Lokunin verður vegna framkvæmda Veitna ohf. vegna endurnýjunar lagna vegna uppbyggingar við Laugaveg og Nóatún.
Þvera þarf Laugaveginn til að tengja nýja kaldavatnslögn fyrir nýjar íbúðir á Heklureitnum. Hjáleiðir verða settar upp fyrir akandi um nærliggjandi götur en umferð um hjóla- og göngustíga norðanmegin við þverunina mun ekki raskast.
Strætó mun keyra um Borgartún á meðan lokuninni stendur og strætóstoppistöðvar á Laugavegi verða óvirkar á meðan.
