Ísland á pari við San Marínó og Mónakó en langt á eftir Kýpur Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2024 13:02 Hákon Svavarsson, Edda Hannesdóttir, Anton Sveinn McKee, Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Erna Sóley Gunnarsdóttir keppa fyrir hönd Íslands á ÓL í París. ÍSÍ Aðeins þrjár Evrópuþjóðir koma til með að eiga færri keppendur en Ísland á Ólympíuleikunum í París í sumar. Ísland á fimm keppendur líkt og San Marínó, Mónakó og Malta. Flestir eru sjálfsagt sammála um að Íslendingar geti gert mun betur þegar kemur að því að hlúa að okkar fremsta íþróttafólki, með það í huga að eignast fleiri fulltrúa á stærsta sviði heimsíþróttanna. Skref í þá átt var ráðning Vésteins Hafsteinssonar í stöðu afreksstjóra ÍSÍ í byrjun síðasta árs. Hans starf er hins vegar rétt að hefjast en Vésteinn segir það engu að síður vonbrigði að aðeins fimm keppendur fari frá Íslandi á leikana í París, síðar í þessum mánuði. Liechtenstein, Andorra og Norður-Makedónía eru einu Evrópuþjóðirnar með færri keppendur en Ísland í París, nú þegar allar þjóðir ættu að hafa tilkynnt sinn keppendahóp. Svona er samanburðurinn við hinar smáþjóðirnar Ef horft er til þjóðanna níu sem keppa á Smáþjóðaleikunum þá er Ísland í 4.-7. sæti yfir flesta keppendur. Það er þó skárri staða en á síðustu Ólympíuleikum, þegar Ísland átti næstfæsta keppendur eða aðeins fjóra talsins. Fjöldi keppenda á Ólympíuleikunum í París í sumar, frá þjóðunum sem einnig keppa á Smáþjóðaleikunum.Vísir/Rúnar Af smáþjóðunum níu á Svartfjallaland, eins og staðan er í dag, flesta keppendur í París eða 18 talsins. Það er þrátt fyrir mikla fækkun vegna þess að kvennalandsliðið í handbolta er ekki með í ár. Útlitið væri einmitt einnig mikið betra hjá Íslandi ef að karlalandsliðið í handbolta hefði komist á leikana, en það hefur því ekki tekist síðan 2012. Svartfellingar eiga líkt og síðustu Ólympíuleika lið í sundknattleik karla, sem skipað er 13 leikmönnum. Hinir keppendurnir eru í hnefaleikum, siglingum, sundi og tennis. Kýpverjar, sem eru fjölmennastir smáþjóðanna með yfir 900.000 íbúa, eiga 16 keppendur á leikunum í París eða yfir þrefalt fleiri en Íslendingar. Þeir eru allir í einstaklingsgreinum; frjálsíþróttum, hjólreiðum, skylmingum, fimleikum, júdó, siglingum, skotfimi og sundi. Lúxemborg á svo 13 keppendur, í bogfimi, frjálsíþróttum, hjólreiðum, hestaíþróttum, borðtennis og þríþraut. Eins og fyrr segir eiga Malta, Mónakó og San Marínó fimm fulltrúa hvert eins og Ísland. Andorra á svo tvo og Liechtenstein einn. Keppendur Íslands á Ólympíuleikunum í París eru Anton Sveinn McKee, sem keppir í 100 og 200 metra bringusundi, Snæfríður Jórunnardóttir í 100 og 200 metra skriðsundi, Erna Sóley Gunnarsdóttir í kúluvarpi, Hákon Svavarsson í haglabyssuskotfimi, og Edda Hannesdóttir í þríþraut. Ólympíuleikarnir í París fara fram dagana 26. júlí til 11. ágúst. Dagskrá Íslands á Ólympíuleikunum í París Anton Sveinn McKee - sund Paris La Defense Arena 27. júlí kl.11.00 - 100m bringusund 27. júlí kl.21.15 - undanúslit 100m bringusunds 28. júlí kl.21.54 - úrslit 100 bringusunds 30. júlí kl.11.00 - 200m bringusund 30. júlí kl.21.46 - undanúrslit 200m bringusunds 31. júlí kl.22.00 - úrslit 200m bringusunds - Snæfríður Sól Gunnarsdóttir - sund Paris La Defense Arena 28. júlí kl.11.00 - 200m skriðsund 28. júlí kl.22.00 - undanúrslit 200m skriðsunds 29. júlí kl.21.48 - úrslit 200m skriðsunds 30. júlí kl.11.00 - 100m skriðsund 30. júlí kl.21.25 - undanúrslit 100m skriðsunds 31. júlí kl.20.30 - úrslit 100m skriðsunds - Guðlaug Edda Hannesdóttir - þríþraut Pont Alexander III 31. júlí kl.08.00 - keppni í þríþraut - Hákon Þór Svavarsson - haglabyssuskotfimi Chateauroux Shooting Ctr. 2. ágúst kl.09.00 - keppni í skeet 3. ágúst kl.09.00 - keppni í skeet 3. ágúst kl.15.30 - úrslit í skeet - Erna Sóley Gunnarsdóttir - kúluvarp Stade de France 8. ágúst kl.10.25 - kúluvarp 9. ágúst kl.19.40 - úrslit í kúluvarpi Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Flestir eru sjálfsagt sammála um að Íslendingar geti gert mun betur þegar kemur að því að hlúa að okkar fremsta íþróttafólki, með það í huga að eignast fleiri fulltrúa á stærsta sviði heimsíþróttanna. Skref í þá átt var ráðning Vésteins Hafsteinssonar í stöðu afreksstjóra ÍSÍ í byrjun síðasta árs. Hans starf er hins vegar rétt að hefjast en Vésteinn segir það engu að síður vonbrigði að aðeins fimm keppendur fari frá Íslandi á leikana í París, síðar í þessum mánuði. Liechtenstein, Andorra og Norður-Makedónía eru einu Evrópuþjóðirnar með færri keppendur en Ísland í París, nú þegar allar þjóðir ættu að hafa tilkynnt sinn keppendahóp. Svona er samanburðurinn við hinar smáþjóðirnar Ef horft er til þjóðanna níu sem keppa á Smáþjóðaleikunum þá er Ísland í 4.-7. sæti yfir flesta keppendur. Það er þó skárri staða en á síðustu Ólympíuleikum, þegar Ísland átti næstfæsta keppendur eða aðeins fjóra talsins. Fjöldi keppenda á Ólympíuleikunum í París í sumar, frá þjóðunum sem einnig keppa á Smáþjóðaleikunum.Vísir/Rúnar Af smáþjóðunum níu á Svartfjallaland, eins og staðan er í dag, flesta keppendur í París eða 18 talsins. Það er þrátt fyrir mikla fækkun vegna þess að kvennalandsliðið í handbolta er ekki með í ár. Útlitið væri einmitt einnig mikið betra hjá Íslandi ef að karlalandsliðið í handbolta hefði komist á leikana, en það hefur því ekki tekist síðan 2012. Svartfellingar eiga líkt og síðustu Ólympíuleika lið í sundknattleik karla, sem skipað er 13 leikmönnum. Hinir keppendurnir eru í hnefaleikum, siglingum, sundi og tennis. Kýpverjar, sem eru fjölmennastir smáþjóðanna með yfir 900.000 íbúa, eiga 16 keppendur á leikunum í París eða yfir þrefalt fleiri en Íslendingar. Þeir eru allir í einstaklingsgreinum; frjálsíþróttum, hjólreiðum, skylmingum, fimleikum, júdó, siglingum, skotfimi og sundi. Lúxemborg á svo 13 keppendur, í bogfimi, frjálsíþróttum, hjólreiðum, hestaíþróttum, borðtennis og þríþraut. Eins og fyrr segir eiga Malta, Mónakó og San Marínó fimm fulltrúa hvert eins og Ísland. Andorra á svo tvo og Liechtenstein einn. Keppendur Íslands á Ólympíuleikunum í París eru Anton Sveinn McKee, sem keppir í 100 og 200 metra bringusundi, Snæfríður Jórunnardóttir í 100 og 200 metra skriðsundi, Erna Sóley Gunnarsdóttir í kúluvarpi, Hákon Svavarsson í haglabyssuskotfimi, og Edda Hannesdóttir í þríþraut. Ólympíuleikarnir í París fara fram dagana 26. júlí til 11. ágúst. Dagskrá Íslands á Ólympíuleikunum í París Anton Sveinn McKee - sund Paris La Defense Arena 27. júlí kl.11.00 - 100m bringusund 27. júlí kl.21.15 - undanúslit 100m bringusunds 28. júlí kl.21.54 - úrslit 100 bringusunds 30. júlí kl.11.00 - 200m bringusund 30. júlí kl.21.46 - undanúrslit 200m bringusunds 31. júlí kl.22.00 - úrslit 200m bringusunds - Snæfríður Sól Gunnarsdóttir - sund Paris La Defense Arena 28. júlí kl.11.00 - 200m skriðsund 28. júlí kl.22.00 - undanúrslit 200m skriðsunds 29. júlí kl.21.48 - úrslit 200m skriðsunds 30. júlí kl.11.00 - 100m skriðsund 30. júlí kl.21.25 - undanúrslit 100m skriðsunds 31. júlí kl.20.30 - úrslit 100m skriðsunds - Guðlaug Edda Hannesdóttir - þríþraut Pont Alexander III 31. júlí kl.08.00 - keppni í þríþraut - Hákon Þór Svavarsson - haglabyssuskotfimi Chateauroux Shooting Ctr. 2. ágúst kl.09.00 - keppni í skeet 3. ágúst kl.09.00 - keppni í skeet 3. ágúst kl.15.30 - úrslit í skeet - Erna Sóley Gunnarsdóttir - kúluvarp Stade de France 8. ágúst kl.10.25 - kúluvarp 9. ágúst kl.19.40 - úrslit í kúluvarpi
Dagskrá Íslands á Ólympíuleikunum í París Anton Sveinn McKee - sund Paris La Defense Arena 27. júlí kl.11.00 - 100m bringusund 27. júlí kl.21.15 - undanúslit 100m bringusunds 28. júlí kl.21.54 - úrslit 100 bringusunds 30. júlí kl.11.00 - 200m bringusund 30. júlí kl.21.46 - undanúrslit 200m bringusunds 31. júlí kl.22.00 - úrslit 200m bringusunds - Snæfríður Sól Gunnarsdóttir - sund Paris La Defense Arena 28. júlí kl.11.00 - 200m skriðsund 28. júlí kl.22.00 - undanúrslit 200m skriðsunds 29. júlí kl.21.48 - úrslit 200m skriðsunds 30. júlí kl.11.00 - 100m skriðsund 30. júlí kl.21.25 - undanúrslit 100m skriðsunds 31. júlí kl.20.30 - úrslit 100m skriðsunds - Guðlaug Edda Hannesdóttir - þríþraut Pont Alexander III 31. júlí kl.08.00 - keppni í þríþraut - Hákon Þór Svavarsson - haglabyssuskotfimi Chateauroux Shooting Ctr. 2. ágúst kl.09.00 - keppni í skeet 3. ágúst kl.09.00 - keppni í skeet 3. ágúst kl.15.30 - úrslit í skeet - Erna Sóley Gunnarsdóttir - kúluvarp Stade de France 8. ágúst kl.10.25 - kúluvarp 9. ágúst kl.19.40 - úrslit í kúluvarpi
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira