Macron bað hann að sitja áfram til að tryggja stöðugleika í landinu. Christian Liewig/Corbis/Getty Images Óvenjuleg staða, þrungin óvissu, er uppi í frönskum stjórnmálum eftir seinni umferð þingkosninga í gær, þar sem undið var ofan af stórsigri Þjóðfylkingarinnar frá því í fyrri umferð en enginn flokkur náði meirihluta. Íslendingur búsettur í París segir næstu daga verða spennandi. Bandalag vinstri flokka varð hlutskarpast í seinni umferð kosninganna í gær, fékk 182 þingsæti. Miðjuflokkar Macrons fengu 168 sæti og Þjóðfylkingin hlaut 143. „Frakkar hafa sýnt það enn og aftur að kjósendur í Frakklandi vilja ekki öfgahægri við stjórn landsins. Þeir hafa verið að gera það í hátt í tuttugu ár að kjósa á ögurstundu gegn Þjóðfylkingunni, þó svo að Þjóðfylkingin hafi verið að vaxa og dafna síðustu árin,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem búsett er í París. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er búsett í París og fylgist vel með stjórnmálum í Frakklandi.Stöð 2/Egill Óvenjuleg staða er nú komin upp í frönskum stjórnmálum. Enginn náði hreinum meirihluta og því virðist allt stefna í samsteypustjórn, líklegast skipaða vinstri- og miðjumönnum, að mati Rósu. Gabriel Attal forsætisráðherra fór á fund Emmanuels Macron forseta í morgun til að biðjast formlega lausnar úr embætti en Macron bað hann að sitja áfram til að tryggja stöðugleika. Og nú er óvissa um framhaldið. Jean-Luc- Melenchon einn af leiðtogum vinstri blokkarinnar hefur gert tilkall til stjórnarmyndunarumboðs. „Hann [Melenchon] er bæði umdeildur innan síns eigin flokks og líka innan vinstri blokkarinnar. Það sem hann gerði strax eftir fyrstu tölur var að halda mikla og sterka ræðu þar sem hann hjólaði mjög hart í Macron og hans flokk, sem var kannski ekki mjög skynsamlegt eigi þessir tveir flokkar að ná að vinna saman í einhvers konar samsteypustjórn.“ Ekki hægt að líta fram hjá Þjóðfylkingunni Rósa telur Melenchon raunar ólíklegan sem forsætiráðherraefni vinstrisins. Olivier Faure leiðtogi Sósíaldemókrata og Marine Tondelier leiðtogi Frönsku græningjanna séu að hennar mati líklegri. „Þannig að þessir næstu dagar verða spennandi, það er áfram spenna í frönskum stjórnmálum. En svo skiptir líka máli að ná til þeirra tíu milljóna sem kusu frönsku Þjóðfylkinguna, það er ekki hægt að líta fram hjá þeim fjölda,“ segir Rósa. „Franski forsetinn hefur í raun mánuð til að skipa nýja ríkisstjórn. Ég myndi halda að nú sé verið að togast á um það hvort eigi að ljúka þessu sem fyrst að svo það komi fúnkerandi ríkisstjórn eða hvort eigi að bíða fram yfir Ólympíuleikana, aðeins að róa stöðuna, og koma svo fram með ríkisstjórn að þeim afloknum. Það er eitt af mörgu sem er verið að deila um núna.“ Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Leikmenn franska landsliðsins fagna úrslitum kosninganna Franska fótboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Evrópumótinu í Þýskalandi en leikmenn hafa líka verið með augun á þingkosningum í heimalandinu og þeim tókst eflaust að hafa einhver áhrif á þær. 8. júlí 2024 09:01 Attal segir af sér og Melénchon vill stjórnarmyndunarumboð Forsætisráðherra Frakklands, Gabriel Attal, ætlar að segja upp starfi sínu á morgun eftir að ljóst varð að miðjubandalag Macrons Frakklands mun ekki halda meirihluta á þingi. Viðsnúningur varð á því sem skoðanakannanir gáfu til kynna og kosninganiðurstöðum. 7. júlí 2024 22:15 Viðsnúningur í frönsku þingkosningunum Bandalag vinstriflokka í Frakklandi tekur forystu í útgönguspá sem birt var klukkan sex eftir að kjörstaðir lokuðu. Seinni umferð þingkosninga fór fram í dag þar sem margir kjósendur virðast ætla að kjósa taktískt til þess að koma í veg fyrir að hægri flokkurinn Franska þjóðfylkingin komist til valda. 7. júlí 2024 18:25 Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Bandalag vinstri flokka varð hlutskarpast í seinni umferð kosninganna í gær, fékk 182 þingsæti. Miðjuflokkar Macrons fengu 168 sæti og Þjóðfylkingin hlaut 143. „Frakkar hafa sýnt það enn og aftur að kjósendur í Frakklandi vilja ekki öfgahægri við stjórn landsins. Þeir hafa verið að gera það í hátt í tuttugu ár að kjósa á ögurstundu gegn Þjóðfylkingunni, þó svo að Þjóðfylkingin hafi verið að vaxa og dafna síðustu árin,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem búsett er í París. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er búsett í París og fylgist vel með stjórnmálum í Frakklandi.Stöð 2/Egill Óvenjuleg staða er nú komin upp í frönskum stjórnmálum. Enginn náði hreinum meirihluta og því virðist allt stefna í samsteypustjórn, líklegast skipaða vinstri- og miðjumönnum, að mati Rósu. Gabriel Attal forsætisráðherra fór á fund Emmanuels Macron forseta í morgun til að biðjast formlega lausnar úr embætti en Macron bað hann að sitja áfram til að tryggja stöðugleika. Og nú er óvissa um framhaldið. Jean-Luc- Melenchon einn af leiðtogum vinstri blokkarinnar hefur gert tilkall til stjórnarmyndunarumboðs. „Hann [Melenchon] er bæði umdeildur innan síns eigin flokks og líka innan vinstri blokkarinnar. Það sem hann gerði strax eftir fyrstu tölur var að halda mikla og sterka ræðu þar sem hann hjólaði mjög hart í Macron og hans flokk, sem var kannski ekki mjög skynsamlegt eigi þessir tveir flokkar að ná að vinna saman í einhvers konar samsteypustjórn.“ Ekki hægt að líta fram hjá Þjóðfylkingunni Rósa telur Melenchon raunar ólíklegan sem forsætiráðherraefni vinstrisins. Olivier Faure leiðtogi Sósíaldemókrata og Marine Tondelier leiðtogi Frönsku græningjanna séu að hennar mati líklegri. „Þannig að þessir næstu dagar verða spennandi, það er áfram spenna í frönskum stjórnmálum. En svo skiptir líka máli að ná til þeirra tíu milljóna sem kusu frönsku Þjóðfylkinguna, það er ekki hægt að líta fram hjá þeim fjölda,“ segir Rósa. „Franski forsetinn hefur í raun mánuð til að skipa nýja ríkisstjórn. Ég myndi halda að nú sé verið að togast á um það hvort eigi að ljúka þessu sem fyrst að svo það komi fúnkerandi ríkisstjórn eða hvort eigi að bíða fram yfir Ólympíuleikana, aðeins að róa stöðuna, og koma svo fram með ríkisstjórn að þeim afloknum. Það er eitt af mörgu sem er verið að deila um núna.“
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Leikmenn franska landsliðsins fagna úrslitum kosninganna Franska fótboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Evrópumótinu í Þýskalandi en leikmenn hafa líka verið með augun á þingkosningum í heimalandinu og þeim tókst eflaust að hafa einhver áhrif á þær. 8. júlí 2024 09:01 Attal segir af sér og Melénchon vill stjórnarmyndunarumboð Forsætisráðherra Frakklands, Gabriel Attal, ætlar að segja upp starfi sínu á morgun eftir að ljóst varð að miðjubandalag Macrons Frakklands mun ekki halda meirihluta á þingi. Viðsnúningur varð á því sem skoðanakannanir gáfu til kynna og kosninganiðurstöðum. 7. júlí 2024 22:15 Viðsnúningur í frönsku þingkosningunum Bandalag vinstriflokka í Frakklandi tekur forystu í útgönguspá sem birt var klukkan sex eftir að kjörstaðir lokuðu. Seinni umferð þingkosninga fór fram í dag þar sem margir kjósendur virðast ætla að kjósa taktískt til þess að koma í veg fyrir að hægri flokkurinn Franska þjóðfylkingin komist til valda. 7. júlí 2024 18:25 Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Leikmenn franska landsliðsins fagna úrslitum kosninganna Franska fótboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Evrópumótinu í Þýskalandi en leikmenn hafa líka verið með augun á þingkosningum í heimalandinu og þeim tókst eflaust að hafa einhver áhrif á þær. 8. júlí 2024 09:01
Attal segir af sér og Melénchon vill stjórnarmyndunarumboð Forsætisráðherra Frakklands, Gabriel Attal, ætlar að segja upp starfi sínu á morgun eftir að ljóst varð að miðjubandalag Macrons Frakklands mun ekki halda meirihluta á þingi. Viðsnúningur varð á því sem skoðanakannanir gáfu til kynna og kosninganiðurstöðum. 7. júlí 2024 22:15
Viðsnúningur í frönsku þingkosningunum Bandalag vinstriflokka í Frakklandi tekur forystu í útgönguspá sem birt var klukkan sex eftir að kjörstaðir lokuðu. Seinni umferð þingkosninga fór fram í dag þar sem margir kjósendur virðast ætla að kjósa taktískt til þess að koma í veg fyrir að hægri flokkurinn Franska þjóðfylkingin komist til valda. 7. júlí 2024 18:25